Innlent

Gleðst ef Davíð gætir orða sinna

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, á leið úr Ráðherrabústaðnum.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, á leið úr Ráðherrabústaðnum.

„Guð láti gott á vita ef hann ætlar að fara að gæta orða sinna," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra þegar hún er spurð út í viðbrögð Davíðs Oddssonar við þjóðstjórnarumræðunni sem hefur verið nokkuð áberandi á undanförnum dögum. Þorgerður Katrín mætti á fund ríkisstjórnarinnar nú eftir hádegi og fréttamenn náðu af henni tali þegar þeim fundi lauk.

Fréttablaðið greindi frá því á fimmtudaginn að Davíð Oddsson hefði sagt á ríkisstjórnarfundi að ástandið í efnahagsmálum væri orðið svo slæmt að ef einhvern tímann væri ástæða til að mynda þjóðstjórn væri það núna. Þorgerður Katrín sagði í samtali við Vísi að Davíð væri kominn langt út fyrir verksvið sitt með þessum ummælum. Hann þyrfti að einbeita sér að þeim ærnu verkefnum sem fyrir liggja í Seðlabankanum.

Davíð svaraði því svo til í gær að það hefði komið sér á óvart að það sem sagt hefði verið í trúnaði á lokuðum ríkisstjórnarfundi læki í fjölmiðla.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×