Innlent

Stór lögregluaðgerð við híbýli hælisleitenda

MYND/Víkurfréttir

Umfangsmikil lögregluaðgerð stendur nú yfir við gistiheimili í Njarðvík þar sem hælisleitendur eru jafnan hýstir. Lögregla á Suðurnesjum vill ekki tjá sig um málið en segir ekki um umsátur að ræða og ekki hættu á ferðum.

Samkvæmt upplýsingum Vísis er um langa og skipulagða aðgerð að ræða þar sem lögregla er að leita að gögnum og skilríkjum í fórum hælisleitenda og gengur úr skugga um að þeir séu ekki með gögn sem þeir eigi ekki að vera með.

40-50 lögreglumenn, meðal annars frá Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu og sérsveitinni, tekur þátt í aðgerðinni. Von er á tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum vegna málsins.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×