Fleiri fréttir

Stóð til að loka leikskólanum Hvarfi í dag vegna ógreiddra launa

Foreldrar barna á leikskólanum Hvarfi í Vatnsendahverfi í Kópavogi fengu hringingu frá leikskólanum í dag og þau beðin um að sækja börnin sín. Ástæðan var sú að starfsmenn leikskólans höfðu ekki fengið greidd laun og því ætti að loka skólanum. Að sögn Eddu Guðrúnar Guðnadóttur, trúnaðarmanni starfsmanna á Hvarfi, kom þó ekki til þess þar sem laun voru greidd þegar fréttirnar fóru að kvisast út.

Faxaflóahafnir tilbúnar til viðræðna við HB Granda

Stjórn Faxaflóahafna lýsir sig reiðubúna að hefja þegar í stað viðræður og samvinnu við HB Granda ef félagið vilji byggja upp framtíðarstarfsemi sína á Akranesi. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundir stjórnarinnar í dag.

Lögregla vill lengra gæsluvarðhald yfir smyglurum

Farið hefur verið fram á framlengingu gæsluvarðhalds yfir tveimur þeirra manna sem grunaðir eru um að hafa smyglað um fimm kílóum af amfetamíni og kókaíni til landsins í hraðsendingu. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum ætlar dómari að ákvarða í málinu seinnipartinn í dag.

Greinir á um hvort þvingunarúrræði séu í lögum

Reykingar voru leyfðar áfram á nokkrum veitingastöðum í miðbænum í gærkvöld án afskipta lögreglu. Umhverfissvið Reykjvíkurborgar telur ekki mögulegt að beita viðurlögum við því að reykingabannið sé hundsað.

Fjórum sundlaugum lokað vegna heitavatnsskorts

Báðar sundlaugarnar í Árborg eru lokaðar en ekki hefur enn þurft að skammta vatn til atvinnulífsins eða almennings. Aldrei áður hefur jafn mikið hitaveituvatn verið notað á höfuðborgarsvæðinu og í morgun, en það jafnast á við streymi Elliðaánna.

Fjarri því að kuldamet falli

Þótt kuldinn á landinu sé mikill þessi dægrin er fjarri því að 90 ára kuldamet frostaveturin mikla falli. Þetta segir Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfræðingur á fréttastofu Stöðvar 2.

Kynbundnum launamun eytt hjá Akureyrarbæ

Ekki er marktækur munur á launum karla og kvenna hjá Akureyrarbæ, ef tekið er tillit til starfs, starfssviðs, aldurs, starfsaldurs og vinnutíma. Þetta kemur fram í könnun sem bærinn fól Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri að gera síðasta vor. Könnunin var kynnt í bæjarráði í gær.

Skýrslan um Breiðavíkurdrengina er tilbúin

Skýrslan um Breiðavíkurdrengina sem forsætisráðherra hefur látið vinna er tilbúin. Róbert R. Spanó lagaprófessor segir að skýrslan verði kynnt í þar næstu viku en Róbert er formaður nefndarinnar sem vann skýrsluna.

Þriggja og sex bíla árekstur í Ártúnsbrekku

Tveir árekstrar urðu í Ártúnsbrekkunni um klukkan átta. í öðrum þeirra skullu þrír bílar saman en í hinum sex bílar. Ekki er vitað hvort slys hafi orðið á fólki. Nokkrar tafir mynduðust vegna þessa en greitt hefur verið úr flækjunni.

Átök á Kaffi Krús á Selfossi í nótt

Til átaka kom á veitingahúsinu Kaffi Krús á Selfossi upp úr miðnætti þegar slettist upp á vinskapinn meðal fjögurra vinnufélaga, sem sátu þar að sumbli.

Neitar að gefa upp nafn höfuðpaursins

Einar Jökull Einarsson neitaði fyrir dómi að gefa upp nafn mannsins sem bað hann um að flytja fíkniefni landsins. Aðalmeðferð í Pólstjörnumálinu lauk í gær og hafa allir mennirnir sem ákærðir eru játað aðild sína.

Búðarhálsvirkjun miðuð við meiri vatnsmiðlun

Landsvirkjun hyggst halda þeim möguleika opnum við gerð Búðarhálsvirkjunar að hún geti í framtíðinni fengið viðbótarvatn bæði með Norðlingaölduveitu og Skaftárveitu í gegnum Langasjó.

