Fleiri fréttir Átta einstaklingar hljóta hvatningarstyrk úr Guðrúnarsjóði Guðrúnarsjóður var stofnaður í mars árið 2005 til heiðurs Guðrúnu Halldórsdóttur,fyrrverandi forstöðukonu Námsflokka Reykjavíkur, í tilefni af sjötugsafmæli hennar og starfslokum hjá Reykjavíkurborg. 12.3.2008 19:05 Vísar gagnrýni umhverfisráðherra vegna álvers á bug Bæjarstjórnir Reykjanesbæjar og sveitarfélagsins Garðs samþykktu á fundi nú síðdegis að veita bygginarleyfi fyrir álveri í Helguvík. Umhverfisráðherra hefur gagnrýnt sveitarfélögin fyrir að veita leyfið án þess að allar upplýsingar og forsendur liggi fyrir. Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ vísar þeirri gagnrýni á bug og segir sveitarfélögin vel geta veitt leyfið. 12.3.2008 18:48 Rafiðnaðarmenn samþykkja samning við SA Rafiðnaðarmenn bættust í dag í hóp þeirra fjölmörgu stétta sem samþykkt hafa nýgerðan kjarasamning verkalýðsforystunnar við Samtök atvinnulífsins, 12.3.2008 17:57 Umboðsmanns aldraðra ekki getið í stjórnarsáttmála Ekki kemur fram í stjórnarsáttmálanum að til standi að koma á fót umboðsmanni aldraðra og því þurfa stjórnarflokkarnir að ræða það, sagði Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingamálaráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 12.3.2008 15:59 Um 1600 einstæðir foreldrar leigja en fá ekki húsaleigubætur Um sextán hundruð einstæðir foreldar á höfuðborgarsvæðinu áttu hvorki fasteign né fengu húsaleigubætur í fyrra og ekki liggja fyrir upplýsingar um búsetuaðstæður þeirra. 12.3.2008 15:27 Atvinnuleysið nánast hið sama Atvinnuleysi í febrúar 2008 var 1% og voru að meðaltali 1.631 einstaklingur á atvinnuleysisskrá í mánuðinum. Þetta er lítilsháttar fjölgun frá janúarmánuði, eða um 86 manns, þó atvinnuleysið mælist óbreytt. Fyrir ári síðan, eða í febrúar 2007, var atvinnuleysið 1,3%. 12.3.2008 15:19 Ánægja með þjónustu á vegum velferðasviðs Reykjavikurborgar 86% þeirra sem nýta sér þjónustu þjónustumiðstöðva borgarinnar eru ánægðir með hana og rúm 58% þjónustunotenda eru mjög eða frekar ánægðir með þjónustu Barnaverndar. 12.3.2008 14:58 Eiginkona Guðmundar í Byrginu vill þrjár milljónir í skaðabætur Helga Haraldsdóttir, eiginkona Guðmundar Jónssonar í Byrginu, hefur stefnt Erlu Hlynsdóttur, blaðamanni DV, og tveimur viðmælendum hennar, Magnúsi Einarssyni og Ólöfu Ósk Erlendsdóttur, fyrir meiðyrði sem Helga segir að hafi verið höfð um sig í helgarblaðsviðtali sem DV birti þann 2. ágúst í fyrra. 12.3.2008 14:57 Telja bráðabirgðaflugstöð skynsamlegasta kostinn Það er óþolandi að flug fái ekki að þróast á Reykjavíkurflugvellli eins og það ætti að gera sagði, Kristján L. Möller samgönguráðherra á Alþingi dag. Hann upplýsti jafnframt að hann hefði fundað með framkvæmdastjóra Flugfélags Íslands og borgarstjóra um málefni flugvallarins og skynsamlegasta leiðin væri að byggja bráðabirgðaflugstöð á vellinum. 12.3.2008 14:43 Lögreglumenn íhuga stöðu sína eftir sýknudóm „Þessi dómur vekur hjá mér mikla furðu," segir Steinar Adolfsson, formaður Landsambands lögreglumanna, en Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag tvo af þremur Litháum sem ákærðir voru fyrir að ráðast á lögreglumenn sem voru við hefðbundið fíkniefnaeftirlit á Laugavegi í janúar. 