Fleiri fréttir Gæsluvarðhalds krafist yfir þremur af fimm Lögreglan á Selfossi gerði í gærkvöldi kröfu til þess að þrír af þeim fimm, sem handteknir voru í húsi í Þorlákshöfn í fyrrinótt vegna grófrar líkamsárásar, verði úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Þeir voru allir leiddir fyrir dómara í gærkvöldi og verður jafnvel krafist úrskurðar yfir hinum tveimur líka. Dómari tekur væntanlega ákvörðun í dag. 15.9.2008 07:13 FL Group ekki til rannsóknar Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota hjá ríkislögreglustjóra, segir að ekki sé verið að rannsaka FL Group og ekki sé unnt að svara því hvort sú rannsókn standi til. Hann segir að meira þurfi til enn orðróm svo hægt sé að hefja rannsókn. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. 14.9.2008 22:00 Segist bera ábyrgð á stöðu Eimskips Magnús Þorsteinsson, fyrrverandi stjórnarformaður Eimskips, segist bera ábyrgð á núverandi stöðu Eimskips en vísar jafnframt ábyrgðinni til annarra stjórnarmanna. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. 14.9.2008 20:38 Eldur í eldhúsi á Hagamel Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að íbúð við Hagamel í vesturhluta Reykjavíkur fyrr í kvöld. Eldur hafði kveiknað í potti á eldavél sem orsakaði ljósan reyk. 14.9.2008 20:22 Stangveiðar hugsanlega bannaðar í Reykjavíkurhöfn Hafnarstjóri Faxaflóahafna segir að skoðað verði hvort stangveiðar verði bannaðar í Reykjavíkurhöfn. 14.9.2008 18:49 Temmilega bjartsýn Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélag Íslands, kveðst vera temmilega bjartsýn fyrir næsta samningafund í kjaradeilu ljósmæðra sem haldinn verður eftir hádegi á morgun. 14.9.2008 18:45 Vill ekki svara spurningu Guðlaugar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um ummæli formanns Ljósmæðrafélags Íslands í fréttum Stöðvar 2 á föstudag. 14.9.2008 18:40 Ásaka fyrirrennara XL Leisure um bókhaldssvindl KPMG endurskoðunarfyrirtækið í Bretlandi sakar stjórn Exel Airways, sem síðar varð XL Leisure Group, um bókhaldssvindl til að fegra fjárhagsstöðu fyrirtækisins áður en móðurfélag þess - Avion - var skráð í Kauphöll Íslands. Hafi þetta verið gert vísvitandi er það alvarlegt brot á bókhaldslögum og lögum um skráningu félaga í kauphöllum. 14.9.2008 18:37 Rannsókn á rekstri Eimskipafélagsins Hafin er rannsókn á ýmsum þáttum sem tengjast rekstri Eimskipafélags Íslands undanfarin ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu sem var send út rétt í þessu vegna umfjöllunar um fyrirtækið undanfarið. 14.9.2008 17:58 Fimm í haldi vegna árásarinnar á Þorlákshöfn Fimm konur og karlar eru grunaðir um aðild að fólskulegri líkamsárás í heimahúsi í Þorlákshöfn í nótt. Fórnarlambið er piltur um tvítugt og var hann skorinn og stunginn í háls, skorinn á höndum og í andliti og laminn að auki. Litlu mátti muna að árásin yrði hans bani. 14.9.2008 17:09 ,,Árni stendur mjög erfiða vakt" Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir að Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, standi mjög erfiða vakt þessa dagana. Árni sé að halda til ákveðnum reglum en hann hefur fyrir hönd ríkisins stefnt félagi ljósmæðra vegna ólöglegra fjöldauppsagna. 14.9.2008 16:11 Telur frekari málaferli hjá Eimskip líkleg Vilhjálmur Bjarnason, viðskiptafræðingur og formaður Félags fjárfesta, telur frekari málaferli vera yfirvofandi í tengslum við Eimskipafélagið og Baldur Guðnason, fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins. 14.9.2008 14:11 Framsókn kynnir hugmyndir í gjaldmiðlamálum Framsóknarflokkurinn kynnir eftir helgi hugmyndir í gjaldmiðlamálum sem taka mið af núverandi stöðu. Kostir og gallar ólíkra leiða og valkosta eru metnir í skýrslu gjaldmiðlanefndar flokksins sem kynnt verður á opnum fundi á þriðjudaginn. Jóhannes Geir Sigurgeirsson, fyrrverandi Alþingismaður, veitti nefndinni forystu. 