Innlent

Íhugar ekki framboð til formanns - Styður Guðjón

Jón Magnússon, þingmaður Frjálslynda flokksins.
Jón Magnússon, þingmaður Frjálslynda flokksins.

Jón Magnússon, þingmaður Frjálslynda flokksins, styður Guðjón Arnar Kristjánsson til áframhaldandi setu sem formaður flokksins.

Sigurjón Þórðarson, fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins, vill að Guðjón víki sem formaður og íhugar sjálfur að bjóða sig fram á næsta landsþingi.

Jón sagði í samtali við Vísi að menn verði að vita hvað þeir vilja. ,,Á meðan að Sigurjón hefur ekki sagt hvort hann er í framboði eru þetta no news. Það er bara einn maður í kjöri og að sjálfsögðu styð ég Guðjón," sagði Jón sem telur tímasetningu yfirlýsinga Sigurjóns sérkennilega. ,,Þessi yfirlýsing er eins og haglél í miðju blíðvirði."

Aðspurður hvort Jón ætli að bjóða sig fram til formennsku í Frjálslynda flokknum sagði hann: ,,Þvert á kjaftasögur þá hef ég ekki íhugað að gefa kost á mér sem formaður í Frjálslynda flokknum. Það liggur alveg hreint fyrir."

,,Að sjálfsögðu er fólk að nefna hluti út og suður en ég hef aldrei gefið undir fótinn að bjóða mig fram til formanns," sagði Jón þegar Vísir spurði hann hvort flokksfélagar hafi hvatt hann til að gefa kost á sér sem formaður.

Samstarf Jóns og Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, varaformanns Frjálslynda flokksins, er að sögn Jóns gott og hefur hann ekki hug á að gefa kost á sér gegn Magnúsi um varaformennsku í flokknum.






Tengdar fréttir

Guðjón óttast ekki Sigurjón

Guðjón Arnar Kristjánsson hræðist ekki slag um formannsembætti Frjálslynda flokksins á næsta landsþingi flokksins. ,,Ég hef aldrei óttast kosningar og ég hef aldrei farið á tauginni yfir einni einustu kosningu," segir Guðjón og kveðst ekki hafa hug á að byrja á því núna.

Sigurjón telur rétt að Guðjón íhugi að stíga til hliðar

Sigurjón Þórðarson, fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins, telur rétt að Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins, íhugi það hvort hann víki til hliðar á komandi landsþingi flokksins. Þetta sagði Sigurjón í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Sigurjón íhugar formannsframboð hjá frjálslyndum

Sigurjón Þórðarson, fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins, segist ætla að íhuga málin vandlega áður en hann ákveður um framboð til formanns Frjálslynda flokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×