Innlent

Hugmynd Haralds hefur kosti og galla

Snorri Magnússon er formaður Landssambands lögreglumanna.
Snorri Magnússon er formaður Landssambands lögreglumanna.

Hugmynd Haralds Johannessen, ríkislögreglustjóra, að færa fjárveitingar til lögreglumála til embættis ríkislögreglustjóra hefur kosti og galla, að mati Snorra Magnússonar formanns Landssambands lögreglumanna.

Í ársskýrslu ríkislögreglustjóra fyrir síðasta ár kemur fram að Haraldur er þeirra skoðunar að færa eigi fjárveitingarnar til ríkislögreglustjóra. Bæði Jóhann R. Benediktsson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, og Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, hafa í samtölum við Vísi lýst sig andsnúna hugmyndinni.

,,Hugmynd Haralds snýr að meiri miðstýringu. Við hjá Landssambandinu höfum ekki enn myndað okkar skoðun á málinu en við munum þó gera það," segir Snorri og bætir við að hugmyndin hafi kosti og galla en snúist að miklu leyti um útfærslu. Hann vildi lítið tjá sig um málið fyrr en Landssambandið hefði tekið það fyrir.




Tengdar fréttir

Vill stýra fjárveitingum til lögreglustjóra

Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri vill fækka lögreglustjóraembættum enn frekar og færa fjárveitingar til lögreglumála til Ríkislögreglustjóra. Þetta kemur fram í nýbirtri ársskýrslu Ríkislögreglustjóra fyrir síðasta ár.

Ráðherra ósammála Ríkislögreglustjóra

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, deilir ekki þeirri skoðun með Haraldi Johannessen, ríkislögreglustjóra, að færa eigi fjárveitingar til lögreglumála til embættis Ríkislögreglustjóra.

Jóhann og Harald greinir á um framtíðarsýn lögreglumála

Jóhann R. Benediktsson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segist ekki geta tekið undir margt af því sem Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri viðrar í formála nýrbirtrar árskýrslu embættisins fyrir síðasta ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×