14.9.2008 13:24 Sigurjón á ekki sjéns Kristinn H. Gunnarsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins, telur að Sigurjón Þórðarson eigi ekki möguleika á að verða formaður flokksins. 14.9.2008 13:02 Eggvopni beitt í alvarlegri árás á Þorlákshöfn Eggvopni var beitt í líkamsárás í Þorlákshöfn í nótt. Árásin var að sögn lögreglu mjög alvarleg og virðist sem litlu hafi mátt muna að bani hafi hlotist af atlögunni. Hópur fólks er í haldi lögreglunnar á Selfossi í tengslum við málið. 14.9.2008 12:39 Framlengt til að sýna að ekki er búið að ráðstafa starfinu Umsóknarfrestur um starf forstjóra Landsvirkjunar hefur verið framlengdur, meðal annars til að sýna að ekki sé búið að ráðstafa starfinu. 14.9.2008 12:12 Fáir fá nýtt MS-lyf Aðeins tuttugu og fimm af þeim 85 sjúklingum sem læknar hafa metið að þurfi á nýju MS lyfi að halda, hafa fengið lyfið frá áramótum. 14.9.2008 12:08 Náttúruvernd aldrei verið nauðsynlegri Aldrei áður hefur verið eins nauðsynlegt að meta gaumgæfilega allar líklegar afleiðingar framkvæmda í náttúrunni og einmitt nú, að mati Þórunn Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra. 14.9.2008 11:34 Umsóknarfrestur um forstjórastöðu framlengdur Umsóknarfrestur um forstjórastöðu Landsvirkjunar hefur verið framlengdur um tvær vikur eða til 26. september. 14.9.2008 10:13 Róleg nótt hjá lögreglunni víðs vegar um landið Rólegt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og engin alvarleg útköll. Sex voru þó teknir grunaðir um ölvunarakstur. 14.9.2008 10:02 Harður árekstur á Breiðholtsbraut Harður árekstur tveggja bifreiða varð á Breiðholtsbraut laust fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Fjórir voru fluttir á slysadeild. Ekki fengust upplýsingar um um líðan þeirra. 14.9.2008 10:00 Hugmynd Haralds hefur kosti og galla Hugmynd Haralds Johannessen, ríkislögreglustjóra, að færa fjárveitingar til lögreglumála til embættis ríkislögreglustjóra hefur kosti og galla, að mati Snorra Magnússonar formanns Landssambands lögreglumanna. 13.9.2008 21:00 Fyrrverandi forstjóri stefnir Eimskip Baldur Guðnason fyrrverandi forstjóri Eimskipafélagsins hefur stefnt fyrirtækinu fyrir að virða ekki starfslokasamning við hann. Baldur segir Eimskip skulda sér laun í 22 mánuði eða ríflega 140 milljónir. Fyrirtækið stöðvaði allar greiðslur til hans í maí. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. 13.9.2008 20:00 Árni neitar að tjá sig um ljósmæður Fjármálaráðherra vill ekki tjá sig um kjaradeilu ljósmæðra, né álit utanríkisráðherra um að deilan geti stigmagnast vegna ákvörðunar hans að stefna ljósmæðrum fyrir ólögmæta uppsögn. 13.9.2008 19:15 Orkuveitan fer yfir öryggismál Orkuveita Reykjavíkur ætlar að fara yfir öryggismál í spennistöðvum sínum í kjölfar þess að ung stúlka brenndist eftir að hafa stungið reiðhjólastandara inn í spennistöð Hitaveitu Suðurnesja. Ekkert óðelilegt hefur komið í ljós í spenninum, en farið verður yfir málið hjá hitaveitunni svo svona lagað geti ekki endurtekið sig. 13.9.2008 19:05 Hælisleitandi í hungurverkfalli Íranskur hælisleitandi hefur setið í hungurverkfalli fyrir utan lögreglustöðina í Reykjanesbæ í rúman sólarhring og bíður þar eftir áheyrn. Annar hælisleitandi segir að lögregla hafi beitt óþarfa hörku við húsleit á fimmtudag. 