12.3.2008 14:40 Aðstoðarmannafrumvarp samþykkt eftir fimm og hálfs tíma umræður Þingmenn samþykktu á Alþingi í dag frumvarp um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað sem gerir ráð fyrir að hluti þingmanna fái aðstoðarmann. Frumvarpið var samþykkt eftir rúmlega fimm og hálfs tíma umræðu á þingi. 12.3.2008 14:16 Kjarabætur aldraðra og öryrkja í samræmi við lög Kjarabætur til aldraðra og öryrkja breytast í samræmi við ákvæði laga þar um sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 12.3.2008 14:04 Tryggingastofnun endurgreiðir 72 milljónir króna Um þessar mundir er Tryggingastofnun að endurgreiða 32 þúsund sjúkratryggðum einstaklingum kostnað vegna heilbrigðisþjónustu. 12.3.2008 13:35 Allsherjarnefnd ræddi eftirlaunafrumvarp Valgerðar Eftirlaunafrumvarp þingmanna var ásamt öðrum þingmannafrumvörpum til umræðu allsherjanefndar Alþingis í morgun, 12.3.2008 13:17 Tveir Litháanna sýknaðir af árás á lögreglu Tveir af Litháunum þremur sem ákærðir voru fyrir að ráðast á lögreglumenn við skyldustörf í miðborg Reykjavíkur í janúar hafa verið sýknaðir af ákæru í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem ekki þótti komin fram lögfull sönnun fyrir aðild þeirra að árásinni. Þriðji maðurinn var hins vegar dæmdur í 60 daga fangelsi fyrir að slegið tvo lögreglumenn í andlitið. 12.3.2008 13:17 Taka afstöðu til framkvæmdaleyfis fyrir Helguvíkurálver Boðað hefur verið til aukafunda í bæjarstjórnum Garðs og Reykjanesbæjar klukkan hálfsex í dag og er ætlunin á báðum stöðum að taka afstöðu til byggingar- og framkvæmdaleyfa fyrir álver í Helguvík. 12.3.2008 12:48 Ráðherra gefur vestfirsku lögreglunni tetrastöðvar Björn Bjarnason ráðherra hefur gefið lögreglunni á Vestfjörðum 13 tetrastöðvar og mun hver og einn lögreglumaður framvegis hafa eigin tetrastöð til afnota. 12.3.2008 12:35 Yfir hundrað skjálftar norður af Upptyppingum í morgun Yfir eitt hundrað jarðskjálftar hafa mælst á svæðinu við Álftadalsdyngju norðaustur af Upptyppingum frá því klukkan sjö í morgun. 12.3.2008 12:27 Yifrlögregluþjónn sem fékk áminningu farinn í veikindaleyfi Yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki hefur hætt störfum vegna veikinda. Skammt er síðan hann fékk áminningu og segir sýslumaður að átök fari ekki vel með fólk. 12.3.2008 12:22 Ráðning Sigríðar Önnu ekki pólitískur bitlingur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir einu leiðina til að fjölga konum í stétt sendiherra að sækja þær út fyrir utanríkisþjónustuna. Hún segir ráðningu Sigríðar Önnu Þórðardóttur ekki pólitískan bitling. 12.3.2008 12:14 „Hefur í mínum huga alltaf legið ljóst fyrir“ Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, fagnar nýrri samantekt OECD sem sýnir að skattar barnafjölkskyldna hér á landi hafi aukist á árunum 2000-2006 eins og hann hafi haldið fram. Hann veltir fyrir sér hvort Árni Mathiesen fjármálaráðherra muni draga til baka orð sem hann lét falla um að Stefán kynni ekki að reikna. 12.3.2008 11:42 Björgvin virkastur ráðherra í umfjöllun ljósvakamiðla Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra reyndist virkastur sem viðmælandi ljósvakamiðla í tengslum við umfjöllun þeirra um ráðherrana eða ráðuneyti þeirra á síðari hluta síðasta árs. 12.3.2008 11:14 Harmar rasistatal í tengslum við bílslys Anna Guðbjörg Kristinsdóttir, móðir Kristins Veigars Sigurðssonar, sem lést í hörmulegu bílslysi skömmu fyrir síðustu jól, segir það vera agalega sorglegt hvað fólk sé fljótt að snúa umræðunni upp í rasistatal. 12.3.2008 10:42 Frjáls og opinn hugbúnaður fær sömu tækifæri hjá ríkinu Ríkisstjórnin samþykkti í gær stefnu um að gaf frjálsum og opnum hugbúnaði sömu tækifæri og séreignarhugbúnaði þegar tekin væri ákvörðun um kaup á nýjum búnaði fyrir ríkið. 12.3.2008 10:18 Gaf sig fram við lögreglu Fimmti aðilinn sem lögreglan leitaði vegna þjófnaðar á skotvopnum í Hafnarfirði er nú fundinn. Hann gaf sig fram í gærkvöld eftir að lögreglan hafði náð tali af honum. Maðurinn, sem er rétt rúmlega tvítugur, viðurkenndi þátt sinn í málinu og einnig aðild sína að öðrum þjófnaðarmálum á höfuborgarsvæðinu að undanförnu. Manninum var sleppt að lokinni skýrslutöku og telst málið upplýst. 12.3.2008 10:05 Laun hækkuðu mest í iðnaði í fyrra Heildarlaunakostnaður í landinu jókst um á bilinu 6,3 til 9,6 prósent á milli áranna 2006 og 2007 samkvæmt vísitölu launakostnaðar sem birt er á vef Hagstofunnar. 12.3.2008 09:09 Skattar á barnafjölskyldur hafa aukist á síðustu árum, segir OECD Ísland er í hópi þeirra ríkja þar sem skattar á barnafjölskyldur hafa aukist á árabilinu 2000-2006 samkvæmt samtantekt Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Þá hafa breytingar á skattkerfi hér á landi fyrst og fremst gagnast þeim tekjumeiri ólíkt því sem víða gerist innan OECD. 12.3.2008 08:20 Skarst illa á hendi við að leggja bárujárn Maður skarst illa á hendi þegar hann var að leggja bárujárn á þak sumarbústaðar í Grímsnesi í gær. 12.3.2008 08:12 Línubátur strandaði á leið frá Sandgerði Engan sakaði þegar línubáturinn Björgmundur ÍS strandaði á leið frá Sandgerði um klukkan hálf fimm í morgun. 12.3.2008 08:09 Áfengisneysla landsmanna er að snar aukast Áfengisneysla landsmanna er að snar aukast, ef marka má tölur Rannsóknaseturs verslunarinnar. 12.3.2008 07:35 Mikill áhugi á samvinnu Íslands og Mexíkó Í viðræðum forseta Íslands Ólafs Ragnars Grímssonar við forseta Mexíkó Felipe Calderón á fyrsta degi opinberrar heimsóknar forseta Íslands kom fram ríkur áhugi á að hrinda í framkvæmd fjölmörgum samvinnuverkefnum milli landanna. 12.3.2008 07:27 Dópmál gegn Jóhannesi í Kompás fellt niður Mál sem lögreglan höfðaði gegn Jóhannesi Kr. Kristjánssyni ritstjóra fréttaskýringarþáttarins Kompás hefur verið fellt niður. Málið tengist fíkniefnum sem Jóhannes keypti en skilaði inn til lögreglu. 11.3.2008 20:31 Hraðakstur í Hafnarfirði Tuttugu og níu ökumenn voru staðnir að hraðakstri á Suðurbraut í Hafnarfirði í dag en þar var staðsett ómerkt lögreglubifreið sem er búin myndavélabúnaði. Reynslan hefur sýnt að notkun slíks búnaðar gefur gagnlegar upplýsingar um ástand umferðarmála og auðveldar leit að lausnum þar sem þeirra er þörf. Mælingarnar í dag eru hluti af sérstöku umferðar- og hraðaeftirliti í og við íbúðargötur í umdæminu en unnið er eftir ábendingum frá starfsmönnum svæðisstöðva lögreglunnar. 