Fleiri fréttir

Tveggja mánaða fangelsi fyrir að þykjast vera annar maður

Hæstiréttur dæmdi pólverjann Pawel Janas í tveggja mánaða fangelsi í dag fyrir að hafa í tvö ár villti á sér heimildir og þóst vera annar maður. Héraðsdómur Austurlands hafði áður dæmdt manninn í hálfs árs fangelsi en sú refsing var milduð.

Amerískra áhrifa gætir á Íslandi

Geir H. Haarde fór um víðan völl í ræðu sinni á fundi Íslensk-Ameríska verslunarráðsins í New York í dag. Þar talaði hann um samskipti þjóðanna í gegnum árin og fór yfir stöðuna í viðskiptalífinu. Hann sagði margt líkt með þjóðunum sem hefur gert það að verkum að þeim hefur gengið svo vel á síðustu árum.

Harður árekstur í Kömbunum

Harður árekstur varð í Kömbunum rétt fyrir klukkan fjögur. Jepplingur reyndi að fara framúr öðrum bíl þar sem tvær akreinar liggja í sömu átt.

Skipulagsstjóri segir upplýsingar Remax villandi

Arinbjörn Vilhjálmsson, skipulagsstjóri Garðabæjar segir að fasteignasali Remax hafi gefið villandi upplýsingar um hvað sé mögulegt að gera á 3600 fm eignarlóð sem Vísir fjallaði um í gærdag.

Víkur ekki sæti í Björgólfsmáli

Ásgeir Magnússon héraðsdómari hefur úrskurðað að hann sjálfur skuli ekki víkja sæti í máli Björgólfs Guðmundssonar gegn Kristjáni Guðmundssyni.

Eins árs fangelsi fyrir hrottafengna árás og nauðgun

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í eins árs fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, fyrir hrottafengna árás og nauðgun gagnvart unnustu sinni. Þá var hann dæmdur til að greiða henni rúmar sex hundruð þúsund krónur í miskabætur.

Reiðibylgjan berst Birni til Slóveníu

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir að þrátt fyrir að Alþingi hafi nýlega samþykkt hert ákvæði um þyngri refsingu ef ráðist væri á lögreglumann sjáist það ekki á nýföllnum dómi héraðsdóms. Hann skrifar á heimasíðu sína um dóminn yfir þremur Litháum sem kærðir voru fyrir að ráðast á lögreglumenn á Laugaveginum. Dómari sýknaði tvo þeirra og sá þriðji fékk 60 daga skilorðsbundinn dóm.

Lögreglustjóri vill áfrýjun - Segir sýknudóm rangan

„Ég er þeirrar skoðunar að þessi dómur sé þess eðlis að það sé augljóst að honum verði áfrýjað," segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, um nýfallinn dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli þriggja Litháa sem gefið var að sök að hafa ráðist á hóp lögreglumanna við hefðbundið fíkniefnaeftirlit við Laugarveg.

RÚV ætlar með launamál Þórhalls og Sigrúnar fyrir dómstóla

Ríkisútvarpið neitar að láta Vísi í té upplýsingar um laun dagskrárstjóra Ríkissjónvarpsins og dagskrárstjóra útvarps, þrátt fyrir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi úrskurðað að Ríkisútvarpinu sé skylt að veita þessar upplýsingar.

Mávarnir fúlsuðu við eitrinu

57 mávar voru drepnir með eitri í tilraun sem framkvæmd var fyrir tilstilli Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu á liðnu ári. „Það sem kom einna mest á óvart við þessa tilraun var að einungis um helmingur beitunnar skilaði sofandi mávi," segir í frétt á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Tilraunin var gerð í Þerney á Kollafirði og í Garðaholti á Álftanesi í júní 2007. Svæfa mátti allt að 600 pör en varp árið 2007 var lélegt, þriðja árið í röð. Skýrsla um málið hefur nú verið kynnt.