13.9.2008 19:01 Kaninn hljóp á sig Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að íslensk stjórnvöld muni grípa til ráðstafana ef ágangur Rússa við Ísland færist í aukana. 13.9.2008 18:31 Vilja banna veiðar við Reykjavíkurhöfn Fólk sem veiðir í soðið við Reykjavíkurhöfn stefnir sjófarendum í hættu og verulegt eignatjón hefur hlotist af veiðiskapnum. Formaður siglingaklúbbsins Brokeyjar ætlar að fara fram á það við hafnarstjóra að slíkar veiðar verði bannaðar. 13.9.2008 18:45 Öklabrotinn gangnamaður sóttur á þyrlu Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrr í dag vegna öklabrotins gangnamanns við Reynistaði í Skagafirði. 13.9.2008 16:56 Of lítið eftirlit með ólöglegum innflytjendum Aðgerðir lögregluyfirvalda í fyrradag þar sem leitað var í fórum 42 hælisleitenda sýnir að eftirlit með ólöglegum innflytjendum er allt of lítið, að mati Jóns Magnússonar þingmanns Frjálslynda flokksins. 13.9.2008 16:00 Magnús: Ingibjörg er slappur leiðtogi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, er slappur leiðtogi, að mati Magnúsar Stefánssonar þingmanns Framsóknarflokksins. 13.9.2008 15:18 Sama þótt sér sé líkt við fjöldamorðingja Guðlaugur Þór Þórðarsson, heilbrigðisráðherra, kippir sig ekki upp við að vera líkt við fjöldamorðingja. 13.9.2008 14:30 Ráðherra ósammála Ríkislögreglustjóra Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, deilir ekki þeirri skoðun með Haraldi Johannessen, ríkislögreglustjóra, að færa eigi fjárveitingar til lögreglumála til embættis Ríkislögreglustjóra. 13.9.2008 13:11 Menningarmiðstöð í Grafarvogi Síðar í dag verður undirritað samkomulag um rekstur Þjónustu- og menningarmiðstöðvar í Spönginni í Grafarvogi 13.9.2008 13:26 Lögreglan stöðvar kannabisræktun í Hafnarfirði Fíkniefni fundust við húsleitir á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu á fimmtudagskvöld. Í íbúð í Hafnarfirði stöðvaði lögreglan kannabisræktun og lagði hald á tíu kannabisplöntur. Karlmaður um þrítugt var handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. 13.9.2008 12:50 Launamunur ekki leystur með kjarasamningum Utanríkisráðherra segir launamun kynjanna algjörlega óviðunandi og að greinilega þýði ekki að taka á þeim í gegnum kjarassamninga. Ingibjörg Sólrún bindur vonir við að nefndir sem skipaðar voru skili hugmyndum sem leiði til breytinga. 13.9.2008 12:17 Geir: Stjórnarandstaðan hefur ekkert til málanna að leggja Stjórnarandstaðan sýndi á yfirstandandi septemberþingi að hún hefur ekkert til málanna að leggja í efnahagsmálum, að mati Geirs H. Haarde forsætisráðherra. Sókn stjórnarandstöðunnar hafi leysts upp í innri átök og endað með glæsilegu sjálfsmarki. 13.9.2008 11:59 Skemmdarvargur á Akureyri Karlmaður er í haldi lögreglunnar á Akureyri fyrir skemmdarverk sem hann vann á tveimur bílum í bænum í nótt. Ekki er vitað hvað manninum gekk til með verknaðinum. Þá tók lögreglan ökumann grunaðan um akstur undir áhrifum fíkniefna og tveir menn voru handteknir á veitingastað í bænum með fíkniefni í fórum sínum. 13.9.2008 10:18 Mikið álag á fæðingardeildinni í nótt Mikið álag var á fæðingardeild Landsspítalans í nótt og í morgun og þegar fréttastofa hafði samband við deildina skömmu fyrir fréttir gátu ljósmæður ekki talað við fréttamann sökum anna. 13.9.2008 09:58 Reyndu að frelsa félagann úr haldi lögreglu Þónokkuð var að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Til átaka kom í Breiðholti þegar lögreglumenn hugðust handtaka mann. Félagar mannsins ákváðu að reyna að koma honum til bjargar og frelsa hann úr haldi lögreglu. 