Innlent

Harður árekstur á Breiðholtsbraut

Harður árekstur tveggja bifreiða varð á Breiðholtsbraut laust fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Fjórir voru fluttir á slysadeild. Ekki fengust upplýsingar um um líðan þeirra.

Báðir bílarnir reyndust óökufærir og voru fluttir á brott með dráttarbifreið. Rannsóknarnefnd umferðarslysa var kölluð út og fer með rannsókn slyssins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×