Innlent

Líðan Össurar enn óbreytt

Líðan Össurar Össurarsonar, sem fannst meðvitundarlaus við Höfatún á laugardagsmorgun, er óbreytt.

Össuri hefur verið haldið sofandi í öndunarvél alla vikuna á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.

Tæplega eitt þúsund manns hafa skráð sig á styrktarsíðu fyrir Össur á Facebook í vikunni.

Lögregla rannsakar enn hvað það var sem kom fyrir Össur en hann var með áverka á höfði þegar hann fannst. Að sögn lögreglu benda áverkarnir allt eins til að um slys hafi verið að ræða. Þó er ekki útilokað að hann hafi orðið fyrir árás.

Engir sjónarvottar hafa gefið sig fram við lögreglu en hún óskar eftir því að allir sem upplýsingar geti gefið um málið hafi samband í síma 4441000

Styrktarsíðan á Facebook er hér






Fleiri fréttir

Sjá meira


×