Innlent

Björgólfur Thor á ofurhraða inn í Ráðherrabústaðinn

Landsbankamenn mættu til fundar við fjóra ráðherra ríkisstjórnarinnar á ellefta tímanum í morgun eftir að fundi lauk með Kaupþingsmönnum. Bankastjórar Landsbankans, þeir Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson, voru fámálir við fréttamenn fyrir utan ráðherrabústaðinn. Á eftir þeim kom Björgólfur Thor Björgólfsson brunandi í einkabíl. Hann skaust framhjá fréttamönnum á ofurhraða, stökk yfir fjórar tröppur fyrir framan ráðherrabústaðnum og rauk svo inn þannig að fréttamenn urðu hans varla varir.

Sigurður G. Guðjónsson og Þorsteinn Mar Baldvinsson mæta í ráðherrabústaðinn klukkan ellefu, fyrir hönd Glitnis. Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins munu svo mæta klukkan tólf á hádegi.

Ítarlega verður fjallað um morgunfundi í ráðherrabústaðnum í hádegisfréttum Stöðvar 2.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×