Innlent

Í fangelsi fyrir ítrekaðan ölvunarakstur

MYND/365

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi í dag karlmann á fertugsaldri í eins mánaðar fangelsi fyrir ölvunarakstur en þetta var í þriðja sinn sem hann var dæmdur fyrir slíkt brot.

Lögregla hafði afskipti af manninum á Sauðárkróki í nóvember í fyrra eftir að bíl hafði verið ekið mjög hratt og hann stöðvaður við hús í bænum. Maðurinn neitaði sök bæði við skýrslutöku og fyrir dómi og sagði að félagi sinn hefði verið við stýrið.

Út frá framburði þriggja lögreglumanna þótti hins vegar sannað að maðurinn hefði ekið bílnum í umrætt sinn. Auk fangelsisvistarinnar var maðurinn sviptur ökurétti ævilangt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×