Fleiri fréttir

Engin afeitrunarstöð á Litla-Hrauni

Vísir leitaði viðbragða Afstöðu, félags fanga, við fréttum um að dánarorsök fangans sem lést á Litla-Hrauni seinni part síðasta árs hafi verið Meþadoneitrun. Meþadon er gefið þeim sem eru að jafna sig á contalgen og heróínfíkn en fanginn sem um ræðir hafði verið inn á Litla-Hrauni í um 10 ár.

Ráðherra á minkaskinnsuppboði í Danmörku

Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Sigurgeir Þorgeirsson ráðuneytisstjóri voru í vikunni viðstaddir uppboð á minkaskinnum hjá uppboðshúsinu Kopenhagen Fur í Danmörku.

Enn röskun á flugsamgöngum vegna veðurs

Enn eru seinkanir á flugsamgöngum vegna veðurs. Vél sem átti að fara á vegum Icelandair frá Kaupmannahöfn og lenda í Keflavík klukkan hálffjögur í dag mun ekki lenda fyrr en klukkan þrjú í nótt samkvæmt áætlun.

Kastljósið viðurkennir mistök

„Ofsagt var hjá spyrli, Sigmari Guðmundssyni, að Vilhjálmur hafi fullyrt í viðtali þann 8 október að hann hafi ekki vitað um umtalaða kaupréttarsamninga,“ segir í yfirlýsingu frá Kastljósinu vegna viðtals við Vilhjálm Þ Vilhjálmsson í þætti gærkvöldsins.

Heddi frændi dreginn á flot

„Ég fæ svar í næstu viku en ég bað um frest þar til 11.maí og hef því tæpa þrjá mánuði,“ segir Svavar Cesar Kristmundsson bátaáhugamaður sem vill varðveita tæplega 60 tonna eikarbát sem nefnist Heddi frændi.

Steinþór vill starfsfrið

Stjórendur Sláturfélags Suðurlands vilja að friður skapist innan sölu- og markaðsdeildar og segja fréttir Vísis af starfsmannamálum hjá Sláturfélaginu orðum auknar og beinlínis rangar.

Lokaðist inni á milli tveggja flóða úr Óshlíð

Ökumaður bíls lokaðist inni á milli tveggja flóða sem féllu á veginn um Óshlíð um hádegisbil. Að sögn lögreglunnar á Ísafiði varð honum ekki meint af og er hann nú kominn til Bolungarvíkur.

Á rétt á bótum vegna vinnuslyss

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að því í dag að starfsmaður Myllunnar ætti rétt á skaðabótum vegna slyss sem hann varð fyrir í vinnu sinni.

Eigendafundur hjá Orkuveitunni eftir viku

Fulltrúi Akraneskaupstaðar í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur segir að nær hefði verið að láta óháða nefnd fara yfir REI-málið í stað þess að stýrihópur á vegum borgarinnar gerði það. Fyrirhugaður er eigendafundur í Orkuveitunni eftir viku þar sem reiknað er með að málefni REI verði tekin upp.

Enn miklar raskanir á flugsamgöngum

Farþegar sem fljúga áttu með Iceland Express í gærmorgun frá Kaupmannahöfn bíða þess enn að vélin fari á loft. Matthías Páll Imsland, forstjóri Iceland Express, segir að haldið sé í strangar öryggiskröfur og að ekki sé farið í loft ef flugöryggi sé ógnað.

Umferð um Þrengslin gengur vel

Umferð um Þrengslin gengur vel en Hellisheiðin er enn lokuð. Að sögn lögreglunnar á Selfossi eru snjómosktursbílar byrjaðir að moka heiðina en ekki liggur fyrir hvenær hún verður opnum.

Hörmulegt atvik

„Þetta var hörmulegt atvik, en ég á eftir að sjá skýrslur sem teknar voru í málinu og fyrr tjái ég mig ekki um það," segir Margrét Frímannsdóttir, settur forstöðumaður fangelsisins á Litla Hrauni, aðspurð um þann atburð þegar fangi lést í klefa sínum í fangelsinu. Í fréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld var greint frá því að maðurinn hafi látist af völdum meþadon eitrunar, en meþadon er mjög sterkt verkjalyf.

Búið að opna Grindavíkurveg.

