Innlent

Fundu 160 grömm af kannabisefnum í íbúð á Akureyri

Lögreglan á Akureyri handtók í gærkvöld þrjá karlmenn á þrítugsaldri vegna gruns um fíkniefnamisferli og gerði húsleit í íbúð í bænum í framhaldinu. Þar fundust 160 grömm af kannabisefnum, nokkrar e-töflur og nokkur grömm af amfetamíni. Auk þess voru tæki og tól til fíkniefnaneyslu haldlögð. Mennirnir voru látnir lausir að loknum yfirheyrslum og telst málið upplýst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×