Fleiri fréttir Smákafbátar í rannsóknum milli Íslands og Færeyja Rannsóknir með þremur fjarstýrðum smákafbátum á hafsvæðinu á milli Íslands og Færeyja ganga vel að því er fram kemur á heimasíðu færeysku hafrannsóknastofnunarinnar. Öldungadeild bandaríska þingsins lætur sig málið varða þar sem að bandaríski sjóherinn hefur fjármagnað rannsóknirnar að hluta. 3.10.2007 12:41 Ekki hægt að líða hundaárásir Nágrannakona hundamannsins, sem átti árásarhundinn umtalaða á Akranesi, segir að hundurinn hafi ekki ógnað sér. 3.10.2007 12:34 Bætur Tryggingastofnunnar hækka um fjórðung Bætur sem Tryggingastofnun greiðir út hafa í heild aukist um rúmlega fjórðung þegar borinn er saman reikningur árisins 2006 og fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár. Hækkun bóta Tryggingastofnunar ríkisins er með öðrum orðum 25,4% hærri samkvæmt fjárlagafrumvarpinu en þær voru samkvæmt reikningi ársins 2006. 3.10.2007 12:31 Lækka skatta á fólk og fyrirtæki Ríkisstjórnin hyggst lækka skatta á fólk og fyrirtæki á kjörtímabilinu. Þetta kom fram í stefnuræðu forsætisráðherra á alþingi í gærkvöldi. Persónuafslátturinn verður hækkaður og almannatryggingar endurskoðaðar til að bæta hag lágtekjufólks og millitekjufólks. Stjórnarandstaðan sagði ræðuna flata. 3.10.2007 12:15 Þjófagengi lék lausum hala í borginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu upprætti þjófagengi í borginni í gær. Sjö útlendingar voru handteknir vegna gruns um skipulagða þjófnaði úr hinum ýmsu verslunum. 3.10.2007 12:14 Samskiptaerfiðleikar ástæða þess að samningum var sagt upp Miklir samskiptaerfiðleikar urðu til þess að talmeinafræðingar hjá Talþjálfun Reykjavíkur sögðu sig af gildandi samningum við Tryggingastofnun. Það á þó ekki að koma í veg fyrir að foreldrar barna sem eru í þjálfun hjá fyrirtækinu fái styrk frá ríkinu að mati Daggar Pálsdóttur. 3.10.2007 12:06 Rætt um friðargæsluna á fundi utanríkismálanefndar Utanríkismálanefnd Alþingis kom saman til fundar í morgun þar sem málefni íslensku friðargsælunnar voru meðal annars til umræðu að beiðni Sivjar Friðleifsdóttur, fulltrúa Framsóknarflokksins, í nefndinni. 3.10.2007 12:02 Umferðartafir eftir að tengivagn valt við Bifröst Umferð um Norðurárdal stöðvaðist um tíma í morgun eftir að tengivagn losnaði aftan úr flutningabíl og valt á hliðina skammt frá Bifröst. 3.10.2007 11:54 Stal baðvigt og öðrum búnaði fyrir samtals sex milljónir króna Tuttugu og fimm ára gamall Reykvíkingur hefur verið ákærður fyrir að brjótast inn í Stima hf. í byrjun september. Hann stal baðvigt og öðru þýfi að andvirði samtals sex milljónir króna. 3.10.2007 11:52 Strokufangarnir handteknir í húsi í Vesturbænum Strokufangarnir sem struku frá fangelsinu að Litla-Hrauni voru handteknir í húsi í miðborginni nú fyrir stundu. Bifreiðin sem þeir stálu í nótt er einnig komin fram. Mennirnir veittu enga mótspyrnu við handtökuna. 3.10.2007 11:20 Breytir ekki skilyrðum vegna samruna á sviði fraktflutninga Samkeppniseftirlitið telur ekki forsendur fyrir því að fella niður skilyrði sem sett voru fyrir samruna Icelandair, Bláfugls og Flugflutninga árið 2005. Þetta kemur fram á vef Samkeppniseftirlitsins. Þá rannsakar eftirlitið hvort félögin hafi brotið gegn skilyrðium ákvörðunarinnar. 