Innlent

Ráðherra ósammála Ríkislögreglustjóra

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra.
Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra.

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, deilir ekki þeirri skoðun með Haraldi Johannessen, ríkislögreglustjóra, að færa eigi fjárveitingar til lögreglumála til embættis ríkislögreglustjóra.

,,Ég er ekki þeirrar skoðunar að fjárveitingar til lögreglumála renni í gegnum embætti ríkislögreglustjóra," segir Björn.

Í nýbirtri ársskýrslu ríkislögreglustjóra fyrir síðasta ár kemur fram að Haraldur er þeirra skoðunar að færa eigi fjárveitingarnar til ríkislögreglustjóra. Hann segir einnig í skýrslunni að fækka eigi lögreglustjóraembættum enn frekar, en þeim var síðast fækkað fyrir ári.

Björn segist hafa kynnt hugmyndir um að landinu verði skipt í sex lögregluumdæmi. Að hans sögn eru þær hugmyndir nú til umræðu meðal lögreglumanna, lögreglustjóra og sýslumanna.








Tengdar fréttir

Vill stýra fjárveitingum til lögreglustjóra

Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri vill fækka lögreglustjóraembættum enn frekar og færa fjárveitingar til lögreglumála til Ríkislögreglustjóra. Þetta kemur fram í nýbirtri ársskýrslu Ríkislögreglustjóra fyrir síðasta ár.

Jóhann og Harald greinir á um framtíðarsýn lögreglumála

Jóhann R. Benediktsson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segist ekki geta tekið undir margt af því sem Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri viðrar í formála nýrbirtrar árskýrslu embættisins fyrir síðasta ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×