Innlent

Umsóknarfrestur um forstjórastöðu framlengdur

Friðrik Sophusson, fráfarandi forstjóri Landsvirkjunar.
Friðrik Sophusson, fráfarandi forstjóri Landsvirkjunar.

Umsóknarfrestur um forstjórastöðu Landsvirkjunar hefur verið framlengdur um tvær vikur eða til 26. september.

Staðan var auglýst til umsóknar í byrjun september en Friðrik Sophusson hefur ákveðið að láta af störfum sem forstjóri fyrirtækisins.

Fram kom í auglýsingu að farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Ingimundur Sigurpálsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar, sagði í samtali við Vísi í byrjun mánaðarins að stjórn fyrirtæksins telji að það kunni að draga úr umsóknum hæfra einstaklinga verði opinberað hverjir sækja um stöðuna.

Friðrik var ráðinn án auglýsingar en hann tók við sem forstjóri 1. janúar 1999.




Tengdar fréttir

Stjórn Landsvirkjunar einhuga um nafnleynd

Stjórn Landsvirkjunar telur að það kunni að draga úr umsóknum hæfra einstaklinga verði opinberað hverjir sækja um forstjórastöðu fyrirtækisins, að sögn Ingimundar Sigurpálssonar stjórnarformanns Landsvirkjunar. ,,Ég heyrði engar mótbárur við því að þessi leið væri farin í stjórninni. Þetta er mjög almennt viðhorf."

Opinber fyrirtæki bjóða umsækjendum um forstjórastöður nafnleynd

Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur heita þeim trúnaði sem sækja um forstjórastöður fyrirtækjanna. Upplýsingalög kveða skýrt á um að skylt er að veita upplýsingar um nöfn, heimilisföng og starfsheiti umsækjenda þegar umsóknarfrestur er liðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×