Innlent

Mesta fjármálakreppa síðan 1914

„Það eru erfiðir tímar. Þetta er mesta kreppa á alþjóða fjármálamarkaði, sennilega síðan 1914," segir Geir H. Haarde. Hann segir að fjármálakreppan sé sennilegast alvarlegri en hún hafi verið í kreppunni miklu á fjórða áratugnum.

Geir ræddi við fréttamenn í Ráðherrabústaðnum um klukkan sex í kvöld. Þar sagði hann enga ákvörðun liggja fyrir um breytingar á stjórn Seðlabankans, en þrýstingur á að bankastjórarnir þrír hverfi frá hefur vaxið mjög á undanförnum dögum. Þá sagðist hann ekki eiga von á því að Landsbankinn yrði seldur Kaupþingi neyðarsölu.

Geir segir að ekki sé mjög mikið nýtt að frétta varðandi niðurstöður af fundum ríkisstjórnarinnar með gestum sínum. Aðilar vinnumarkaðarins komi klukkan átta og umræðum við þá verði haldið áfram. Geir sagði að æskilegt væri ef hægt yrði að framlengja kjarasamninga sem ella væru lausir í mars.

Hann segist vonast til þess að niðurstaða náist fyrir opnun markaða en hann vilji ekki svara því hvort eitthvað sé orðið fast í hendi. Hann vildi ekkert segja til um í hverju aðgerðir ríkisstjórnarinnar muni felast.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×