Innlent

Rúmlega áttatíu prósent vantreysta Ólafi F.

Ólafur F. Magnússon, verðandi borgarstjóri Reykjavíkur.
Ólafur F. Magnússon, verðandi borgarstjóri Reykjavíkur.

Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem tóku þátt í skoðanakönnun Vísis bera ekki traust til Ólafs F. Magnússonar, verðandi borgarstjóra.

7.751 tóku þátt í könnuninni en aðeins var hægt að kjósa einu sinni úr hverri tölvu. Spurt var: Berðu traust til Ólafs F. Magnússonar sem borgarstjóra. 81,3 prósent svöruðu spurningunni neitandi. 18,7 prósent sögðust bera traust til Ólafs. Könnunin stóð í sólarhring.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×