Innlent

Launamunur ekki leystur með kjarasamningum

Utanríkisráðherra segir launamun kynjanna algjörlega óviðunandi og að greinilega þýði ekki að taka á þeim í gegnum kjarassamninga. Ingibjörg Sólrún bindur vonir við að nefndir sem skipaðar voru skili hugmyndum sem leiði til breytinga.

Launakönnun SFR sýnir að launamunur milli kynjanna er viðvarandi og vaxandi vandamál hjá ríkinu og er málið litið mjög alvarlegum augum af trúnaðarmannaráði SFR. Samkvæmt könnun félagsins eru heildarlaun kvenna 27% lægri en karla, en munurinn lækkar í liðlega 17% þegar tekið hefur verið tillit til allra þátta sem skýrt geta muninn.

Ingibjörg Sólrún segir einar þrjár nefndir vinna að lausn málsins og þær eigi að skila niðurstöðum í nóvember.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×