Innlent

Geir: Stjórnarandstaðan hefur ekkert til málanna að leggja

Stjórnarandstaðan sýndi á yfirstandandi septemberþingi að hún hefur ekkert til málanna að leggja í efnahagsmálum, að mati Geirs H. Haarde forsætisráðherra. Sókn stjórnarandstöðunnar hafi leysts upp í innri átök og endað með glæsilegu sjálfsmarki. Heimir Már Pétursson var að koma af fundi forsætisráðherra með Sjálfstæðismönnum í Valhöll.

Fjölmennt var á fundi Geirs H. Haarde forsætisráðherrra og formanns Sjálfstæðisflokksins með flokksmönnum í Valhöll í morgun. Geir sagði að margir hafi spáð því að hart yrði sótt að ríkisstjórninni á nýafstöðnu septemberþingi vegna stöðu efnahagsmála.

Geir sagði bábyljur og upphrópanir Guðna Ágústssonar formanns Framsóknarflokksins og Steingríms J. Sigfússonar um aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar hafi verið afhjúpaðar á haustþinginu.

Forsætisráðherra sagði að þrátt fyrir alþjóðlega efnahagslægð og lánsfjárkreppu stæðu Íslendingar betur að vígi en flestar þjóðir og með meiri gjaldeyrisforða eftir síðustu aðgerðir ríkisstjórnarinnar en flest önnur ríki.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×