Fleiri fréttir

Var ekki boðinn borgarstjórastóllinn

Svandís Svarasdóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn, segir rangt að sjálfstæðismenn hafi boðið henni borgarstjórastóllinn eins og Ólafur F. Magnússon, verðandi borgarstjóri, fullyrti í gær.

Þorbjörg Helga: Björn Ingi gaf tóninn

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir það skref Björns Inga Hrafnssonar, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, að slíta samstarfi við sjálfstæðismenn í haust hafa fært pólitíkina í borginni á nýjan stað.

Rúmlega 45 skjálftar hafa mælst í Grindavík

Um 45 minni skjálftar hafa mælst eftir að skjálfti upp á fjóra á Richter skók Grindavík með þeim afleiðingum að hlutir féllum úr hillum. Skjálftarnir eru flestir á milli einn og tveir á Richter en þó mældist annar skjálfti upp á fjóra rétt fyrir klukkan sex í morgun. Veðurstofan reiknar með að skjálftarnir haldi eitthvað áfram en fjari út á næstu klukkustundum.

Hefur efasemdir um sannsögli Björns Inga

,,Björn Ingi segir hvað? Og hver hafði samband við Björn Inga? Ég fullyrði að þetta er rangt að honum hafi verið boðið upp í dans að þessu sinni vegna þess að hann spilaði sig út úr pólitíkinni með því sem hann gerði í haust,“ sagði Agnes Bragadóttir, blaðamaður Morgunblaðsins, í spjalli við Heimi og Kollu í morgunþætti Bylgjunnar, Í bítið, í morgun.

„Ónotatilfinning að vera rifinn upp á náttfötunum"

Í dag eru liðin 35 ár frá upphafi eldgossins á Heimaey, stærstu eyju Vestmannaeyjaklasans. Elliði Vignisson bæjarstjóri segist muna vel eftir þessum degi þrátt fyrir að hafa verið aðeins fjögurra ára gamall þegar gosið hófst.

Ræður ráðamanna á erlendri tungu liggi fyrir á íslensku

Samfylkingarmennirnir Mörður Árnason og Karl V. Matthíasson hafa lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem því er beint til forseta Íslands og ráðherra að ræður og ávörp sem þeir flytja á erlendri tungu liggi fyrir á íslensku samtímis eða svo skjótt sem auðið er.

Eldgossins í Eyjum minnst í dag

Þrjátíu og fimm ár eru í dag liðin frá því að eldgos hófst í Vestmannaeyjum og eyjamenn sigldu allir til lands í fiskiskipaflota sínum.

Vinskapur hafði ekkert með lögfræðiálit að gera

Bjarnfreður Ólafsson skattalögfræðingur segir álit sitt á skattamálum Framsóknarflokksins og frambjóðenda hans ekki tengjast þeim persónum sem eigi hlut að máli. „Þetta er einföld lögfræðileg niðurstaða og ætti að vera alveg óumdeild. Hún er ekkert tengd persónum enda er Óskar Bergsson kær vinur minn, Björn Inga þekki ég hinsvegar ekkert."

Greiði skatta og skyldur af mínum hlunnindum

„Ég greiði skatta og skyldur af mínum launum og hlunnindum og geri nákvæmlega það sem mér er sagt að gera frá mínum endurskoðanda,“ segir Björn Ingi Hrafnsson um þær ásakanir að hann hefði átt að greiða skatt af styrk sem hann fékk til fatakaupa fyrir kosningar árið 2006.

Frjálslyndir á norðausturlandi styðja nýjan meirihluta

Hin ýmsu félög tengd stjórnmálaflokkunum hafa sent frá sér yfirlýsingar þar sem nýr meirihluti í borginni nýtur annaðhvort stuðnings eða hann er fordæmdur. Kjördæmisráð Frjállyndaflokksins í norðausturkjördæmi lýsir yfir stuðningi í yfirlýsing.