Evrópusambandsaðild rædd fyrir luktum dyrum

Forystumenn Samtaka atvinnulífsins ræddu fyrir luktum dyrum í dag hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Framkvæmdastjóri samtakanna segir að menn vilji ekki afskrifa þann kost að hægt verði að taka upp evru án þess að ganga í sambandið en það sé að verða almennari skoðun að evran sé betri en krónan.

Fimm ára fangelsi fyrir Jón

Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag fimm ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir hinum hálfsextuga Jóni Péturssyni. Jón er dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að beita þáverandi sambýliskonu sína hrottalegu ofbeldi í desember síðastliðnum, halda henni nauðugri í íbúð þeirra í hátt í heilan sólarhring og nauðga henni.

Hæstiréttur mildaði dóm körfuknattleiksmanns

Körfuknattleiksmaðurinn Ólafur Aron Ingvason var dæmdur í 22 mánaða fangelsi í Hérðasdómi á síðasta ári fyrir vörslu á 418 e-töflum. Hæstiréttur mildaði dóminn yfir Ólafi í dag og fékk hann 12 mánað silorðsbundið fangelsi.

Saksóknari vill Einar Jökul í 12 ára fangelsi

Fram kom í máli Kolbrúnar Sævarsdóttur saksóknara í Fáskrúðsfjarðarmálinu í dag að ákæruvaldið fer fram á að héraðsdómur dæmi Einar Jökul Einarsson, skipuleggjanda smyglsins, í 12 ára fangelsi. Það er hámarksrefsing fyrir fíkniefnabrot.

20 mánaða fangelsi efir brot á skilorði

Karlmaður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í 20 mánaða fangelsi fyrir ýmis brot sem hann framdi í fyrra. Meðal þess sem hann var dæmdur fyrir var að hafa ráðist á mann í afgreiðslu Sjóvá við Eldshöfða, stolið átján tveggja lítra kókflöskum úr Krónunni við Jafnasel, brotist inn í íbúðarhús og stolið fartölvu og ekið alloft hér og þar um bæinn undir áhrifum eiturlyfja.

ASÍ reki mál á hendur HB Granda

Alþýðusamband Íslands mun að líkindum reka mál fyrir hönd Verkalýðsfélags Akraness sem hygst stefna HB Granda fyrir að virða ekki lög um hópuppsagnir í tengslum við uppsagnir hjá félaginu á Akranesi.

Mátti ekki sýna mynd um eldgosið

Eigandi veitingastaðarins Kaffi Kró í Vestmannaeyjum var í dag sýknaður í héraðsdómi af því að hafa sýnt tvær heimildarmyndir um gosið í Vestmannaeyjum.

Enn vonskuveður víða á landinu

Tveir þriggja bíla árekstrar urðu með stuttu millibili um áttaleytið í morgun í umdæmi lögreglunnar á Selfossi.

Vill refsilækkun fyrir nýbakaðan föður

Brynjar Níelsson, verjandi Guðbjarna Traustasonar sem er einn ákærðu í Fáskrúðsfjarðarmálinu svokallaða, sló á létta strengi í málflutningi sínum í Hérðasdómi Reykjavíkur þegar hann rakti hvaða málsbætur Guðbjarni ætti.

Atlantsolía neyðist til að fá lánaða birgðaraðstöðu

„Birgðaraðstaðan okkar í Hafnarfirði dugar stundum ekki og því höfum við undanfarið neyðst til þess að sækja til þeirra aðila sem hafa yfir slíkri aðstöðu að ráða,“ segir Albert Þór Magnússon framkvæmdarstjóri Atlantsolíu.

Hættiði að leggja uppi á gangstéttum

Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar beinir því til ökumanna að leggja bílum sínum þannig að snjómoksturstæki geti með auðveldum hætti rutt gangstéttir.

Ekki hægt að útiloka beitingu kynjakvóta

Ekki er hægt að útiloka beitingu lögbundins kynjakvóta hjá íslenskum fyrirtækjum, takist ekki að leiðrétta hlut kvenna í stjórnum og stjórnunarstöðum. Þetta kom fram í máli viðskiptaráðherra Björgvins G. Sigurðssonar á fundi sem hópur kvenna stóð fyrir í dag. Fundurinn var haldinn í tengslum við auglýsingar sem birtust í blöðum í morgun þar sem rúmlega hundrað konur lýstu sig reiðubúnar til þess að taka sæti í stjórnum íslenskra fyrirtækja.

Sjá næstu 50 fréttir