Innlent

Framlengt til að sýna að ekki er búið að ráðstafa starfinu

Umsóknarfrestur um starf forstjóra Landsvirkjunar hefur verið framlengdur, meðal annars til að sýna að ekki sé búið að ráðstafa starfinu.

Umsóknarfresturinn átti að renna út 12. þessa mánaðar, en í blöðum í dag er starfið auglýst aftur og þess getið að umsókanrfrestur hafi verið framlengdur og sé nú til 26. september.

Ingimundur Sigurpálsson stjórnarformaður Landsvirkjunar sagði í samtali við Stöð 2 í morgun að tvær ástæður væru fyrir því að fresturinn var framlengdur. Annars vegar að fyrri fresturinn hafi verið talinn of stuttur og hin væri sú að með þessu ætti að undirstrika að ekki væri þegar búið að ráðstafa starfinu, eins og ýmsir álitu, og að auglýsingin væri einungis til málamynda.

Friðrik Sophusson varð forstjóri Landsvirkjunar í ársbyrjun 1999 og var hann ráðinn án auglýsingar. Nöfn ýmissa einstaklinga hafa verið nefnd í tengslum við forstjórastól Landsvirkjunar, í umræðunni hefur nafn Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra oftast verið nefnt.






















Tengdar fréttir

Stjórn Landsvirkjunar einhuga um nafnleynd

Stjórn Landsvirkjunar telur að það kunni að draga úr umsóknum hæfra einstaklinga verði opinberað hverjir sækja um forstjórastöðu fyrirtækisins, að sögn Ingimundar Sigurpálssonar stjórnarformanns Landsvirkjunar. ,,Ég heyrði engar mótbárur við því að þessi leið væri farin í stjórninni. Þetta er mjög almennt viðhorf."

Opinber fyrirtæki bjóða umsækjendum um forstjórastöður nafnleynd

Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur heita þeim trúnaði sem sækja um forstjórastöður fyrirtækjanna. Upplýsingalög kveða skýrt á um að skylt er að veita upplýsingar um nöfn, heimilisföng og starfsheiti umsækjenda þegar umsóknarfrestur er liðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×