Innlent

Björgólfur mættur aftur í Ráðherrabústaðinn

Björgólfur Thor Björgólfsson. Mynd/ Valgarður Gíslason.
Björgólfur Thor Björgólfsson. Mynd/ Valgarður Gíslason.

„Er þetta nógu hægt fyrir ykkur," sagði Björgólfur Thor þegar hann gekk inn í Ráðherrabústaðinn nú fyrir stundu. Þar fundar hann með forystumönnum ríkisstjórnarinnar. Björgólfur vakti mikla athygli í morgun þegar að hann stökk upp tröppurnar við ráðherrabústaðnum þannig að fréttamenn urðu hans varla varir.

Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri Kaupþings og Sigurður Einarsson stjórnarformaður eru jafnframt komnir inn í ráðherrabústaðinn til fundar.

Forsvarsmenn Landsbankans og Kaupþings funduðu með Davíð Oddssyni í dag. Ekki hefur fengist staðfest hvað fór fram á þeim fundi.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×