Innlent

Hvetja landsmenn til að Ganga til góðs

Rauði krossinn hvetur landsmenn til að Ganga til góðs í dag. Rauði krossinn þarf um 2500 sjálfboðaliða til að ná takmarki sínu að ganga í hvert hús á landinu. Söfnunarstöðvar eru um allt land þar sem fólk mætir til að fá söfnunarbauka. Helst vantar sjálfboðaliða á höfuðborgarsvæðinu. Auglýsingar um söfnunarstöðvar eru í blöðum og eins er hægt að fá upplýsingar um þær á raudikrossinn.is.

Þeir sem ekki sjá sér fært að ganga í hús eru hvattir til að taka vel á móti sjálfboðaliðum og vera tilbúnir með reiðufé til að setja í baukinn þegar bankað er upp á.

Öllu fé sem safnast er varið til langtímaverkefna Rauða krossins sem að þessu sinni er sameining fjölskyldna í Kongó sem sundrast hafa vegna stríðsátaka.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×