13.9.2008 09:40 Íslenski sprengjulistamaðurinn laus allra mála í Kanada Kanadískur dómstóll felldi í dag dóm í máli listnemans Þórarins Inga Jónssonar en mál hans komst í hámæli í nóvember á síðasta ári þegar hann kom fyrir eftirlíkingu af sprengju á listasafni í Toronto. Athæfið olli því að rýma þurfti safnið og fjáröflunarsamkomu sem halda átti á staðnum var aflýst. 12.9.2008 21:49 Íslenski sprengjulistamaðurinn laus allra mála í Kanada Kanadískur dómstóll felldi í dag dóm í máli listnemans Þórarins Inga Jónssonar en mál hans komst í hámæli í nóvember á síðasta ári þegar hann kom fyrir eftirlíkingu af sprengju á listasafni í Toronto. Athæfið olli því að rýma þurfti safnið og fjáröflunarsamkomu sem halda átti á staðnum var aflýst. 12.9.2008 22:15 Stúlkan í Reykjanesbæ ekki alvarlega slösuð Stúlkan sem brenndist þegar hún stakk málmhlut inn í loftræstingu á spennustöð í Reykjanesbæ í kvöld er ekki alvarlega slösuð, að sögn lögreglu. Hún mun þó hafa hlotið brunasár í andliti þegar neistar skutust í hana. Hún var flutt á sjúkrahús í Reykjavík þar sem hún verður undir eftirliti. 12.9.2008 23:40 Ung stúlka fékk raflost í Reykjanesbæ Stúlka slasaðist í Reykjanesbæ um klukkan sex í kvöld þegar hún fékk raflost. Að sögn lögreglu virðist svo vera sem stúlkan hafi stungið einhverskonar málmhlut inn um loftræstingu á spennustöðinni svo af hlaust raflost. Hún var flutt á sjúkrahús í Reykjavík og á vef Víkurfrétta segir að stúlkan hafi hlotið brunasár, meðal annars í andliti. 12.9.2008 19:51 Hellt upp á Árna til að mýkj'ann fyrir ljósmæður Hrunamenn freistuðu þess að hella upp á Árna Mathiesen fjármálaráðherra í réttunum í dag til að mýkja hann svo hann gæti samið við ljósmæður. 12.9.2008 18:58 Sjá næstu 50 fréttir
Gæsluvarðhalds krafist yfir þremur af fimm Lögreglan á Selfossi gerði í gærkvöldi kröfu til þess að þrír af þeim fimm, sem handteknir voru í húsi í Þorlákshöfn í fyrrinótt vegna grófrar líkamsárásar, verði úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Þeir voru allir leiddir fyrir dómara í gærkvöldi og verður jafnvel krafist úrskurðar yfir hinum tveimur líka. Dómari tekur væntanlega ákvörðun í dag. 15.9.2008 07:13
FL Group ekki til rannsóknar Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota hjá ríkislögreglustjóra, segir að ekki sé verið að rannsaka FL Group og ekki sé unnt að svara því hvort sú rannsókn standi til. Hann segir að meira þurfi til enn orðróm svo hægt sé að hefja rannsókn. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. 14.9.2008 22:00
Segist bera ábyrgð á stöðu Eimskips Magnús Þorsteinsson, fyrrverandi stjórnarformaður Eimskips, segist bera ábyrgð á núverandi stöðu Eimskips en vísar jafnframt ábyrgðinni til annarra stjórnarmanna. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. 14.9.2008 20:38
Eldur í eldhúsi á Hagamel Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að íbúð við Hagamel í vesturhluta Reykjavíkur fyrr í kvöld. Eldur hafði kveiknað í potti á eldavél sem orsakaði ljósan reyk. 14.9.2008 20:22
Stangveiðar hugsanlega bannaðar í Reykjavíkurhöfn Hafnarstjóri Faxaflóahafna segir að skoðað verði hvort stangveiðar verði bannaðar í Reykjavíkurhöfn. 14.9.2008 18:49
Temmilega bjartsýn Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélag Íslands, kveðst vera temmilega bjartsýn fyrir næsta samningafund í kjaradeilu ljósmæðra sem haldinn verður eftir hádegi á morgun. 14.9.2008 18:45