Dagur fór að hafa áhyggjur vegna fréttar Vísis

„Það var vegna fréttar á Vísi sem ég heyrði í Ólafi á mánudagsmorgun. Hann var þá léttur og sagði þetta af og frá og ætlaði að leiðrétta þetta við blaðamann svo þetta yrði úr sögunni,“ sagði Dagur B Eggertsson fráfarandi borgarstjóri í viðtali við Kastljósið nú í kvöld.

Flugvöllur í Vatnsmýri til langrar framtíðar

Reykjavíkurflugvöllur verður áfram í Vatnsmýri til langrar framtíðar, segir Ólafur F. Magnússon, verðandi borgarstjóri. Hann segir stefnuskrá nýja meirihlutans vera sjötíu prósent F-lista plagg.

Útförin var stórkostleg leikflétta

Hin leynilega útför Fischers á bökkum Ölfusár í gærmorgun varð til þess að margir sem vonuðust til að geta kvatt hann, urðu af tækifærinu, þeirra á meðal Boris Spasský.

Ólafur hefur umbylt embætti forseta Íslands

Ólafur Ragnar Grímsson hefur umbylt embætti forseta Íslands frá því hann tók við því meðal annars með því að nýta málskotsréttinn. Á fyrirlestri sem haldinn var um forsetann í dag var Ólafur kallaður útrásarforseti.

Óánægður viðskiptavinur hindraði aðkomu sjúklinga að Læknavaktinni

„Það var haft samband við mig og ég benti á að maðurinn gæti talað við skrifstofuna eftir helgi sem er mjög eðlilegt vinnulag," segir Gerður Árnadóttir læknir á Læknavaktinni en óánægður viðskiptavinur lét illa eftir að honum var neitað um endurgreiðslu fyrir skömmu.

Björn Ingi og Óskar brutu gegn skattalögum

Frambjóðendur Framsóknarflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík árið 2006 hefðu átt að gefa fatastyrk sem þeir fengu upp til skatts sem hlunnindi eða gjafir, að mati lögfræðings. Fréttablaðið hefur það eftir Birni Inga Hrafnssyni borgarfulltrúa að hann hefði ekki séð ástæðu til að gefa styrkinn upp til skatts því að um svo lágar upphæðir hafi verið að ræða.

Útlit fyrir að F-listi fái engan formann í nefndum og ráðum

Ólafur F. Magnússon, verðandi borgarstjóri, segir að ákvörðun Margrétar Sverrisdóttur og Guðrúnar Ásmundsdóttur um að standa með gamla meirihlutanum í borginni sé merki um að þær séu að bregðast kjósendum sínum. Hann óttast ekki að Margrét slíti meirihlutanum fái hún tækifæri til þess. Úlit er fyrir að F-listi fái ekki formann í neinum nefndum og ráðum vegna ákvæða í sveitarstjórnarlögum.

79 prósent treysta ekki Ólafi F. samkvæmt könnun Vísis

78,9 prósent þeirra sem tóku þátt í skoðanakönnun Vísis í dag segjast ekki bera trausts til Ólafs F. Magnússonar sem borgarstjóra. 1600 manns hafa tekið þátt í könnunni þegar þetta er skrifað. Ef þú hefur ekki enn telið þátt getur þú kosið hér.

Segir frjálslynda ekki geta stutt Ólaf nema hann starfi í flokknum

Jón Magnússon, þingmaður Frjálslynda flokksins, segir flokkinn ekki geta lýst yfir stuðningi við Ólaf F. Magnússon, verðandi borgarstjóra, eða borið pólitíska ábyrgð á honum nema hann taki til starfa innan flokksins í fullu samráði við frjálslynda í Reykjavík. Þetta kemur fram á vefsíðu Jóns.

