Innlent

Byrjað að rífa hús eftir skjálfta á Suðurlandi

Í morgun var byrjað að rífa fyrsta húsið af þeim þrjátíu sem eyðilögðust í jarðskjálftunum á Suðurlandi í lok maí.

Alls hafa þrjátíu hús á Suðurlandi verið metin óviðgerðarhæf og greiðir Viðlagatrygging eigendum þeirra brunabótamat húsanna. Tilkynnt hefur verið um tjón á yfir tvö þúsund húseignum eftir jarðskjálftana og hefur Viðlagatrygging greitt út á annan milljarð króna í bætur vegna þeirra.

Nánar verður sagt frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×