Innlent

Stangveiðar hugsanlega bannaðar í Reykjavíkurhöfn

Hafnarstjóri Faxaflóahafna segir að skoðað verði hvort stangveiðar verði bannaðar í Reykjavíkurhöfn.

Stangveiðar eru stundaðar af miklu kappi í Reykjavíkurhöfn, ekki síst í hafnarmynninu. Eins og við greindum frá í fréttum okkar í gær telja skútusjómenn og aðrir sig í hættu vegna veiðanna, til dæmis ef veiðigirni festist í skrúfu bátanna, en dæmi er um að tjón á einni skútunni vegna þessa sé hátt í ein milljón króna.

Formaður siglingaklúbbsins Brokeyjar sagði í fréttinni að hingað til hafi menn haft gaman af veiðimennskunni, en þegar menn áttuðu sig á hættunni sem fylgt getur þessari veiðimennsku, hafi verið ljóst að gera þyrfti ráðstafanir og sagðist hann ætla að taka málið upp við hafnaryfirvöld.

Gísli Gíslason hafnarstjóri sagði í samtali við Stöð 2 í dag að hann hefði ekki fengið erindi þessa efnis, en málið yrði skoðað þegar erindið kæmi til Faxaflóahafna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×