3.10.2007 11:17 Hörð gagnrýni á Ríkiskaup vegna sölu NATO-eigna Einar Örn Thorlacius sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar hefur sent Ríkiskaupum bréf vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á fyrrum eignum NATO í Hvalfirði. Í bréfinu koma m.a. fram alvarlegar athugsemdir við framkvæmd sölunnar þar sem þessar eignir séu ekki til í fasteignamatinu og að svæðið sé ekki til á neinu skipulagi. 3.10.2007 10:30 Nefnd geri tillögur að samstarfi við Færeyinga í heilbrigðismálum Heilbrigðisráðherrar Íslands og Færeyja, þeir Guðlaugur Þór Þórðarson og Hans Pauli Ström, hafa skipað nefnd sem á að semja tillögur um samstarf þjóðannna í lyfja- og heilbrigðismálum. 3.10.2007 10:15 Strokufangar á Skoda Fangarnir sem struku frá Litla-Hrauni í gærkvöldi eru enn ófundnir. Lögreglu hafa borist tilkynningar um innbrot í hesthús á Eyrarbakka og eru vísbendingar um að þar hafi menn dvalið um stund. Þá segir lögregla að Í Tjarnarbyggð á milli Eyrarbakka og Selfoss hafi verið brotist inn í vinnuskúr og þaðan stolið mat en engu öðru. Lögreglan telur víst að fangarnir séu komnir á Höfuðborgarsvæðið. 3.10.2007 10:09 Deildir sameinaðar í Háskólanum á Akureyri Til stendur að sameina kennaradeild og félagsvísinda- og lögfræðideild Háskólans á Akureyri undir nafninu Hug- og félagsvísindadeild frá og með næsta hausti. 3.10.2007 10:00 Kusu leiktæki fyrir róló frekar en utanlandsferð Bæjarráð Hveragerðisbæjar samþykkti á síðasta fundi sínum tillögu um að hætt verði við ferð tveggja bæjarfulltrúa til Brussel, með Sambandi íslenskra sveitarfélaga. 3.10.2007 09:58 Strokufangarnir ófundnir Lögreglan hefur enn ekki fundið fangana sem létu sig hverfa í lok AA fundar á Litla Hrauni, um klukkan níu í gærkvöldi. 3.10.2007 08:55 Geir Haarde syngur I Walk The Line á nýrri plötu Geir H. Haarde forsætisráðherra sýnir á sér nýja hlið nú í haust þar sem hann tekur lagið með hljómsveitinni South River Band á nýrri plötu sveitarinnar sem hlotið hefur nafnið Allar stúlkurnar. Lagið sem Geir valdi að syngja er hið þekkta I Walk The Line eftir Johnny Cash. 3.10.2007 08:32 Slösuðust í árekstri við rútubíl Ökumaður og farþegi í jeppa slösuðust þegar jeppinn lenti í árekstri við rútubíl á mótum Grensásvegar og Fellsmúla síðdegis í gær. 3.10.2007 07:20 Slasaðist í bílveltu Einn slasaðist en tveir sluppu ómeiddir þegar bíll valt út af þjóðveginum í Mjóafirði við Ísafjarðardjúp síðdegis í gær. 3.10.2007 07:17 Á leikskóla í 40 ár Það er gefandi að vinna á leikskóla með börnum segir Þóra María Stefánsdóttir sem í dag hélt upp á fjörutíu ára starfsafmæli sitt á leikskólanum Laugaborg. 2.10.2007 18:48 Sérstakt eftirlit með erlendu vinnuafli Í það minnsta 1700 erlendir verkamenn starfa hér á landi en eru hvergi skráðir. Sérstakt eftirlitsátak vegna erlendra starfsmanna hófst í dag og stendur næstu mánuði. 