11.3.2008 23:25 UVG: Heimagreiðslur leysa engan vanda Ung vinstri græn í Reykjavík harma ákvörðun meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur um að hefja heimgreiðslur til foreldra barna á biðlista eftir leikskólaplássi. 11.3.2008 21:08 Ofbauð verðið á stúdentshúfum Nýstúdentum ofbauð verðið á stúdentahúfunum þegar þeir útskrifuðust og hafa því hafið innflutning á húfum frá Kína. 11.3.2008 19:10 Rukkað í fjögur ár í viðbót fyrir ferð í göngin Svo gæti farið að vegfarendur um Hvalfjarðargögnin þurfi að borga veggjald fjórum árum lengur en til stóð til þess að fjármagna ný göng. 11.3.2008 19:04 Spasský spurði um laust pláss við hlið Fischers Skákmeistarinn Boris Spasský spurði hvort laust pláss væri við hlið Bobby Fischers í kirkjugarðinum að Laugardælum um leið og hann lagði blómsveig að leiði hans í dag. 11.3.2008 18:40 Ekki hægt að útskrifa sjúklinga af Kleppi Ekki er hægt að útskrifa um fimmtíu manns af endurhæfingardeild Landspítalans að Kleppi vegna skorts á félagslegum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Sumir hafa beðið árum saman. 11.3.2008 18:20 Áttatíu og tvö umferðaróhöpp um helgina Sextán ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um síðustu helgi. Tveir voru stöðvaðir á föstudag, fimm á laugardag, átta á sunnudag og einn aðfaranótt mánudags. 11.3.2008 18:12 Vonast eftir góðu samstarfi um uppbyggingu á stjórnarráðsreit Uppbygging á stjórnarráðsreitnum er mjög mikilvæg fyrir Reykjavíkurborg, að sögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, formanns skipulagsráðs. Fréttablaðið greindi frá því í gær að tillaga að breytingu á stjórnarráðsreitnum hafi verið til meðferðar síðan árið 2004. 11.3.2008 17:17 Skipuð forstöðumaður Verðlagsstofu skiptaverðs Einar Kristinn Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skipað Guðrúnu Arndísi Jónsdóttur forstöðumann Verðlagsstofu skiptaverðs frá 1. apríl 2008 til næstu fimm ára. 11.3.2008 17:01 Aðstæður tjarnarfugla óviðunandi Engar stokkendur, gargendur, duggendur eða skúfendur notuðu friðlandið í Vatnsmýri til varps á síðasta ári samkvæmt ársskýrslu tveggja fuglafræðinga um fuglalíf tjarnarinnar. Þeir segja aðstæður tjarnarfugla óviðunandi. 11.3.2008 16:43 Kílóverðið á urriða hátt í Þistilfirði Aðalbjörg Sigfúsdóttir, systir Steingríms J. Sigfússonar alþingismanns, var í síðustu viku dæmd fyrir brot gegn lögum um lax- og silungsveiði. 11.3.2008 16:22 Ágúst neitar að tjá sig um kæru - Nemendur ósáttir Ágúst Einarsson vildi ekkert tjá sig um gagnrýni sem fram hefur komið á vinnubrögð hans þegar hann rak þrjá nemendur úr skólanum um daginn. "Nemendunum var vísað úr skóla. Ég hef engu við það að bæta," sagði Ágúst þegar hann var spurður um málið. 11.3.2008 16:18 Hafa þungar áhyggjur af niðurskurði fjárveitinga til lögreglu Rannsóknarlögreglumenn sem vinna að fíkniefnamálum á Suðurnesjum lýsa þungum áhyggjum af niðurskurði fjárveitinga til embættisins á Suðurnesjum. 11.3.2008 16:14 Sjá næstu 50 fréttir
