Telur umhverfisáhrif vegna Bitruvirkjunar ekki umtalsverð 8. nóvember 2007 11:09 MYND/Kjartan Pétur Sigurðsson Umhverfisstofnun leggst ekki gegn Bitruvirkjun sem Orkuveita Reykjavíkur áformar að reisa á Hengilssvæðinu og telur að með fullnægjandi mótvægisaðgerðum sé ekki líklegt að umhverfisáhrif virkjunarinnar verði umtalsverð. Þetta kemur fram í umsögn stofnunarinnar um frummatsskýrslu vegna framkvæmdanna. Bitruvirkjun, sem verður allt að 135 megavatta jarðvarmavirkjun, hefur verið nokkuð umdeild og var um 400 athugasemdum skilað inn til Skipulagsstofnunar vegna framkvæmda við hana. Þá lagðist skipulags- og bygginganefnd Hveragerðisbæjar alfarið gegn virkjuninni þar sem hún var talin hafa veruleg skaðleg áhrif á möguleika Hveragerðis og nágrennis sem íbúða- og ferðamannasvæðis. Virkjunin á að rísa í landi sveitarfélaganna Ölfuss og Grímsnes- og Grafningshrepps. Í umsögn Umhverfisstofnunar er bent á að framkvæmdasvæði virkunarinnar sé að mestu leyti á náttúruminjaskrá og þá sé það mikilvægt útivistarsvæði. Það muni skerðast til muna vegna framkvæmdanna sem jafnframt munu hluta Hengilssvæðið í sundur. Svæðið muni því fá ásýnd iðnaðarsvæðis og því sé sérlega mikilvægt að raska sem minnstu og að sjónræn áhrif framkvæmdanna verði sem minnst. Þá segir Umhverfisstofnun að umfjöllun um vatnsverndarsvæði sé ábótavant í frummatsskýrslu Orkuveitunnar og umfjöllun um landslag of þröng í skýrslunni. Þetta sé vegna þess að ekki sé búið að breyta aðalskipulagi á svæðinu og tekur Umhverfisstofnun undir áskorun Skipulagsstofnunar um að það verði gert. Umhverfisstofnun gerir enn fremur loftgæði að umtalsefni og bendir á að sammögnunaráhrif verði vegna fjögurra jarðvarmavirkjana á Hellisheiði. Þannig verði losun brennisteinsvetnis frá Hellisheiðarvirkjun, Nesjavallavirkjun, Hverahlíðarvirkjun og Bitruvirkjun 26.300 tonn á ári sem er rúmlega fimm sinnum meiri en hún hefur verið á landinu öllu á síðustu árum. Vegna þess að brennisteinsvetni geti hugsanlega haft áhrif á heilsu manna vill Umhverfisstofnun að fylgst verði með styrk þess og annarra mengandi efna með því að koma upp mælistöðvum í austustu byggðum Reykjavíkur, eins og Norðlingaholti, á útvistarsvæði í grennd við virkjanirnar á Hellisheiði og vestast í byggðinni í Hveragerði. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Umhverfisstofnun leggst ekki gegn Bitruvirkjun sem Orkuveita Reykjavíkur áformar að reisa á Hengilssvæðinu og telur að með fullnægjandi mótvægisaðgerðum sé ekki líklegt að umhverfisáhrif virkjunarinnar verði umtalsverð. Þetta kemur fram í umsögn stofnunarinnar um frummatsskýrslu vegna framkvæmdanna. Bitruvirkjun, sem verður allt að 135 megavatta jarðvarmavirkjun, hefur verið nokkuð umdeild og var um 400 athugasemdum skilað inn til Skipulagsstofnunar vegna framkvæmda við hana. Þá lagðist skipulags- og bygginganefnd Hveragerðisbæjar alfarið gegn virkjuninni þar sem hún var talin hafa veruleg skaðleg áhrif á möguleika Hveragerðis og nágrennis sem íbúða- og ferðamannasvæðis. Virkjunin á að rísa í landi sveitarfélaganna Ölfuss og Grímsnes- og Grafningshrepps. Í umsögn Umhverfisstofnunar er bent á að framkvæmdasvæði virkunarinnar sé að mestu leyti á náttúruminjaskrá og þá sé það mikilvægt útivistarsvæði. Það muni skerðast til muna vegna framkvæmdanna sem jafnframt munu hluta Hengilssvæðið í sundur. Svæðið muni því fá ásýnd iðnaðarsvæðis og því sé sérlega mikilvægt að raska sem minnstu og að sjónræn áhrif framkvæmdanna verði sem minnst. Þá segir Umhverfisstofnun að umfjöllun um vatnsverndarsvæði sé ábótavant í frummatsskýrslu Orkuveitunnar og umfjöllun um landslag of þröng í skýrslunni. Þetta sé vegna þess að ekki sé búið að breyta aðalskipulagi á svæðinu og tekur Umhverfisstofnun undir áskorun Skipulagsstofnunar um að það verði gert. Umhverfisstofnun gerir enn fremur loftgæði að umtalsefni og bendir á að sammögnunaráhrif verði vegna fjögurra jarðvarmavirkjana á Hellisheiði. Þannig verði losun brennisteinsvetnis frá Hellisheiðarvirkjun, Nesjavallavirkjun, Hverahlíðarvirkjun og Bitruvirkjun 26.300 tonn á ári sem er rúmlega fimm sinnum meiri en hún hefur verið á landinu öllu á síðustu árum. Vegna þess að brennisteinsvetni geti hugsanlega haft áhrif á heilsu manna vill Umhverfisstofnun að fylgst verði með styrk þess og annarra mengandi efna með því að koma upp mælistöðvum í austustu byggðum Reykjavíkur, eins og Norðlingaholti, á útvistarsvæði í grennd við virkjanirnar á Hellisheiði og vestast í byggðinni í Hveragerði.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira