Fleiri fréttir

Svandís: „Endurtekið efni, sami höfundur“

Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi Vinstri Grænna sagði í ræðu sinni á fundi borgarstjórnar nú í hádeginu að leynimakkið, leyndin, umboðsleysið og samráðsleysið væri allt kunnugleg stef. Það vær endurtekið efni með sama höfundi. Hún rakti sína aðkomu að REI málinu og Orkuveitu Reykjavíkur þar sem hún sagði að tekist hefði verið að koma í veg fyrir að borgin missti Orkuveituna til einkaaðila og gerðir yrðu milljóna forréttindasamningar.

Ekki góð útfærsla á lýðræðinu

Ólafur F. Magnússon sagði í samtali við Sjónvarpið fyrir stundu að það væri ekki góð útfærsla á lýðræðinu hvernig mótmælt væri á pöllum Ráðhússins með háreysti.

Hlé gert á fundi vegna mótmæla - Ólafur kjörinn borgarstjóri

Ólafur F Magnússon var rétt í þessu kjörinn borgarstjóri Reykjavíkur við mikil mótmæli frá fólki á áhorfendapöllum. Fólkið hrópaði "hættið við" "okkar reykjavík" og fleiri slagyrði við kjörið og gera þurfti hlé á fundi vegna óláta. Átta borgarfulltrúar kusu Ólaf borgarstjóra en sjö voru á móti.

Dagur: Í dag ætti að kjósa í Reykjavík

Dagur B. Eggertsson, fráfarandi borgarstjóri, segir borgarbúa hafa orðið vitni að afbökun á lýðræði og stjórnmálum með myndun nýs meirihluta sjálfstæðismenna og Ólafs F. Magnússonar.

Hanna Birna kjörin forseti borgarstjórnar

Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, var kjörin forseti borgarstjórnar með átta atkvæðum nýs meirihluta gegn sjö auðum seðlum fráfarandi meirihluta.

Mættu ekki til að taka á móti undirskriftum

Hvorki Ólafur F. Magnússon né Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson lét sjá sig þegar aðstandendur undirskriftasöfnunar gegn myndun nýs meirihluta hugðust afhenda þeim undirskriftir nærri sex þúsund Reykvíkinga.

Ágúst formaður samstarfsnefndar um málefni aldraðra

Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingamálaráðherra hefur skipað í samstarfsnefnd um málefni aldraðra í kjölfar þess að málaflokkurinn var fluttur frá heilbrigðisráðuneytinu til félags- og tryggingamálaráðuneytisins um áramótin.

Ríkisstjórnin gagnrýnd fyrir máttlitlar mótvægisaðgerðir

Varaformaður Framsóknarflokksins óttast atgervisflótta úr fiskvinnslu í kjölfar fjölmargra uppsagna á síðustu mánuðum og vill að stjórnvöld bjóði því fólki sem þar missir vinnuna tækifæri til menntunar því að kostnaðarlausu. Ríkisstjórnin var gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi í málefnum þessa hóps.

Kjörnir fulltrúar að leika sér að lýðræðinu

Félagsfundur Samfylkingarfélagsins í Reykjavík lýsir yfir fullum stuðningi við borgarfulltrúa sína sem nú standa í ströngu vegna óvæntra og ófyrirséðra breytinga á stjórn Reykjavíkurborgar, og þakkar þeim fyrir glæsilegt og árangursríkt starf við stjórn borgarinnar undanfarna mánuði.

Kristján þór vill meirihluta með VG eða SF

Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að farsælast væri fyrir borgarbúa að Sjálfstæðisflokkur myndaði meirihluta með Vinstri grænum og Samfylkingunni.

Framsókn tókst það sem Sjálfstæðisflokknum tókst ekki

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segir að Framsókn hafi tekist það sem Sjálfstæðisflokknum í borginni tókst ekki, að kasta nógu miklum skít á Björn Ingi Hrafnsson þannig að hann hverfi úr pólitík. Hann á þó von á að Björn Ingi komi aftur inn á vettvang stjórnmálanna.

Boðað til mótmælafundar við ráðhúsið

Ungliðahreyfingar Tjarnarkvartettsins svonefnda, eða Samfylkingar, Vinstri grænna, Framsóknar og stuðningsmenn Margrétar Sverrisdóttur, hvetja til mótmæla við ráðhúsið klukkan 11.45 áður en borgarstjórnarfundur hefst.

Fyrsti karlmaðurinn í forsvari

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, var á þriðjudag valinn formaður jafnréttisnefndar Evrópuráðsþingsins. Hann er fyrsti karlmaðurinn sem gegnir stöðu formanns nefndarinnar.

Björn Ingi er hættur sem borgarfulltrúi

Björn Ingi Hrafnsson ætlar á borgarstjórnarfundi á morgun að víkja og láta af öllum störfum sem borgarfulltríu í Reykjavík. Óskar Bergsson varaborgarfulltrúi mun taka við sem borgarfulltrúi flokksins.

Ungliðahreyfingar Tjarnarkvartettsins vilja stöðva ruglið

„Ungliðahreyfingar Samfylkingar, Vinstri grænna, Framsóknar og ungir stuðningsmenn Margrétar Sverrisdóttur ítreka mikilvægi samstöðu félagshyggjuaflanna í borginni og hvetja þau til þess að sameinast gegn upplausn í borgarstjórn Reykjavíkur út kjörtímabilið. Þessi samstaða er lykilatriði í því að úthýsa ruglinu úr ráðhúsinu.“

Leiðrétting frá ritstjórn Vísis

Við upplýsingaöflun um fatakaup framsóknarmanna í Reykjavík í kvöld hringdi fréttamaður Vísis í mann sem kynnti sig sem Ragnar Þorgeirsson. Þegar hann var spurður hvort hann væri formaður kjördæmisráðs framsóknarmanna í Reykjavík sagði hann svo vera.

Flugvöllur eða íbúabyggð í Vatnsmýri?

Það var líklega tvennt sem vakti mesta athygli við málefnaskrá nýja meirihlutans í borginni. Í fyrsta lagi að reynt verði að varðveita 19. aldar götumynd Laugavegarins. Í öðru lagi og efst á lista meirihlutans er hins vegar Vatnsmýrin, að ekki verði hróflað við Reykjavíkurflugvelli á kjörtímabilinu.

Ógilt hjúskaparvottorð Fischers og Watai

Bobby Fischer var bandarískur ríkisborgari allt þar til bandarísk yfirvöld ógiltu vegabréf hans árið 2003. Guðjón Ólafur Jónsson, lögfræðingur systursona Fischers segir að samkvæmt hjúskaparvottorði því sem Watai hefur framvísað komi fram að þau gengu í það heilaga í ágúst 2004.

Aurora velgerðarsjóður úthlutar 210 milljónum

Stjórn Aurora velgerðasjóðs kynnti í dag þá ákvörðun sína að ráðstafa alls 210 milljónum króna til fyrstu styrktarverkefna sjóðsins. Það eru hjónin Ingibjörg Kristjánsdóttir landslags-arkitekt og Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa sem stofnuðu velgerðasjóðinn fyrir réttu ári á fimmtugsafmæli Ólafs, 23. janúar 2007. Þá var einn milljarður króna lagður í sjóðinn og nú hefur verið veitt úr honum í fyrsta sinn.

Passið ykkur á ísnum!

Í hlákunni síðustu daga er ís á vötnum og ám víða orðinn ótraustur og full ástæða til að vara fólk við því að fara út á hann. Erfitt getur verið að meta hvort ís sé nægjanlega traustur til að fara út á hann og mismunandi eftir vatni hvernig ísalög eru. En regla númer eitt er að snúa alltaf við ef einhverjir brestir heyrast.

Skipar starfshóp um aðgerðir gegn mansali

Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingamálaráðherra hefur skipað sérstakan starfshóp sem hefur það hlutverk að fjalla um með hvaða hætti standa megi að gerð og framkvæmd heildstæðrar áætlunar um aðgerðir gegn mansali á Íslandi.

Mótmælalisti afhentur á morgun

Þeir sem hafa staðið fyrir undirskriftasöfnun þar sem nýjum meirihluta í Reykjavík er mótmælt hafa boðað þá Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson og Ólaf F. Magnússon til fundar í Tjarnarsal Ráðhússins klukkan 11:30 á morgun. „Þúsundir borgarbúa hafa nú þegar undirritað mótmæli vegna ótrúlegra vinnubragða við myndun þessa nýja meirihluta," segir í tilkynningu frá hópnum.

Ólafur í byrjun desember: Megum ekki verða að örflokki

“Ég tel mjög mikilvægt að þessi borgarstjórnarflokkur og þeir sem að honum standa starfi vel saman og reyni að hafa breidd í málunum þannig að við stöndum undir þessu umboði og verðum ekki að einhverjum örflokki í lok kjörtímabilsins,” sagði Ólafur F Magnússon verðandi borgarstjóri í Silfri Egils þann 2.desember síðastliðin.

Guðrún Jónsdóttir valin Ljósberi ársins

Guðrún Jónsdóttir, félagsráðgjafi og talskona Stígamóta, var valin Ljósberi ársins 2007. Verðlaunin eru veitt fyrir áralanga, ötula og skelegga baráttu hennar gegn kynferðisofbeldi og klámvæðingu hér á landi í forsvari fyrir Stígamót.

Samkomulag um fyrrverandi hús ÁTVR á Seyðisfirði

Samkomulag hefur náðst á milli fjármálaráðuneytiosins, Minjaverndar og Seyðisfjarðarkaupstaðar um málefni fyrrverandi verslunarhúsnæðis ÁTVR á Seyðisfirði. Þetta kom fram í fyrirspurn Árna Mathiesen fjármálaráðherra við fyrirspurn flokkssystur sinnar, Arnbjargar Sveinsdóttur.

Þak sett á lyfjakostnað allra sjúklinga

Þak verður sett á lyfjakostnað allra sjúklinga á þessu ári og síðar einnig á aðra kostnaðarþætti sjúklinga í heilbrigðisþjónustu. Nefnd um greiðsluþátttöku almennings í heilbrigðisþjónustu vinnur að því að einfalda það kerfi sem nú er við lýði.

Sjá næstu 50 fréttir