„Ólafur er vinur minn“

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson oddviti Sjálfstæðisflokksins segir að ekki verði mikið um óvænt tíðindi á fundi borgarstjórnar á fimmtudaginn þegar kosið verður í nefndir og ráð á vegum borgarinnar. „Við erum að undirbúa fundinn og höfum rætt í okkar hóp hvernig verður en það kemur allt í ljós á fimmtudaginn,“ segir Vilhjálmur. „Við erum með ágætis fólk sem hefur skilað góðu starfi síðustu misseri,“ segir hann.

Þjófur eða þjófar á ferð í borginni að degi til

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar íbúa á höfuðborgarsvæðinu við þjófi eða þjófum sem taldir eru brotist inn í nokkur íbúðarhús á svæðinu að degi til á virkum dögum meðan íbúarnir eru að heiman.

Margrét og Guðrún binda sig við fráfarandi meirihluta

Borgarfulltrúar Samfylkingarnnar, Vinstri - grænna og Framsóknarflokks ásamt öðrum og þriðja manni F-lista hafa ákveðið að starfa áfram saman að heildum og hafa nána samvinnu um málflutning og tillögugerð.

Reykvíkingar verða með þrjá borgarstjóra á launum

Reykvíkingar verða með þrjá borgarstjóra á launum þegar Ólafur F. Magnússon tekur við sem borgarstjóri á fimmtudag eins og gert er ráð fyrir. Með meirihlutaskiptunum fer Dagur B. Eggertsson á biðlaun og fyrir er Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson á biðlaunum.

Ekkja Bobby Fischer erfir 140 milljónir

Miyoko Watai, ekkja Bobby Fischer, mun erfa þær 140 milljónir sem Fischer skildi eftir sig við andlát sitt. Staðfest hefur verið að Watai var eiginkona Fischers en ekki unnusta eins og oft hefur verið haldið fram og mun því erfa þær rúmu 140 milljónir króna sem Vísir hefur heimildir fyrir að hann láti eftir sig, auk 67 fermetra íbúðar í Espigerði.

Samhæfingarstöð lokað en enn varað við slæmu veðri víða

Samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð, sem virkjuð var í gærkvöld vegna veðurs, hefur verið lokað. Fram kemur í tilkynningu frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra að enn sé þó slæmt veður víða um land og lítið ferðaveður. Er fólk hvatt til þess að fylgjast vel með veðri og færð.

Kanna hvort Fischer hafi verið kvæntur

Hugmyndin um að Bobby Fischer yrði grafinn í þjóðargrafreit á Þingvöllum var borin undir ekkju hans, Miyko Watai. Hún hafnaði hins vegar hugmyndinni með þeim orðum að það hefði ekki verið vilji Fischers og valdi fremur útför í kyrrþei.

Enn varað við nígerískum fjársvikum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við fjársvikum með erlendum tékkum. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að svikin fari þannig fram að viðskiptum sé komið á í gegnum íslenska sölusíðu.

Auralaus og kærustulaus á Akranesi

Lögreglan á Akranesi glímdi við heldur óvenjulegt verkefni í liðinni viku. Þá tóku lögreglumenn á eftirlitsferð eftir manni sem sat á ferðatösku, árla morguns, skammt frá Akratorgi.

Loðnan er fundin

Áhöfnin á loðnuskipinu Bjarna Ólafssyni AK segir á heimasíðu sinni að þeir hafi loksins fundið loðnuna sem lengi hefur verið leitað. Í gær fékk skipið 120 tonn af stórri og góðri loðnu sem var þar að auki átulítil.

Segir nýtt meirihlutasamstarf millileik hjá sjálfstæðismönnum

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segir að samstarf sjálfstæðismanna við Ólaf F. Magnússonar, oddvita F-lista, í borgarstjórn vera millileik hjá sjálfstæðismönnum. Samstarfið við Ólaf sé skyndibrullaup og efnt verði til stærra brúðkaups í Ráðhúsinu við fyrsta tækifæri.

Sjá næstu 50 fréttir