Fleiri fréttir

Óshlíð opin milli fjögur og hálffimm

Óshlíð verður opin milli fjögur og hálffimm í dag. Þrjú snjóflóð féllu í Súðavíkurhlíð fyrir hádegið og var gripið til þess ráðs að loka bæði Súðavíkurhlíðinni og Óshlíðinni, að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum.

"Vinir verða alltaf vinir"

Haukur Leósson, fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, hefur ekki séð skýrslu stýrihóps um REI-málið og vildi ekki láta hafa neitt eftir sér þegar Vísir ræddi við hann í dag.

65 milljónir til viðbótar vegna manneklu

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag 65 milljóna króna aukafjárveitingu til sérstakra aðgerða í starfsmannamálum Reykjavíkurborgar á þessu ári.

Samfylkingin biður fólk að kjósa Röskvu

„Þetta er hið versta mál og kemur alls ekki frá okkur. Ég var mjög hissa þegar ég sá þetta og við erum búin að biðja þá um að taka þetta út,“ segir Dagný Ósk Aradóttir Röskvuliði og formaður Stúdentaráðs.

Fyrrverandi borgarstjóri klökknaði í ráðhúsinu

Vilhjálmur Þórmundur Vilhjálmsson klökknaði þegar hann kom út af borgarráðsfundi en sagði að málið hefði reynt mikið á sig. Skýrsla samstarfshóps borgarfulltrúa um REI málið var kynnt á fundinum í dag. Vilhjálmur sagðist þó eiga góða fjölskyldu að og hafa sterk bein og það hefði hjálpað sér.

Eðlilegra að óháður hópur hefði skoðað REI málið

„Ég hefði talið eðlilegt að óháður hópur manna hefði skoðað þetta mál,“ segir Sigurður Líndal, prófessor emeritus við lagadeild Háskóla Íslands, um stýrihópinn sem skilaði af sér skýrslu um REI-málið í dag.

Heilbrigðisstofnanir úti á landi vilja skrá sjúkraskrár

Tekist var á um það á Alþingi í dag hvort útvistun á ritun sjúkraskráa væri liður í einkavæðingu heilbrigðiskerfisins. Fram kom í svari ráðherra að heilbrigðisstofanir úti á landi væru meðal þeirra sem boðið hefðu í þessa þjónustu.

Menn gætu verið dregnir til ábyrgðar

Ólafur Friðrik Magnússon borgarstjóri útilokar ekki að menn verði dregnir ábyrgðar vegna REI málsins. Svört skýrsla um REI málið var kynnt á fundi borgarráðs í dag og stendur fundur borgarráðs enn yfir. Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi VG tók í sama streng og borgarstjóri en hvorugt þeirra vildi nefna nein nöfn.

Vill svör um skipan héraðsdómara

Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri – grænna, hefur lagt fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra á Alþingi vegna skipanara í embætti héraðsdómarar.

Kveikt á Friðarsúlu Yoko Ono

Í tilefni af Vetrarhátíð í Reykjavík verður kveikt á Friðarsúlu Yoko Ono í kvöld, 7. febrúar kl. 19:00 og mun ljósið loga yfir hátíðina; fimmtudag, föstudag og laugardag frá kl. 19:00 -01:00.

Myndband: Unglingaslagsmálin í Kringlunni

Vísir sagði frá unglingaslagsmálum í Kringlunni í gær. Þar söfnuðust tveir hópar unglinga saman og slógust. Lögreglan var kölluð á staðinn. Tveir ungir piltar voru handteknir.

Ekki menntamálaráðherra sem semur við kennara

Ekki er hægt að líta svo á að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hafi talað fyrir sjónarmiðum ríkisstjórnarinnar þegar hún lýsti því yfir að hækka þyrfti verulega laun kennara á fundi á dögunum.

Ekki góður bragur á því að hafa reykherbergi á þingi

Guðlaugur Þór Þórðarsons heilbrigðisráðherra sagði ekki góðan brag á því að heimila reykingar í herbergi í Alþingishúsinu í ljósi þess að þingið hefði samþykkt lög um að banna reykingar á opinberum stöðum. Lagði hann til að herberginu yrði lokað.

Maður dæmdur fyrir að bíta mann

Karlmaður var í gær dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Maðurinn réðst að öðrum karlmanni í heimahúsi í Vestmannaeyjum þann 1.apríl árið 2006.

Flugsamgöngur lamaðar í morgun

Öllu innanlandsflugi hefur verið frestað vegna veðurs í dag en kannað verður með flug klukkan tvö. Flugi sem átti að fara til Grænlands í dag hefur verið aflýst vegna ókyrrðar í lofti.

Annríki hjá lögreglu og björgunarsveitum

Mikið annríki er nú hjá björgunarsveitum og lögreglu víða á landinu. Á Hellisheiði sitja bílar fastir en björgunarsveitir eru á leiðinni til hjálpar fólki. Bílar sem þar sitja fastir verða skildir eftir.