Átta einstaklingar hljóta hvatningarstyrk úr Guðrúnarsjóði Guðrúnarsjóður var stofnaður í mars árið 2005 til heiðurs Guðrúnu Halldórsdóttur,fyrrverandi forstöðukonu Námsflokka Reykjavíkur, í tilefni af sjötugsafmæli hennar og starfslokum hjá Reykjavíkurborg. 12.3.2008 19:05
Vísar gagnrýni umhverfisráðherra vegna álvers á bug Bæjarstjórnir Reykjanesbæjar og sveitarfélagsins Garðs samþykktu á fundi nú síðdegis að veita bygginarleyfi fyrir álveri í Helguvík. Umhverfisráðherra hefur gagnrýnt sveitarfélögin fyrir að veita leyfið án þess að allar upplýsingar og forsendur liggi fyrir. Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ vísar þeirri gagnrýni á bug og segir sveitarfélögin vel geta veitt leyfið. 12.3.2008 18:48
Rafiðnaðarmenn samþykkja samning við SA Rafiðnaðarmenn bættust í dag í hóp þeirra fjölmörgu stétta sem samþykkt hafa nýgerðan kjarasamning verkalýðsforystunnar við Samtök atvinnulífsins, 12.3.2008 17:57
Umboðsmanns aldraðra ekki getið í stjórnarsáttmála Ekki kemur fram í stjórnarsáttmálanum að til standi að koma á fót umboðsmanni aldraðra og því þurfa stjórnarflokkarnir að ræða það, sagði Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingamálaráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 12.3.2008 15:59
Um 1600 einstæðir foreldrar leigja en fá ekki húsaleigubætur Um sextán hundruð einstæðir foreldar á höfuðborgarsvæðinu áttu hvorki fasteign né fengu húsaleigubætur í fyrra og ekki liggja fyrir upplýsingar um búsetuaðstæður þeirra. 12.3.2008 15:27
Atvinnuleysið nánast hið sama Atvinnuleysi í febrúar 2008 var 1% og voru að meðaltali 1.631 einstaklingur á atvinnuleysisskrá í mánuðinum. Þetta er lítilsháttar fjölgun frá janúarmánuði, eða um 86 manns, þó atvinnuleysið mælist óbreytt. Fyrir ári síðan, eða í febrúar 2007, var atvinnuleysið 1,3%. 12.3.2008 15:19
Ánægja með þjónustu á vegum velferðasviðs Reykjavikurborgar 86% þeirra sem nýta sér þjónustu þjónustumiðstöðva borgarinnar eru ánægðir með hana og rúm 58% þjónustunotenda eru mjög eða frekar ánægðir með þjónustu Barnaverndar. 12.3.2008 14:58
Eiginkona Guðmundar í Byrginu vill þrjár milljónir í skaðabætur Helga Haraldsdóttir, eiginkona Guðmundar Jónssonar í Byrginu, hefur stefnt Erlu Hlynsdóttur, blaðamanni DV, og tveimur viðmælendum hennar, Magnúsi Einarssyni og Ólöfu Ósk Erlendsdóttur, fyrir meiðyrði sem Helga segir að hafi verið höfð um sig í helgarblaðsviðtali sem DV birti þann 2. ágúst í fyrra. 12.3.2008 14:57
Telja bráðabirgðaflugstöð skynsamlegasta kostinn Það er óþolandi að flug fái ekki að þróast á Reykjavíkurflugvellli eins og það ætti að gera sagði, Kristján L. Möller samgönguráðherra á Alþingi dag. Hann upplýsti jafnframt að hann hefði fundað með framkvæmdastjóra Flugfélags Íslands og borgarstjóra um málefni flugvallarins og skynsamlegasta leiðin væri að byggja bráðabirgðaflugstöð á vellinum. 12.3.2008 14:43
Lögreglumenn íhuga stöðu sína eftir sýknudóm „Þessi dómur vekur hjá mér mikla furðu," segir Steinar Adolfsson, formaður Landsambands lögreglumanna, en Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag tvo af þremur Litháum sem ákærðir voru fyrir að ráðast á lögreglumenn sem voru við hefðbundið fíkniefnaeftirlit á Laugavegi í janúar. 12.3.2008 14:40
