Innlent

Fleiri þurfa að „Ganga til góðs"

Söfnunarátakið er orðinn árviss viðburður.
Söfnunarátakið er orðinn árviss viðburður.

Erfiðlega hefur gengið að fá sjálfboðaliða í dag til að safna fé í átaki Rauða krossins „Göngum ti góðs". Um 2500 sjálfboðaliða þarf til að ná því takmarki að ganga í hvert hús á landinu og safna fé. Aðeins eitt þúsund manns eru nú á göngu, eða mun færri en í sambærilegri söfnun árið 2006. Rauða krossinum á enga skýringu á þessu, enda afbragðs gönguveður.

Enginn kreppubragur er þó á gjafmildi landans og hefur göngufólki verið vel tekið. Þeir sem hafa áhuga á að ganga ti góðs fyrir kvöldmat geta lagt leið sína í Ráðhús Reykjavík, eða sundlaugarnar í Árbæ, Grafarvogi og Breiðholti og sótt söfnunarbauk. Þar verður baukum dreift til klukkan sex. Allt fé sem safnast verður varið til að sameina fjölskyldur í Kongó sem hafa sundrast vegna stríðsátaka.

Þeim sem vildu gefa en fengu ekki heimsókn frá sjálfboðaliðum Rauða krossins er bent á að hringja í söfnunarsíma Rauða krossins 903 1010, 903 3030 og 903 5050. Þá dragast frá kr. 1000, kr. 3000 eða kr. 5000 frá næsta símreikningi. Símarnir verða opnir út næstu viku.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×