Vill ekki svara spurningu Guðlaugar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um ummæli formanns Ljósmæðrafélags Íslands í fréttum Stöðvar 2 á föstudag. 14.9.2008 18:40
Ásaka fyrirrennara XL Leisure um bókhaldssvindl KPMG endurskoðunarfyrirtækið í Bretlandi sakar stjórn Exel Airways, sem síðar varð XL Leisure Group, um bókhaldssvindl til að fegra fjárhagsstöðu fyrirtækisins áður en móðurfélag þess - Avion - var skráð í Kauphöll Íslands. Hafi þetta verið gert vísvitandi er það alvarlegt brot á bókhaldslögum og lögum um skráningu félaga í kauphöllum. 14.9.2008 18:37
Rannsókn á rekstri Eimskipafélagsins Hafin er rannsókn á ýmsum þáttum sem tengjast rekstri Eimskipafélags Íslands undanfarin ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu sem var send út rétt í þessu vegna umfjöllunar um fyrirtækið undanfarið. 14.9.2008 17:58
Fimm í haldi vegna árásarinnar á Þorlákshöfn Fimm konur og karlar eru grunaðir um aðild að fólskulegri líkamsárás í heimahúsi í Þorlákshöfn í nótt. Fórnarlambið er piltur um tvítugt og var hann skorinn og stunginn í háls, skorinn á höndum og í andliti og laminn að auki. Litlu mátti muna að árásin yrði hans bani. 14.9.2008 17:09
,,Árni stendur mjög erfiða vakt" Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir að Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, standi mjög erfiða vakt þessa dagana. Árni sé að halda til ákveðnum reglum en hann hefur fyrir hönd ríkisins stefnt félagi ljósmæðra vegna ólöglegra fjöldauppsagna. 14.9.2008 16:11
Telur frekari málaferli hjá Eimskip líkleg Vilhjálmur Bjarnason, viðskiptafræðingur og formaður Félags fjárfesta, telur frekari málaferli vera yfirvofandi í tengslum við Eimskipafélagið og Baldur Guðnason, fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins. 14.9.2008 14:11
Framsókn kynnir hugmyndir í gjaldmiðlamálum Framsóknarflokkurinn kynnir eftir helgi hugmyndir í gjaldmiðlamálum sem taka mið af núverandi stöðu. Kostir og gallar ólíkra leiða og valkosta eru metnir í skýrslu gjaldmiðlanefndar flokksins sem kynnt verður á opnum fundi á þriðjudaginn. Jóhannes Geir Sigurgeirsson, fyrrverandi Alþingismaður, veitti nefndinni forystu. 14.9.2008 13:24
Sigurjón á ekki sjéns Kristinn H. Gunnarsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins, telur að Sigurjón Þórðarson eigi ekki möguleika á að verða formaður flokksins. 14.9.2008 13:02
Eggvopni beitt í alvarlegri árás á Þorlákshöfn Eggvopni var beitt í líkamsárás í Þorlákshöfn í nótt. Árásin var að sögn lögreglu mjög alvarleg og virðist sem litlu hafi mátt muna að bani hafi hlotist af atlögunni. Hópur fólks er í haldi lögreglunnar á Selfossi í tengslum við málið. 14.9.2008 12:39
Framlengt til að sýna að ekki er búið að ráðstafa starfinu Umsóknarfrestur um starf forstjóra Landsvirkjunar hefur verið framlengdur, meðal annars til að sýna að ekki sé búið að ráðstafa starfinu. 14.9.2008 12:12
Fáir fá nýtt MS-lyf Aðeins tuttugu og fimm af þeim 85 sjúklingum sem læknar hafa metið að þurfi á nýju MS lyfi að halda, hafa fengið lyfið frá áramótum. 14.9.2008 12:08
Náttúruvernd aldrei verið nauðsynlegri Aldrei áður hefur verið eins nauðsynlegt að meta gaumgæfilega allar líklegar afleiðingar framkvæmda í náttúrunni og einmitt nú, að mati Þórunn Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra. 14.9.2008 11:34
Umsóknarfrestur um forstjórastöðu framlengdur Umsóknarfrestur um forstjórastöðu Landsvirkjunar hefur verið framlengdur um tvær vikur eða til 26. september. 14.9.2008 10:13
Róleg nótt hjá lögreglunni víðs vegar um landið Rólegt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og engin alvarleg útköll. Sex voru þó teknir grunaðir um ölvunarakstur. 14.9.2008 10:02