Aðstoðarmannafrumvarp samþykkt eftir fimm og hálfs tíma umræður Þingmenn samþykktu á Alþingi í dag frumvarp um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað sem gerir ráð fyrir að hluti þingmanna fái aðstoðarmann. Frumvarpið var samþykkt eftir rúmlega fimm og hálfs tíma umræðu á þingi. 12.3.2008 14:16
Kjarabætur aldraðra og öryrkja í samræmi við lög Kjarabætur til aldraðra og öryrkja breytast í samræmi við ákvæði laga þar um sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 12.3.2008 14:04
Tryggingastofnun endurgreiðir 72 milljónir króna Um þessar mundir er Tryggingastofnun að endurgreiða 32 þúsund sjúkratryggðum einstaklingum kostnað vegna heilbrigðisþjónustu. 12.3.2008 13:35
Allsherjarnefnd ræddi eftirlaunafrumvarp Valgerðar Eftirlaunafrumvarp þingmanna var ásamt öðrum þingmannafrumvörpum til umræðu allsherjanefndar Alþingis í morgun, 12.3.2008 13:17
Tveir Litháanna sýknaðir af árás á lögreglu Tveir af Litháunum þremur sem ákærðir voru fyrir að ráðast á lögreglumenn við skyldustörf í miðborg Reykjavíkur í janúar hafa verið sýknaðir af ákæru í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem ekki þótti komin fram lögfull sönnun fyrir aðild þeirra að árásinni. Þriðji maðurinn var hins vegar dæmdur í 60 daga fangelsi fyrir að slegið tvo lögreglumenn í andlitið. 12.3.2008 13:17
Taka afstöðu til framkvæmdaleyfis fyrir Helguvíkurálver Boðað hefur verið til aukafunda í bæjarstjórnum Garðs og Reykjanesbæjar klukkan hálfsex í dag og er ætlunin á báðum stöðum að taka afstöðu til byggingar- og framkvæmdaleyfa fyrir álver í Helguvík. 12.3.2008 12:48
Ráðherra gefur vestfirsku lögreglunni tetrastöðvar Björn Bjarnason ráðherra hefur gefið lögreglunni á Vestfjörðum 13 tetrastöðvar og mun hver og einn lögreglumaður framvegis hafa eigin tetrastöð til afnota. 12.3.2008 12:35
Yfir hundrað skjálftar norður af Upptyppingum í morgun Yfir eitt hundrað jarðskjálftar hafa mælst á svæðinu við Álftadalsdyngju norðaustur af Upptyppingum frá því klukkan sjö í morgun. 12.3.2008 12:27
Yifrlögregluþjónn sem fékk áminningu farinn í veikindaleyfi Yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki hefur hætt störfum vegna veikinda. Skammt er síðan hann fékk áminningu og segir sýslumaður að átök fari ekki vel með fólk. 12.3.2008 12:22
Ráðning Sigríðar Önnu ekki pólitískur bitlingur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir einu leiðina til að fjölga konum í stétt sendiherra að sækja þær út fyrir utanríkisþjónustuna. Hún segir ráðningu Sigríðar Önnu Þórðardóttur ekki pólitískan bitling. 12.3.2008 12:14
„Hefur í mínum huga alltaf legið ljóst fyrir“ Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, fagnar nýrri samantekt OECD sem sýnir að skattar barnafjölkskyldna hér á landi hafi aukist á árunum 2000-2006 eins og hann hafi haldið fram. Hann veltir fyrir sér hvort Árni Mathiesen fjármálaráðherra muni draga til baka orð sem hann lét falla um að Stefán kynni ekki að reikna. 12.3.2008 11:42
