Öryggi á norðurslóðum nýtt forgangsmál í íslenskri utanríkisstefnu 8. nóvember 2007 11:53 MYND/VGA Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, lagði áherslu á aukna þátttöku Íslands í þróunarverkefnum og friðargæslu í munnlegri skýrslu sinni um utanríkismál á Alþingi í morgun. Þá sagði hún öryggi á norðurslóðum nýtt forgangsmál í íslenskri utanríkisstefnu. Í máli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra, kom fram að á norðurslóðum séu miklir hagsmunir í húfi. Benti ráðherra á að allmörg ríki hafi nú þegar gert tilkall til áhrifa og aðgangs að auðlindum á Norðurpólnum. Ráðherra sagði mikilvægt að Ísland leggi í þessu sambandi áherslu á mótun nauðsynlegra leikreglna á Norðurslóðum og spyrni gegn kapphlaupi um auðlindir norðursins og einhliða aðgerðum ríkja. Fram kom í máli Ingibjargar að nýtt tímaskeið sé hafið í öryggis- og varnarmálum Íslands. Hingað til hafi Ísland verið meira og minna þiggjandi í varnarsamstarfi vestrænna ríkja en nú séu forsendur gjörbreyttar. Sagði hún það fagnaðarefni að grannríki hafi sýnt áhuga á samstarfi við Íslendinga í öryggismálum. Minntist hún í því samhengi á rammasamningana við Noreg og Danmörku um samstarf á sviði öryggis- og varnarmála. Sagði hún ennfremur viðlíka samstarf við Bretland, Kanada, Þýskaland og Frakkland í deiglunni. Þá lagði Ingibjörg áherslu á aukna þátttöku Íslands í þróunarverkefnum og þróunaraðstoð. Í þessu ljósi hefur ráðherra ákveðið að Ísland gerist aðili að DAC, þróunarsamvinnunefnd OECD, en með aðildinni fær Ísland beinan aðgang að reynslu og upplýsingum sem nýtast við mótun stefnu í þróunarstarfi. Ráðherra sagði ennfremur að sem auðugu ríki beri Ísland skyldu til að stefna markvisst að því að verða í hópi þeirra ríkja sem mest leggja fram til þróunarmála miðað við verg landsframleiðslu. Á þessu ári mun hlutfallið nema 0,28 prósentum, 0,31 prósentum á næsta ári og 0,35 árið 2009. Utanríkisráðherra boðaði ennfremur aukna þátttöku Íslands í friðargæsluverkefnum á vegum Sameinuðu þjóðanna og er markmiðið að senda fleiri friðargæsluliða til starfa í Miðausturlöndum á næstunni. Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, lagði áherslu á aukna þátttöku Íslands í þróunarverkefnum og friðargæslu í munnlegri skýrslu sinni um utanríkismál á Alþingi í morgun. Þá sagði hún öryggi á norðurslóðum nýtt forgangsmál í íslenskri utanríkisstefnu. Í máli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra, kom fram að á norðurslóðum séu miklir hagsmunir í húfi. Benti ráðherra á að allmörg ríki hafi nú þegar gert tilkall til áhrifa og aðgangs að auðlindum á Norðurpólnum. Ráðherra sagði mikilvægt að Ísland leggi í þessu sambandi áherslu á mótun nauðsynlegra leikreglna á Norðurslóðum og spyrni gegn kapphlaupi um auðlindir norðursins og einhliða aðgerðum ríkja. Fram kom í máli Ingibjargar að nýtt tímaskeið sé hafið í öryggis- og varnarmálum Íslands. Hingað til hafi Ísland verið meira og minna þiggjandi í varnarsamstarfi vestrænna ríkja en nú séu forsendur gjörbreyttar. Sagði hún það fagnaðarefni að grannríki hafi sýnt áhuga á samstarfi við Íslendinga í öryggismálum. Minntist hún í því samhengi á rammasamningana við Noreg og Danmörku um samstarf á sviði öryggis- og varnarmála. Sagði hún ennfremur viðlíka samstarf við Bretland, Kanada, Þýskaland og Frakkland í deiglunni. Þá lagði Ingibjörg áherslu á aukna þátttöku Íslands í þróunarverkefnum og þróunaraðstoð. Í þessu ljósi hefur ráðherra ákveðið að Ísland gerist aðili að DAC, þróunarsamvinnunefnd OECD, en með aðildinni fær Ísland beinan aðgang að reynslu og upplýsingum sem nýtast við mótun stefnu í þróunarstarfi. Ráðherra sagði ennfremur að sem auðugu ríki beri Ísland skyldu til að stefna markvisst að því að verða í hópi þeirra ríkja sem mest leggja fram til þróunarmála miðað við verg landsframleiðslu. Á þessu ári mun hlutfallið nema 0,28 prósentum, 0,31 prósentum á næsta ári og 0,35 árið 2009. Utanríkisráðherra boðaði ennfremur aukna þátttöku Íslands í friðargæsluverkefnum á vegum Sameinuðu þjóðanna og er markmiðið að senda fleiri friðargæsluliða til starfa í Miðausturlöndum á næstunni.
Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira