Innlent

2400 íbúðir standa auðar á höfuðborgarsvæðinu

MYND/Vilhelm

Að minnsta kosti 2.400 íbúðir standa tómar á höfuðborgarsvæðinu, að því er Morgunblaðið hefur eftir Ara Skúlasyni forstöðumanni greininga á fyrirtækjasviði Landsbankans.

Sé tillit tekið til úthlutaðra lóða og bygginga, sem eru skammt á veg komnar, eru ónýttar íbúðir á svæðinu samtals 5.900. Við eðlilegar aðstæður dygði þetta til að anna eftirspurn í tvö ár þótt ekkert væri byggt allan tímann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×