Björgvin virkastur ráðherra í umfjöllun ljósvakamiðla Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra reyndist virkastur sem viðmælandi ljósvakamiðla í tengslum við umfjöllun þeirra um ráðherrana eða ráðuneyti þeirra á síðari hluta síðasta árs. 12.3.2008 11:14
Harmar rasistatal í tengslum við bílslys Anna Guðbjörg Kristinsdóttir, móðir Kristins Veigars Sigurðssonar, sem lést í hörmulegu bílslysi skömmu fyrir síðustu jól, segir það vera agalega sorglegt hvað fólk sé fljótt að snúa umræðunni upp í rasistatal. 12.3.2008 10:42
Frjáls og opinn hugbúnaður fær sömu tækifæri hjá ríkinu Ríkisstjórnin samþykkti í gær stefnu um að gaf frjálsum og opnum hugbúnaði sömu tækifæri og séreignarhugbúnaði þegar tekin væri ákvörðun um kaup á nýjum búnaði fyrir ríkið. 12.3.2008 10:18
Gaf sig fram við lögreglu Fimmti aðilinn sem lögreglan leitaði vegna þjófnaðar á skotvopnum í Hafnarfirði er nú fundinn. Hann gaf sig fram í gærkvöld eftir að lögreglan hafði náð tali af honum. Maðurinn, sem er rétt rúmlega tvítugur, viðurkenndi þátt sinn í málinu og einnig aðild sína að öðrum þjófnaðarmálum á höfuborgarsvæðinu að undanförnu. Manninum var sleppt að lokinni skýrslutöku og telst málið upplýst. 12.3.2008 10:05
Laun hækkuðu mest í iðnaði í fyrra Heildarlaunakostnaður í landinu jókst um á bilinu 6,3 til 9,6 prósent á milli áranna 2006 og 2007 samkvæmt vísitölu launakostnaðar sem birt er á vef Hagstofunnar. 12.3.2008 09:09
Skattar á barnafjölskyldur hafa aukist á síðustu árum, segir OECD Ísland er í hópi þeirra ríkja þar sem skattar á barnafjölskyldur hafa aukist á árabilinu 2000-2006 samkvæmt samtantekt Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Þá hafa breytingar á skattkerfi hér á landi fyrst og fremst gagnast þeim tekjumeiri ólíkt því sem víða gerist innan OECD. 12.3.2008 08:20
Skarst illa á hendi við að leggja bárujárn Maður skarst illa á hendi þegar hann var að leggja bárujárn á þak sumarbústaðar í Grímsnesi í gær. 12.3.2008 08:12
Línubátur strandaði á leið frá Sandgerði Engan sakaði þegar línubáturinn Björgmundur ÍS strandaði á leið frá Sandgerði um klukkan hálf fimm í morgun. 12.3.2008 08:09
Áfengisneysla landsmanna er að snar aukast Áfengisneysla landsmanna er að snar aukast, ef marka má tölur Rannsóknaseturs verslunarinnar. 12.3.2008 07:35
Mikill áhugi á samvinnu Íslands og Mexíkó Í viðræðum forseta Íslands Ólafs Ragnars Grímssonar við forseta Mexíkó Felipe Calderón á fyrsta degi opinberrar heimsóknar forseta Íslands kom fram ríkur áhugi á að hrinda í framkvæmd fjölmörgum samvinnuverkefnum milli landanna. 12.3.2008 07:27
Dópmál gegn Jóhannesi í Kompás fellt niður Mál sem lögreglan höfðaði gegn Jóhannesi Kr. Kristjánssyni ritstjóra fréttaskýringarþáttarins Kompás hefur verið fellt niður. Málið tengist fíkniefnum sem Jóhannes keypti en skilaði inn til lögreglu. 11.3.2008 20:31
Hraðakstur í Hafnarfirði Tuttugu og níu ökumenn voru staðnir að hraðakstri á Suðurbraut í Hafnarfirði í dag en þar var staðsett ómerkt lögreglubifreið sem er búin myndavélabúnaði. Reynslan hefur sýnt að notkun slíks búnaðar gefur gagnlegar upplýsingar um ástand umferðarmála og auðveldar leit að lausnum þar sem þeirra er þörf. Mælingarnar í dag eru hluti af sérstöku umferðar- og hraðaeftirliti í og við íbúðargötur í umdæminu en unnið er eftir ábendingum frá starfsmönnum svæðisstöðva lögreglunnar. 11.3.2008 23:25
