Innlent

Geir: Bankarnir búa sig undir mikla varnarbaráttu

Geir H. Haarde, forsætisráðherra.
Geir H. Haarde, forsætisráðherra.

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi að allir hafi vitað að góðærið myndi ekki vara endalaust en enginn hafi séð fyrir þann storm sem skalla á efnahagskerfi heimsins.

,,Þegar uppstreymið hættir er fall þeirra sem hæst fljúga mest," sagði Geir og bætti við að ekki bæri að örvænta þrátt fyrir þann stórsjó sem þjóðarskútan siglir nú í gegnum.

,,Við horfum fram á að íslensku bankarnir, flaggskip útrásar síðustu ára, búa sig nú undir mikla varnarbaráttu. Þurrausnar lánalindir gera íslenskum fyrirtækjum afar erfitt fyrir og þau sem færst hafa of mikið í fang berjast nú í bökkum."

Öflug viðspyrna stjórnvalda víðsvegar um heiminn virðist hafa forðað heiminum frá algjöru hruni, að mati Geirs. ,,Við munum komast út úr þeim hremmingum sem yfir okkur ganga."

Forsætisráðherra vék að ríkisvæðing Glitnis í ræðu sinni og sagði stjórnvöld hafa hagsmuni almennings að leiðarljósi. ,,Þessi ráðstöfun er ekkert eindæmi enda hafa ríkisstjórnir víða gripið til samskonar ráða til að koma í veg fyrir ringlureið."

Í lok ræðunnar sagði Geir að brýnasta verkefni næstu mánaða sé að ná verðbólgunni niður. Hann sagði að verðbólgan væri skaðvaldur sem miklum skemmdum valdi á heimilum almennings og í rekstri fyrirtækja. Um leið og árangur næst í þeirri baráttu telur Geir að vextir lækki og með auknu jafnvægi í þjóðarbúskapnum mun gengi íslensku krónunnar styrkjast á ný sem Geir sagði of lágt.












Tengdar fréttir

Staðan kallar á endurskoðun reglna fjármálakerfisins

Þær þrengingar sem Íslendingar horfast í augu við nú kalla á endurskoðun reglna fjármálakerfisins og ofurlauna, sagði Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingarmálaráðherra við umræður um stefnuræðu forsætisráðherra.

Forystufólk loki sig inni í Höfða og leysi vandann

„Nýfrjálshyggjubyltingin er að éta börnin sín,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Steingrímur gerði efnahagsvandann að þjóðinni að umtalsefni og sagði að lærdómar heimskreppunnar miklu árið 1930 væru að rifjast upp „Hvernig var hægt að endurtaka sömu mistökin byggð á blindri trú á markaðinn?“

Guðni: Stefnuræða Geirs var um ekki neitt

Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra fyrr í kvöld að þjóðin sé slegin fyrir stöðu máli í landinu. Hann sagði hlutverk stjórnmálamanna vera að róa almenning en ræða Geirs hafi aftur á móti ekki verið um neitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×