Innlent

Salt vantaði í Kópavogi

Snjókoman á fimmtudag kom mörgum í opna skjöldu og hafði ýmsar afleiðingar. Strax um kvöldið felldi Strætó bs. niður ferðir sínar í Kópavogi og bar við slæmri færð. En af hverju voru bara lagðar af ferðir í Kópavogi?

"Það var einfaldlega vegna þess að menn þar á bæ voru eitthvað seinir að bregðast við og söltuðu ekki göturnar. Í Kópavogi er mikið um brekkur þannig að þetta var sérstakt vandamál þar," segir Reynir Jónasson, forstjóri Strætós bs.

Hann segir aldur og ástand vagnanna sem keyra í Kópavogi ekki hafa haft nein áhrif á ákvörðunina






Fleiri fréttir

Sjá meira


×