UVG: Heimagreiðslur leysa engan vanda Ung vinstri græn í Reykjavík harma ákvörðun meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur um að hefja heimgreiðslur til foreldra barna á biðlista eftir leikskólaplássi. 11.3.2008 21:08
Ofbauð verðið á stúdentshúfum Nýstúdentum ofbauð verðið á stúdentahúfunum þegar þeir útskrifuðust og hafa því hafið innflutning á húfum frá Kína. 11.3.2008 19:10
Rukkað í fjögur ár í viðbót fyrir ferð í göngin Svo gæti farið að vegfarendur um Hvalfjarðargögnin þurfi að borga veggjald fjórum árum lengur en til stóð til þess að fjármagna ný göng. 11.3.2008 19:04
Spasský spurði um laust pláss við hlið Fischers Skákmeistarinn Boris Spasský spurði hvort laust pláss væri við hlið Bobby Fischers í kirkjugarðinum að Laugardælum um leið og hann lagði blómsveig að leiði hans í dag. 11.3.2008 18:40
Ekki hægt að útskrifa sjúklinga af Kleppi Ekki er hægt að útskrifa um fimmtíu manns af endurhæfingardeild Landspítalans að Kleppi vegna skorts á félagslegum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Sumir hafa beðið árum saman. 11.3.2008 18:20
Áttatíu og tvö umferðaróhöpp um helgina Sextán ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um síðustu helgi. Tveir voru stöðvaðir á föstudag, fimm á laugardag, átta á sunnudag og einn aðfaranótt mánudags. 11.3.2008 18:12
Vonast eftir góðu samstarfi um uppbyggingu á stjórnarráðsreit Uppbygging á stjórnarráðsreitnum er mjög mikilvæg fyrir Reykjavíkurborg, að sögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, formanns skipulagsráðs. Fréttablaðið greindi frá því í gær að tillaga að breytingu á stjórnarráðsreitnum hafi verið til meðferðar síðan árið 2004. 11.3.2008 17:17
Skipuð forstöðumaður Verðlagsstofu skiptaverðs Einar Kristinn Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skipað Guðrúnu Arndísi Jónsdóttur forstöðumann Verðlagsstofu skiptaverðs frá 1. apríl 2008 til næstu fimm ára. 11.3.2008 17:01
Aðstæður tjarnarfugla óviðunandi Engar stokkendur, gargendur, duggendur eða skúfendur notuðu friðlandið í Vatnsmýri til varps á síðasta ári samkvæmt ársskýrslu tveggja fuglafræðinga um fuglalíf tjarnarinnar. Þeir segja aðstæður tjarnarfugla óviðunandi. 11.3.2008 16:43
Kílóverðið á urriða hátt í Þistilfirði Aðalbjörg Sigfúsdóttir, systir Steingríms J. Sigfússonar alþingismanns, var í síðustu viku dæmd fyrir brot gegn lögum um lax- og silungsveiði. 11.3.2008 16:22
Ágúst neitar að tjá sig um kæru - Nemendur ósáttir Ágúst Einarsson vildi ekkert tjá sig um gagnrýni sem fram hefur komið á vinnubrögð hans þegar hann rak þrjá nemendur úr skólanum um daginn. "Nemendunum var vísað úr skóla. Ég hef engu við það að bæta," sagði Ágúst þegar hann var spurður um málið. 11.3.2008 16:18
Hafa þungar áhyggjur af niðurskurði fjárveitinga til lögreglu Rannsóknarlögreglumenn sem vinna að fíkniefnamálum á Suðurnesjum lýsa þungum áhyggjum af niðurskurði fjárveitinga til embættisins á Suðurnesjum. 11.3.2008 16:14