Harður árekstur á Breiðholtsbraut Harður árekstur tveggja bifreiða varð á Breiðholtsbraut laust fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Fjórir voru fluttir á slysadeild. Ekki fengust upplýsingar um um líðan þeirra. 14.9.2008 10:00
Hugmynd Haralds hefur kosti og galla Hugmynd Haralds Johannessen, ríkislögreglustjóra, að færa fjárveitingar til lögreglumála til embættis ríkislögreglustjóra hefur kosti og galla, að mati Snorra Magnússonar formanns Landssambands lögreglumanna. 13.9.2008 21:00
Fyrrverandi forstjóri stefnir Eimskip Baldur Guðnason fyrrverandi forstjóri Eimskipafélagsins hefur stefnt fyrirtækinu fyrir að virða ekki starfslokasamning við hann. Baldur segir Eimskip skulda sér laun í 22 mánuði eða ríflega 140 milljónir. Fyrirtækið stöðvaði allar greiðslur til hans í maí. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. 13.9.2008 20:00
Árni neitar að tjá sig um ljósmæður Fjármálaráðherra vill ekki tjá sig um kjaradeilu ljósmæðra, né álit utanríkisráðherra um að deilan geti stigmagnast vegna ákvörðunar hans að stefna ljósmæðrum fyrir ólögmæta uppsögn. 13.9.2008 19:15
Orkuveitan fer yfir öryggismál Orkuveita Reykjavíkur ætlar að fara yfir öryggismál í spennistöðvum sínum í kjölfar þess að ung stúlka brenndist eftir að hafa stungið reiðhjólastandara inn í spennistöð Hitaveitu Suðurnesja. Ekkert óðelilegt hefur komið í ljós í spenninum, en farið verður yfir málið hjá hitaveitunni svo svona lagað geti ekki endurtekið sig. 13.9.2008 19:05
Hælisleitandi í hungurverkfalli Íranskur hælisleitandi hefur setið í hungurverkfalli fyrir utan lögreglustöðina í Reykjanesbæ í rúman sólarhring og bíður þar eftir áheyrn. Annar hælisleitandi segir að lögregla hafi beitt óþarfa hörku við húsleit á fimmtudag. 13.9.2008 19:01
Kaninn hljóp á sig Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að íslensk stjórnvöld muni grípa til ráðstafana ef ágangur Rússa við Ísland færist í aukana. 13.9.2008 18:31
Vilja banna veiðar við Reykjavíkurhöfn Fólk sem veiðir í soðið við Reykjavíkurhöfn stefnir sjófarendum í hættu og verulegt eignatjón hefur hlotist af veiðiskapnum. Formaður siglingaklúbbsins Brokeyjar ætlar að fara fram á það við hafnarstjóra að slíkar veiðar verði bannaðar. 13.9.2008 18:45
Öklabrotinn gangnamaður sóttur á þyrlu Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrr í dag vegna öklabrotins gangnamanns við Reynistaði í Skagafirði. 13.9.2008 16:56
Of lítið eftirlit með ólöglegum innflytjendum Aðgerðir lögregluyfirvalda í fyrradag þar sem leitað var í fórum 42 hælisleitenda sýnir að eftirlit með ólöglegum innflytjendum er allt of lítið, að mati Jóns Magnússonar þingmanns Frjálslynda flokksins. 13.9.2008 16:00
Magnús: Ingibjörg er slappur leiðtogi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, er slappur leiðtogi, að mati Magnúsar Stefánssonar þingmanns Framsóknarflokksins. 13.9.2008 15:18
Sama þótt sér sé líkt við fjöldamorðingja Guðlaugur Þór Þórðarsson, heilbrigðisráðherra, kippir sig ekki upp við að vera líkt við fjöldamorðingja. 13.9.2008 14:30
Ráðherra ósammála Ríkislögreglustjóra Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, deilir ekki þeirri skoðun með Haraldi Johannessen, ríkislögreglustjóra, að færa eigi fjárveitingar til lögreglumála til embættis Ríkislögreglustjóra. 13.9.2008 13:11
Menningarmiðstöð í Grafarvogi Síðar í dag verður undirritað samkomulag um rekstur Þjónustu- og menningarmiðstöðvar í Spönginni í Grafarvogi 13.9.2008 13:26
