Innlent

Glitnismenn farnir af fundi

Glitnismenn er þeir fóru af fundi úr Ráðherrabústaðnum fyrr í dag.
Glitnismenn er þeir fóru af fundi úr Ráðherrabústaðnum fyrr í dag.

Glitnismenn fóru af fundi ríkisstjórnarinnar nú fyrir stundu, en vildu lítið segja við blaðamenn. Þegar fréttamaður Stöðvar 2 spurði að því hvort einhver niðurstaða væri komin í þau mál sem hefðu verið til umræðu sagði Sigurður G. Guðjónsson, stjórnarmaður í Glitni að allt væri klárt. Hann vildi ekki útskýra þau orð sín betur.

Þar með situr ríkisstjórnin eftir á fundi með Ingimundi Friðrikssyni seðlabankastjóra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×