Grindavíkurvegur er opinn á ný eftir að björgunarsveitarmönnum tókst að draga veghefil sem stóð fastur þvert yfir veginn. Björgunarsveitar menn hafa haft í nógu að snúast á Suðurnesjum í dag og er áætlað að þeir hafi komið 400 til 500 bílum til aðstoðar í dag í Reykjanesbæ einum.

Mikil ófærð og almenningssamgöngur úr skorðum

Mikil ófærð er nú víða um land og veður vont. Vegir eru víða lokaðir og samgöngur hafa farið úr skorðum. Rútuferðir á milli Selfoss, Eyrarbakka og Stokkseyrar hafa verið aflagðar sem og strætisvagnaferðir í Reykjanesbæ.

Segir REI málið hafa veikt stöðu sína

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fyrrverandi borgarstjóri vissi ekki af beinni aðkomu FL-group við gerð þjónustusamnings milli Orkuveitunnar og REI. Hann segir REI málið hafa veikt stöðu sína í borgarstjórn en telur sér stætt á að halda áfram þar sem hann hafi ekki brotið af sér.

Farþegar strandaglópar í Leifsstöð frá því í morgun

Farþegar sem fljúga áttu með Iceland Express í morgun til Kaupmannahafnar og London bíða enn eftir að farið verði á loft. Tvívegis hafa farþegarnir farið út í vél en jafnoft hefur verið hætt við flugtak. Á meðan hafa vélar frá Icelandair flogið til og frá landinu. Forstjóri Iceland Express segir það skýrast af mismunandi öryggiskröfum og ólíkum flugvélum.

Bar umboð sitt undir borgarlögmann áður en farið var í viðræður

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi og tilvonandi borgarstjóri í Reykjavík segist hafa borið umboð sitt í REI málinu svokallaða undir borgarlögmann áður en hann fór í málið. „Ég fékk úr þessu skorið og það hefði ekki hvarflað að mér að gera þetta án þess að vera með umboð," sagði Vilhjálmur í Kastljósi Ríkisútvarpsins fyrir stundu.

Fjölskyldu gert að fara af kirkjujörð

Illa heiðrar kirkjan minningu séra Péturs í Laufási með því að neyða fjölskyldu hans burt af jörðinni, segir kona í Grýtubakkahreppi í opnu bréfi til biskups. 97% sóknarbarna vilja að fjölskylda hans fái áfram að búa á Laufási en kirkjan segist verða að fara að reglum.

Fanginn lést úr meþadon eitrun

Fanginn sem lést á Litla Hrauni í september síðastliðnum lést ekki af eðlilegum ástæðum eins og í fyrstu var talið heldur úr meþadoneitrun. Meþadonið fékk hann hjá afleysingalækni fangelsinsins. Fjölskylda fangans hyggst stefna ríkinu.

Kjaraviðræður töfðust vegna veðurs

Kjaraviðræður á milli Starfsgreinasambandsins og Flóabandalagsins annars vegar og Samtaka atvinnulífsins hins vegar halda áfram á laugardag. Þær töfðust nokkuð í dag vegna veðurs.

SBK hættir að keyra vegna veðurs

Fyrirtækið SBK, sem sér um strætisvagnaferðir í Reykjanesbæ er hætt akstri í dag vegna veðurs. Fulltrúi fyrirtækisins segir að blindbylur sé nú í bænum og ekkert vit í því að reyna að halda áfram akstri. Hann biður foreldra að huga að börnum sínum ef þau hafa ætlað heim í strætó.

Ekkert athugavert við aðkomu FL Group

Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri Samskiptasviðs FL Group, segir að félagið telji ekkert athugavert við aðkomu FL Group eða Geysis Green Energy í samningaviðræðum sínum við Reykjavik Energy Invest og Orkuveitu Reykjavikur eins og gefið sé til kynna í skýrslu stýrihóps Svandísar Svavarsdóttur.

Ólafur Friðrik: Sigur fyrir Reykjavíkurborg

Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri fagnar niðurstöðu Hæstaréttar Íslands í máli borgarinnar gegn olíufélögunum. Í tilkynningu frá borginni kemur fram að Ólafur telji niðurstöðuna sigur fyrir Reykjavíkurborg.

Sjá næstu 50 fréttir