Vill bíða með að vopna lögreglu þar til hún verður fyrir skotárás

Atli Gíslason, þingmaður Vinstri - grænna, vill bíða með að vopna lögreglu þar til hún verður fyrir skotárás. Þetta sagði hann í samtali við Bítið á Bylgjunni þar sem sýknudómur yfir tveimur Litháum frá í gær var til umræðu. Lögreglufélag Reykjavíkur segir dóminn hneyksli.

Setur skilyrði fyrir samruna á markaði fyrir fólksflutninga

Samkeppniseftirlitið hefur sett ákveðin skilyrði fyrir samruna Reynimels ehf. og Kynnisferða sem sinna fólksflutningum. Á vef stofnunarinnar kemur fram að hún hafi ógilt samrunann í fyrra þar sem hann hindraði samkeppni á markaði fyrir fólksflutninga.

Viðskiptafréttum troðið upp á Íslendinga

„Það er ekki þannig i Danmörku að einhver Stine Pedersen, sem er búin að kaupa sér sólarferð til Spánar, kippi sér upp við þótt íslensku bankarnir séu komnir með hátt skuldatryggingarálag.

Bæjarráð Sandgerðisbæjar styður lögreglumenn

Bæjarráð Sandgerðisbæjar leggur þunga áherslu á óviðunandi ástand í löggæslumálum á Suðurnesjum og tekur undir ályktun löggæslumanna og tollvarða í umdæmi Lögreglustjórans á Suðurnesjum um niðurskurð fjárveitinga til löggæslumála á svæðinu.

Framkvæmdir við Suðurlandsveg og Vaðlaheiðargöng hefjast næsta vor

Kristján L. Möller, samgönguráðherra, kynnti í morgun viðauka við samgönguáætlun fyrir árin 2007 - 20010. Þar ber einna hæst að hafist verður handa við tvöföldun Suðurlandsvegar og jarðgöng undir Vaðlaheiði á fyrri hluta árs 2009. Forsaga viðaukans er sú að í kjölfar niðurskurðar þorskkvótans ákvað ríkisstjórnin að grípa til mótvægisaðgerða í formi samgönguframkvæmda.

Bauðst til að stýra stjórnarandstöðuskóla

Mörður Árnarson, varaþingmaður Samfylkingarinnar, bauðst til að stýra skóla í stjórnarandstöðu á Alþingi í dag þegar hann gagnrýndi stjórnarandstöðuna fyrir máttleysi. Verið var að ræða um það hvers vegna utandagskrárumræða um útboð á heilli deild á Landspítalanum færi ekki fram þegar Mörður sté í pontu.

Olíuverðið komið vel yfir þolmörk útgerðarinnar

Stöðugar hækkanir á heimsmarkaðsverði olíu eru farnar að koma verulega illa við útgerðina í landinu. Sveinn Hjörtur Hjartarson hagfræðingur LÍÚ segir að verðið nú sé komið langt yfir þolmörk útgerðarinnar.

Með kúffiskveiðiskip í togi

Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar er nú með kúffiskveiðiskipið Fossá ÞH í togi eftir að Fossá fékk veiðarfæri í skrúfuna þegar skipið var statt austur af Langanesi undir morgun.

Lög um lífeyrisréttindi þingmanna eru hneyksli

Það er dæmigert skeytingaleysi þingmanna að frumvarp Valgerðar Bjarnadóttur um breytingar á lífeyrisréttindum þingmanna skuli hafa legið í þinginu svo mánuðum skipti. Þetta segir Grétar Þorsteinsson, formaður ASÍ.

Segist hafa haft samþykki fyrir samræði

Einn af þeim fimm Litháum sem handteknir voru um helgina grunaðir um að hafa nauðgað konu í húsi við Reynimel hefur játað að hafa haft samræði við konuna. Sá segist hins vegar að það hafi verið með hennar samþykki.

Heilbrigðiskerfinu gjörbylt án umræðu á þingi

Stjórnarandstöðuþingmenn deildu hart á Guðlaug Þór Þórðarssson á Alþingi í morgun fyrir að vilja ekki ræða það sem þeir kölluðu einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Verið væri að gjörbylta heilbrigðisráðuneytinu án umræðu á þingi.

