Innlent

Harður árekstur í Eyjafjarðarsveit

Harður tveggja bíla árekstur varð í Eyjafjarðarsveit við bæinn Grýtu um korter í ellefu í morgun. Að sögn lögreglunnar var einn maður í hvorum bíl og voru þeir fluttir á slysadeild en talið er að meiðsl þeirra hafi ekki verið mikil. Bílarnir eru báðir ónýtir.

Þá velti pallbíll þegar hann var á leið upp Bakkaselsbrekku innst í Öxnadal. Tveir voru í bílnum, en ekki er talið að þeir hafi meiðst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×