Lögreglan stöðvar kannabisræktun í Hafnarfirði Fíkniefni fundust við húsleitir á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu á fimmtudagskvöld. Í íbúð í Hafnarfirði stöðvaði lögreglan kannabisræktun og lagði hald á tíu kannabisplöntur. Karlmaður um þrítugt var handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. 13.9.2008 12:50
Launamunur ekki leystur með kjarasamningum Utanríkisráðherra segir launamun kynjanna algjörlega óviðunandi og að greinilega þýði ekki að taka á þeim í gegnum kjarassamninga. Ingibjörg Sólrún bindur vonir við að nefndir sem skipaðar voru skili hugmyndum sem leiði til breytinga. 13.9.2008 12:17
Geir: Stjórnarandstaðan hefur ekkert til málanna að leggja Stjórnarandstaðan sýndi á yfirstandandi septemberþingi að hún hefur ekkert til málanna að leggja í efnahagsmálum, að mati Geirs H. Haarde forsætisráðherra. Sókn stjórnarandstöðunnar hafi leysts upp í innri átök og endað með glæsilegu sjálfsmarki. 13.9.2008 11:59
Skemmdarvargur á Akureyri Karlmaður er í haldi lögreglunnar á Akureyri fyrir skemmdarverk sem hann vann á tveimur bílum í bænum í nótt. Ekki er vitað hvað manninum gekk til með verknaðinum. Þá tók lögreglan ökumann grunaðan um akstur undir áhrifum fíkniefna og tveir menn voru handteknir á veitingastað í bænum með fíkniefni í fórum sínum. 13.9.2008 10:18
Mikið álag á fæðingardeildinni í nótt Mikið álag var á fæðingardeild Landsspítalans í nótt og í morgun og þegar fréttastofa hafði samband við deildina skömmu fyrir fréttir gátu ljósmæður ekki talað við fréttamann sökum anna. 13.9.2008 09:58
Reyndu að frelsa félagann úr haldi lögreglu Þónokkuð var að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Til átaka kom í Breiðholti þegar lögreglumenn hugðust handtaka mann. Félagar mannsins ákváðu að reyna að koma honum til bjargar og frelsa hann úr haldi lögreglu. 13.9.2008 09:40
Íslenski sprengjulistamaðurinn laus allra mála í Kanada Kanadískur dómstóll felldi í dag dóm í máli listnemans Þórarins Inga Jónssonar en mál hans komst í hámæli í nóvember á síðasta ári þegar hann kom fyrir eftirlíkingu af sprengju á listasafni í Toronto. Athæfið olli því að rýma þurfti safnið og fjáröflunarsamkomu sem halda átti á staðnum var aflýst. 12.9.2008 21:49
Íslenski sprengjulistamaðurinn laus allra mála í Kanada Kanadískur dómstóll felldi í dag dóm í máli listnemans Þórarins Inga Jónssonar en mál hans komst í hámæli í nóvember á síðasta ári þegar hann kom fyrir eftirlíkingu af sprengju á listasafni í Toronto. Athæfið olli því að rýma þurfti safnið og fjáröflunarsamkomu sem halda átti á staðnum var aflýst. 12.9.2008 22:15
Stúlkan í Reykjanesbæ ekki alvarlega slösuð Stúlkan sem brenndist þegar hún stakk málmhlut inn í loftræstingu á spennustöð í Reykjanesbæ í kvöld er ekki alvarlega slösuð, að sögn lögreglu. Hún mun þó hafa hlotið brunasár í andliti þegar neistar skutust í hana. Hún var flutt á sjúkrahús í Reykjavík þar sem hún verður undir eftirliti. 12.9.2008 23:40
Ung stúlka fékk raflost í Reykjanesbæ Stúlka slasaðist í Reykjanesbæ um klukkan sex í kvöld þegar hún fékk raflost. Að sögn lögreglu virðist svo vera sem stúlkan hafi stungið einhverskonar málmhlut inn um loftræstingu á spennustöðinni svo af hlaust raflost. Hún var flutt á sjúkrahús í Reykjavík og á vef Víkurfrétta segir að stúlkan hafi hlotið brunasár, meðal annars í andliti. 12.9.2008 19:51
Hellt upp á Árna til að mýkj'ann fyrir ljósmæður Hrunamenn freistuðu þess að hella upp á Árna Mathiesen fjármálaráðherra í réttunum í dag til að mýkja hann svo hann gæti samið við ljósmæður. 12.9.2008 18:58