Innlent

Hellt upp á Árna til að mýkj'ann fyrir ljósmæður

Hrunamenn freistuðu þess að hella upp á Árna Mathiesen fjármálaráðherra í réttunum í dag til að mýkja hann svo hann gæti samið við ljósmæður.

Allir sem vettlingi geta valdið í sveitinni eru mættir í réttirnar í Hrunamannaahreppi. 36 smalamenn og þrír trússarar komu til byggða í gær eftir vikulangar göngur en þeir þurftu að fara upp undir Hofsjökul eftir kindum. Fjallkóngurinn, Steinar Halldórsson, segir féð yfir meðallagi eftir dvölina í sumarhögunum, mörg mjög væn lömb en önnur rýrari. Safn Hrunamanna taldi um 14 þúsund fjár þegar mest var á síðustu öld en í dag eru hér um 3.800 kindur sem dregnar eru í dilka. Í fyrsta sinn í mörg ár fjölga fé milli ára þegar bændur eru að taka aftur fé eftir niðurskurð vegna riðu. Í sveitinni eru réttirnar ein stærsta hátíð ársins þar sem maður er manns gaman. Og margir voru til að bjóða upp á sjúss, ekki síst stjórnmálamönnum eins og Guðna Ágústssyni og Árna M. Mathiesen, sem voru meðal gesta í Hrunaréttum.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×