Fundur hafinn hjá borgarráði

Borgarráðsfundur hófst nú klukkan hálftíu. Þar var ætlunin að fara yfir skýrslu stýrihóps um málefni Reykjavik Energy Invest. Ekki liggur fyrir hversu langur fundurinn verður en unnið hefur verið að því að leggja lokahönd á skýrsluna síðustu daga

Björgunarsveitir kallaðar út - Reykjanesbraut lokuð

Vegurinn undir Hafnarfjalli er nú lokaður vegna þess hve færðin er slæm en það á við víða á landinu. Lögreglan á Akranesi segir í tilkynningu að ekkert ferðaveður sé nú á Vesturlandsvegi og vegunum kring um Akrakfjall.

Rafmagnsleysi í Miðdal um stund

Miðdalslínu leysti út í morgun sem leiddi til þess að rekstrartruflun varð á háspennu á níunda tímanum. Það leiddi til þess að rafmagnslaust varð í Miðdal og á Hafravatnssvæðinu.

Ófærð í Reykjavík og nágrenni

Það hefur snjóað talsvert í Reykjavík og nágrenni í nótt og þung færð færð á öllu höfuðborgarsvæðinu og austur í sveitir.

Blæs nýju lífi í glæsivillu

Ingunn Wernersdóttir fjárfestir er að breyta Þingholtstræti 29a aftur í fjölskylduhús. „Það er verið að endurnýja húsið og gera það í eins upprunalegri mynd og hægt er,“ segir Ingunn.

REI skýrslan í heild sinni

Hér fyrir neðan má nálgast lokaskýrslu stýrihópsins sem fjallaði um málefni Orkuveitunnar og REI. Vísir hefur í kvöld sagt frá efni skýrslunnar en samkvæmt heimildum Vísis hyggst Svandís Svavarsdóttir leggja skýrsluna fyrir borgarráð á morgun. Heimildir herma einnig að sjálfstæðismenn í Reykjavík hafi fundað í kvöld vegna skýrslunnar en ekki munu allir vera á eitt sáttir um innihaldið.

REI skýrslan: Aðkoma FL Group ráðandi

Vísir hefur undir höndum skýrslu stýrihóps sem falið var að fjalla um REI málið. Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokks fundar nú um innihald hennar en skýrslan verður lögð fyrir borgarráð á morgun.

Sigríður Lillý nýr forstjóri TR

Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur skipað Sigríði Lillý Baldursdóttur í embætti forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins til fimm ára frá og með 6. febrúar

Obba með mestu nytin í fyrra

Kýrin Obba á bænum Brakanda í Hörgárdal mjólkaði mest allra íslenskra kúa á síðasta ári eða rúmlega 12.200 kíló af mjólk.

Hnúfubak rak á land við Garðskaga

Stóreflis hnúfubakstarfur fannst í fjöru við Garðskaga í dag. Á vef Víkurfrétta kemur fram að dýrið sé rúmir 10 metrar á lengd hið minnsta og liggi á bakinu í fjöruborðinu.

Göturnar meira saltaðar en fyrri ár

Meira hefur verið borið af salti á götur höfuðborgarinnar í vetur en síðustu ár. Í janúar kom það að minnsta kosti einu sinni fyrir að saltbílar voru á ferðinni samfellt í sólarhring.

Listaverk Ólafs kostar tvo milljarða

Kostnaður við nýtt tónlistar- og ráðstefnuhús er áætlaður fjórtán milljarða króna, en var í upphafi áætlaður tólf milljarðar. Listaverk Ólafs Elíassonar á húsinu kostar tvo milljarða, en smíði þess er hafin í Kína.

FL tjáir sig ekki um REI skýrslu

Halldór Kristmannsson upplýsingafulltrúi FL Group segst ekki hafa séð REI skýrsluna og vill kynna sér efni hennar áður en hann tjáir sig um hana.

Tillögur REI stýrihópsins

Í skýrslu stýrihópsins sem Vísir hefur undir höndum kemur fram að nýrri stjórn OR ásamt fulltrúum eigenda verði falið að vinna að tillögum um frekari framtíðarstefnumótun fyrir Orkuveitu Reykjavíkur í anda skýrslunnar.

Beðið eftir úttekt Ríkisendurskoðunar

Gunnar Svavarsson, formaður fjárlaganefndar, segir að nefndin muni bíða eftir stjórnsýsluúttekt á Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar áður en skoðað verði hvort endurskoða þurfi forsendur fjárlaga.

Unglingagengi slógust í Kringlunni

Öryggisverðir í Kringlunni hafa átt erfiðan dag þar sem hópur unglinga safnaðist saman í verslunarmiðstöðinni fyrir stundu. Svo virðist sem tvö gengi unglinga hafi mæst í Kringlunni og áttu þau greinilega eitthvað sökótt hvort við annað.

Sjá næstu 50 fréttir