Innlent

Vinstri-grænir ánægðir með REI skýrsluna og þakka Svandísi vel unnin störf

Svandís Svavarsdóttir fór fyrir stýrihópnum.
Svandís Svavarsdóttir fór fyrir stýrihópnum.

Félagsmenn í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði í Reykjavík eru ánægðir með skýrslu stýrihópsins sem fjallaði um REI málið. Á félagsfundi sem haldinn var fyrr í kvöld var eftirfarandi ályktun samþykkt:

„Félagsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík haldinn 7. janúar 2008 fagnar nýútkominni skýrslu stýrihóps borgarráðs um málefni REI og Orkuveitu Reykjavíkur og þakkar formanni hópsins Svandísi Svavarsdóttur fyrir vel unnin störf. Niðurstöður og störf hópsins eru til marks um breytt og bætt vinnubrögð í stjórnmálum þar sem þverpólitískt samvinna er höfð að leiðarljósi til að ná fram niðurstöðu í alvarlegu og afar mikilvægu máli."

Þá segir einnig að brýnt sé að tryggja „tillögum hópsins farveg og að lærdómur verði dreginn af ferlinu öllu lýðræðinu og almenningi til góða."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×