Innlent

Leitað í fórum 42 hælisleitenda

Hátt í 50 lögreglumenn frá mörgum embættum gerðu í morgun húsleit á sex stöðum í Reykjanesbæ hjá fólki, sem leitað hefur hælis hér á landi sem flóttamenn. Leitað var í fórum fjörutíu og tveggja hælisleitenda og gögn í fórum sumra þeirra gerð upptæk.

Útlendingastofnun, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum og Ríkislögreglustjóri undirbjuggu og hrintu leiltinni í framkvæmdá grundvelli rökstudds gruns um að einhverjir í hópnum væru að villa á sér heimildir og væru hér á fölskum forsendum.

Héraðsdómur Reykjaness féllst á rökin og heimilaði aðgerðina. Einn hælisleitandinn tjáði til dæmis Útlendingastofnun á sínum tíma að hann hefði komið hingað sem laumufarþegi á skipi en fyrir liggur að hann hafi komið með flugi og þá væntanlega þurft að framvísa skilríkjum sem hann segist ekki eiga til. Fleiri viðlíka dæmi verða skoðuð.

Lagt var hald á talsvert af skjölum skilríkjum og munum í þágu rannsóknarinnar og skýrist eftir því sem á daginn líður hver árangurinn verður. Það verður svo í höndum Útelndingastofnunar að fjalla um mál þeirra sem kunna að reynast brotlegir. Eftir því sem fréttastofan veit best eru hælisleitendurnir ekki grunaðir um annars konar brot á íslenskum lögum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×