Innlent

Samfylkingin er múlbundin Sjálfstæðisflokknum

Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra.
Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra.

Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra, segir að Samfylkingin sé múlbundin Sjálfstæðisflokknum. Hann segir í nýlegum pistli á heimasíðu sinni merkilegt að Samfylkingin hafi staðið að frumvarpi til laga um sjúkratryggingar sem varð að lögum í dag. Þingmenn Framsóknarflokksins sátu hjá við afgreiðslu málsins.

Magnús segir að Samfylkingin slái um sig með því að vera flokkur jafnaðarmanna en gegnum tíðina hafi málflutningur jafnaðarmanna verið í allt aðra átt en það sem felst í nýsamþykktu frumvarpi um sjúkratryggingar.

,,Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn múlbundið Samfylkinguna með atbeina formanns Samfylkingarinnar og þingmenn hennar ganga í takt á eftir sjálfstæðismönnum á einkavæðingargöngunni, í einni halarófu eins og leikskólakrakkar í göngutúr," segir Magnús.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×