Innlent

Þorgerður Katrín heiðrar Norðurlandameistara

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er ráðherra menntamála.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er ráðherra menntamála.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, býður Norðurlandameisturum grunnskóla í skák 200, skáksveit Rimaskóla, til móttökuathafnar í Þjóðmenningarhúsinu á morgun fimmtudag.

Skáksveit Rimaskóla er skipuð fimm krökkum á aldrinum 11 til 16 ára og eru í sveitinni fjórir drengir og ein stúlka. Sveitin vann Norðurlandamótið í Osló sem fram fór á dögunum nokkuð örugglega.

,,Afrek Rimaskólakrakkanna hefur vakið mikla athygli og hafa greinar birst í dagblöðum og skákblöðum allra Norðurlanda um árangur skólans á þessu Norðurlandaskákmóti," eins og segir í tilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×