Saumavélasalar handteknir á Selfossi

Lögreglan á Selfossi stöðvaði sölu á saumavélum á Selfossi í gær. „Ástæðan var beiðni frá Neytendastofu um að kanna heimild erlendra aðila til sölu á saumavélunum frá þekktum framleiðanda," segir í á heimasíðu lögreglunar á Selfossi. „Aðdragandi málsins var sá að erlendir aðilar höfðu flutt inn hátt á fimmta hundrað saumavéla til landsins sem þeir ætluðu að selja á fjórum dögum. Salan fór fram í Reykjavík, Hafnarfirði og á Selfossi. Saumavélarnar og sölustaðir voru auglýstir opinberlega."

UPS-smyglið staðið yfir síðan 2005

Í gögnum sem lögregla hefur lagt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur og Hæstarétt kemur fram að grunur leiki á að hraðsendingarsmyglið sem upp komst á Keflavíkurflugvelli í nóvember hafi staðið yfir síðan á vormánuðum 2005.

Dæmdur fyrir að hrinda konu í Melabúðinni

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 30 daga fangelsi fyrir að hafa ráðist á konu í Melabúðinni og hrint henni þannig að hún féll aftur fyrir sig á gólf verslunarinnar og hlaut meðal annars heilahristing og taugaáfall.

Útflutningur og einkaneysla drifu áfram hagvöxt í fyrra

Hagvöxtur á landinu reyndist 3,8 prósent í fyrra samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar um landsframleiðslu. Þar segir að landsframleiðslan hafi numið tæplega 1280 milljörðum og jókst hún um 3,8 prósent sem fyrr segir. Til samanburðar var hagvöxtur 4,4 prósent árið 2006 en vel yfir sjö prósent árin 2004 og 2005.

Dómarar stígi úr fílabeinsturni sínum

Stjórn Lögreglufélags Reykjavíkur segir nýfallinn dóm í máli þar sem ráðist var á lögreglumenn við skyldustörf hneyksli og spurt er hvort dómarar við Héraðsdóm Reykjavíkur búi í sama samfélagi og lögreglumenn.

Skelfisksbátur fékk veiðarfærin í skrúfuna

Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá Raufarhöfn og Vopnafirði eru nú á leið til skelfisksbáts frá Þórshöfn sem fékk veiðarfærin í skrúfuna um klukkan hálf fimm í nótt þegar báturinn var austur af Langanesi.

Gripu mann eftir innbrotstilraun í nótt

Lögreglan greip í nótt mann, sem grunaður er um að hafa ætlað að brjótast inn í söluturn í Þingholtunum í Reykjavík með því að brjóta þar rúðu.

Fjörutíu ára samráð á olíuverði til ÍSAL

„Tek heils hugar undir þetta. Óþolandi glannaskapur, svona á að afhenda yfir borð eða í mesta falli boðsent til JH [Jóns Halldórssonar],“ sagði Einar Benediktsson, forstjóri Olís, eftir að Kristján B. Ólafsson, fyrrverandi fjármálastjóri Olís, hafði sent honum skilaboðin: „Fékk inn á borð fax frá Shell vegna Ísals-útboðs. Skil ekki að Shell sendi fax út af verðum í þessu útboði, það er allt of varasamt.“

Í einangrun í fimm mánuði í Færeyjum

Íslendingurinn sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í Færeyjum frá 20. september vegna meintrar aðildar að Pólstjörnumálinu, er enn í einangrun. Hann var síðast úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald og einangrun 7. mars. Hann áfrýjaði til æðra dómsstigs, sem staðfesti úrskurðinn á mánudag. Maðurinn sem er 25 ára hefur setið í einangrun í rétta tæpa fimm mánuði, eða megnið af tímanum frá því að hann var handtekinn.

Sjá næstu 50 fréttir