Innlent

Rannsókn á rekstri Eimskipafélagsins

Hafin er rannsókn á ýmsum þáttum sem tengjast rekstri Eimskipafélags Íslands undanfarin ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu sem var send út rétt í þessu vegna umfjöllunar um fyrirtækið undanfarið.

Baldur Guðnason, fyrrverandi forstjóri Eimskips, hefur stefnt fyrirtækinu fyrir að virða ekki starfslokasamning við hann. Eimskip stöðvaði allar greiðslur til Baldurs í maí skömmu eftir að hann lét af störfum.

Vilhjálmur Bjarnason, viðskiptafræðingur og formaður Félags fjárfesta, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag telja frekari málaferli vera yfirvofandi í tengslum við Eimskipafélagið og Baldur.

Yfirlýsing Eimskipafélags Íslands í heild sinni:

Vegna umfjöllunar um málefni Hf. Eimskipafélags Íslands að undanförnu vill stjórn félagsins koma eftirfarandi á framfæri.

Nú þegar er á vegum stjórnar rannsókn á tiltekum atriðum sem tengjast rekstri félagsins frá fyrri tíð. Fyrr en niðurstaða liggur fyrir mun félagið ekki fjalla um þau atriði með opinberum hætti.

Það er rétt sem fram hefur komið að fyrrverandi forstjóri hefur höfðað mál á hendur félaginu vegna krafna hans um starfslokagreiðslur. Félagið stöðvaði allar greiðslur til fyrrum forstjóra í maí sl. Á meðan málefnið er til umfjöllunar hjá dómstólum mun félagið ekki tjá sig um það.

Reykjavík, 14. september 2008






Tengdar fréttir

Telur frekari málaferli hjá Eimskip líkleg

Vilhjálmur Bjarnason, viðskiptafræðingur og formaður Félags fjárfesta, telur frekari málaferli vera yfirvofandi í tengslum við Eimskipafélagið og Baldur Guðnason, fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins.

Fyrrverandi forstjóri stefnir Eimskip

Baldur Guðnason fyrrverandi forstjóri Eimskipafélagsins hefur stefnt fyrirtækinu fyrir að virða ekki starfslokasamning við hann. Baldur segir Eimskip skulda sér laun í 22 mánuði eða ríflega 140 milljónir. Fyrirtækið stöðvaði allar greiðslur til hans í maí. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×