Innlent

Dæmdur fyrir ítrekaðan þjófnað í Bónus og BYKO á Selfossi

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í þriggja mánaða skiliorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ítrekað stolið vörum úr verslunum Bónuss og BYKO á Selfossi.

Maðurinn fór í þrígang inn í Bónus og fór þaðan út ýmist með fulla handkörfu eða innkaupakerru án þess að greiða fyrir vörurnar. Þá stal maðurinn járnbindivél, bindivír og ýmsum vörum að verðmæti um hálf milljón króna í þrjú skipti í BYKO í sumar.

Maðurinn játaði brot sín greiðlega og sagði matinn hafa verið ætlaðan honum sjálfum. Járnbindivélina og vírinn kvaðst hann hafa sent til vinar síns í Litháen. Maðurinn var auk fangelsisdómsins dæmdur til að greiða Bónus og BYKO bætur vegna þjófnaðarins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×