Innlent

Sendiráðin kosta 2,5 milljarða

MYND/Pjetur
Heildarframlög til íslenskra sendiráða nema 2.530 milljónum króna á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2009. Er það aukning um 33 prósent frá fjárlögum þessa árs.

Óskað er eftir sérstöku 22 milljóna framlagi "til að styrkja launagrunn vegna útsendra starfsmanna", eins og það er orðað og átján milljóna króna framlagi vegna stöðugildis útsends fulltrúa við sendiráðið í Pretoríu.

Sendiráð Íslands í Brussel er kostnaðarsamasta sendiráðið, rekstur þess á næsta ári kostar 187 milljónir. Rekstur fastanefndarinnar í New York kostar 179 milljónir og sendiráðsins í París 157 milljónir.

Skrifstofur íslenskra aðalræðismanna í Þórshöfn og Winnipeg bera minnstan kostnað; tæpar 37 milljónir hvor.

Íslenska ríkið heldur úti sautján sendiráðum, fjórum fastanefndum í erlendum borgum og skrifstofum aðalræðismanna í þremur borgum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×