Innlent

Vilja banna veiðar við Reykjavíkurhöfn

Fólk sem veiðir í soðið við Reykjavíkurhöfn stefnir sjófarendum í hættu og verulegt eignatjón hefur hlotist af veiðiskapnum. Formaður siglingaklúbbsins Brokeyjar ætlar að fara fram á það við hafnarstjóra að slíkar veiðar verði bannaðar.

Það virðist færast í vöxt að menn veiði á stöng í Reykjavíkurhöfn og eru þar útlendingar á ferð í flestum eða öllum tilfellum. Þessir menn voru við veiðar í hafnarmynninu í dag. Litlum sögum fór af aflabrögðum, en að sögn eins þeirra kemur fyrir að vel veiðist, einkum á flóði.

Formaður siglingaklúbbsins Brokeyjar, sem er með aðstöðu við Ingólfsgarð, segir menn hingað til hafa haft gaman af þessum veiðum, en eftir að bátar hafi fengið veiðigirni í skrúfna hafi gamanið kárnað.

Kristján segir mjög erfitt að varast þetta. Skútunum er siglt á mótor inn og út úr höfn og ef gírinn bilar sé hætta á að siglt verði á bryggju eða aðrar skútur með tilheyrandi tjóni og hættu. Á heimasíðu klúbbsins er giskað á að tjón á einni skútunni eftir að hafa fengið girni í skrúfuna nálgist eina milljón króna.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×