Innlent

Fyrrverandi forstjóri stefnir Eimskip

Baldur Guðnason lét af störfum sem forstjóri Eimskipafélagins 21. febrúar fyrr á þessu ári.
Baldur Guðnason lét af störfum sem forstjóri Eimskipafélagins 21. febrúar fyrr á þessu ári.

Baldur Guðnason fyrrverandi forstjóri Eimskipafélagsins hefur stefnt fyrirtækinu fyrir að virða ekki starfslokasamning við hann.

Baldur segir Eimskip skulda sér laun í 22 mánuði eða ríflega 140 milljónir. Fyrirtækið stöðvaði allar greiðslur til hans í maí. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins.

Samkvæmt ráðningarsamning átti Baldur rétt á launagreiðslum í 24 mánuði frá því hann lét af störfum og voru laun hans 50.000 evrur á mánuði.

,,Ég tel að þeir hluthafar sem ég hef starfað fyrir síðan ég hóf störf fyrir Eimskip hafi borið skertan hlut eftir kaup Avion á Eimskip. Stjórnendur eimskip hafa ekki fengið umbun í samræmi við þann virðisauka sem orðið hefur í félaginu þar sem hann hefur farið í að hylma yfir virðisrýrnun í flugrekstrinum. Mikilvægt er að gera þetta mál upp og tryggja hagsmuni Eimskipafélagsins. Þeir aðilar sem komu með flugreksturinn á sínum tíma þurfa að axla þá ábyrgð og leysa Eimskipafélag Íslands undan þeim bagga," sagði Baldur í bréfi þegar hann óskaði eftir að láta af störfum hjá fyrirtækinu í nóvember í fyrra. Baldur lét af störfum í febrúar fyrr á þessu ári.

Frétt Ríkissjónvarpsins má sjá hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×