Innlent

Geir sáttur - þarf ekki að gera neitt

Geir Haarde forsætisráðherra.
Geir Haarde forsætisráðherra.

Eftir stanslaus fundarhöld alla helgina hefur ríkisstjórnin komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé þörf á sérstökum meirihátta aðgerðum. Þetta sagði Geir Haarde þegar hann yfirgaf Ráðherrabústaðinn að loknum fundi með ríkisstjórninni í kvöld.

Geir kvaðst vera ánægður með fundi helgarinnar. Dregið hefði úr þeirri spennu sem hafði verið fyrir helgi. Hann sagði að sátt hefði nást um að íslensku bankarnir myndu minnka umsvif sín erlendis.

Geir sagði að ekki yrði gripið til neinna sérstakra ráðstafana og að hann teldi ekki ástæðu til þess. Hann neitaði því að fengin yrði 500 milljarða króna lánalínu frá Seðlabanka Evrópu.Þá vildi hann ekki segja hvort von væri á tilkynningu fyrir opnun markaða á morgun.

Geir hélt á fund þingflokks Sjálfstæðisflokksins eftir að hann ræddi við blaðamenn.

Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að Kauphöllin sem slík opni á morgun. Hins vegar verði það skoðað í fyrramálið hvort ástæða verði til að loka fyrir viðskipti í ákveðnum félögum. „En það verður bara metið á morgun,“ segir Jónas. 




















Fleiri fréttir

Sjá meira


×