Innlent

Lýsir eftir ríkisstjórninni og vill alvöru samráð

Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, varaforseti ASÍ og formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna.
Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, varaforseti ASÍ og formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna.

Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, varaforseti Alþýðubands Íslands, lýsir eftir ríkisstjórninni og vill alvöru samráð um leiðir til að leysa efnahagsvandann til langframa.

,,Ástandið er mjög alvarlegt og það þarf margar lausnir og víðtæka sátt. Alþýðusambandið hefur verið að lýsa eftir samstarfi við ríkisstjórnina í langan tíma," segir Ingibjörg.

Samtök atvinnulífsins hafa undanfarna daga kynnt forystumönnum í verkalýðshreyfingunni svokallað tólf punkta plagg þar sem fram koma hugmyndir um hvernig megi ná jafnvægi í efnahagsmálum. Meðal þess sem lagt er fram er að tekin verði upp erlendur gjaldmiðill.

Ingibjörg er einnig formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna og kynntu forystumenn Samtaka atvinnulífsins henni og öðrum í stjórn félagsins 12 punkta plaggið í seinustu viku.

Launþegahreyfingin, atvinnurekendur og ríkisstjórnin verða að að koma sama og ná víðtækri sátt, segir Ingibjörg.

Miðstjórn ASÍ fundaði fyrr í dag og voru efnahagsmálin ofarlega á baugi. Ingibjörg segist vilja alvöru samráð þar sem farið verði yfir stöðuna að fullri alvöru og lausna leitað.




Tengdar fréttir

Ný þjóðarsátt?

Ný þjóðarsátt kann að vera í uppsiglingu. Samtök atvinnulífsins hafa kynnt forystumönnum í verkalýðshreyfingunni svokallað tólf punkta plagg þar sem fram koma hugmyndir um hvernig megi ná jafnvægi í efnahagsmálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×