2.10.2007 18:45 Tendrun friðarsúlu Yoko Ono vekur heimsathygli Það er langur listi fyrirmenna sem fengið hefur boð um að vera við tendrun á friðarsúlu Yoko Ono í Viðey á fæðingardegi bítilsins John Lennon. Nærri öruggt þykir að Ringo Starr muni baða sig í sviðsljósinu með ekkjunum Yoko Ono og Oliviu Harrison. Ingólfur Margeirsson bítlasérfræðingur vonar að Paul McCartney mæti á svæðið. 2.10.2007 18:45 Erlendir mótorhjólamenn spóla á hálendi Íslands Á sama tíma og sjóstangveiði er að vaxa sem grein í ferðaþjónustu er önnur ný í vexti sem reyndar hefur farið fram hjá flestum. Vélhjólamenn sem vilja vaða á vegleysur inn til fjalla eru nýr hópur ferðamanna sem á eftir að láta að sér kveða í íslenskri ferðaflóru. 2.10.2007 18:45 Vilja herða viðurlög þegar börn eru tæld. Þverpólitískur vilji virðist vera fyrir því að herða viðurlög við því þegar fullorðnir reyna að tæla börn til fylgilags við sig, á Netinu og víðar. 2.10.2007 18:40 Tveir á slysadeild Klukkan 17:30 í dag rákust saman rúta og jeppi á horni Fellsmúla og Grensásvegar. Í jeppanum voru tveir farþegar og voru þeir báðir fluttir með sjúkrabíl á slysadeild. Bílstjóri og farþegar rútunnar hlutu alvarleg meiðsl. Ekki fást nánari upplýsingar um málið að svo stöddu. 2.10.2007 18:19 Tekist á í borgarstjórn Snörp orðaskipti hafa verið á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag á milli forseta borgarstjórnar, Björns Inga Hrafnssonar og oddvita Samfylkingarinnar, Dags B. Eggertssonar um málefni Sundabrautar. 2.10.2007 18:06 Notkun rítalíns á Íslandi líkt við neyslu í fátækrahverfum Bandaríkjanna Ástæðan fyrir mikilli rítalínnotkun barna hér á landi skýrist að mestu leyti af því hversu margir íslenskir læknar eru menntaðir í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í umfjöllun norska dagblaðsins Dagsavisen um rítalínnotkun í Noregi og á Norðurlöndum. 2.10.2007 16:45 Eftirlitsátaki vegna erlendra starfsmanna hleypt af stokkunum Vinnumálastofnun hleypti í dag af stokkunum sérstöku eftirlitsátaki með fyrirtækjum vegna erlendra starfsmanna. Átakið ber nafnið Allt í ljós og er unnið í samstarfi við Félagsmálaráðuneytið og ASÍ. 2.10.2007 16:10 Engar vísbendingar um að svefnlyf hafi verið notuð af nauðgurum Notkun lyfja á borð við flunitrazepam hér á landi hefur aldrei komið fram við sýnatöku hjá fórnarlöbum nauðgara hér á landi. Þetta segir landlæknir en hann lét gera athugun á málinu í kjölfar mikillar umræðu á Netinu og í fjölmiðlum. Hann segir því litla ástæðu til þess að taka flunitrazepam, sem hefur sömu innhaldsefni og rohypnol, af markaði en lyfið er vinsælt svefnlyf, sérstaklega á meðal eldra fólks. Rohypnol hefur lengi haft orð á sér að vera notað af nauðgurum til þess að sljóvga fórnarlömb sín. 2.10.2007 15:25 Leifur Örn á topp Cho Oyu Leifur Örn Svavarsson fjallaleiðsögumaður náði tindi Cho Oyu, sjötta hæsta fjalls heims, í nótt. Hann var í hópi manna sem gengu á tindinn sem er í 8201 metra hæð. 2.10.2007 15:22 Vilja heimsmeistaraeinvígi Anands og Kramniks í borgina Samþykkt var einróma á fundi borgarstjórnar í dag að leggja til að Reykjavíkurborg kanni í samvinnu við Skáksamband Íslands og jafnvel fleiri aðila hvort möguleiki sé að halda heimsmeistaraeinvígið í skák í hér á landi á næsta ári. Þá eru 35 ár frá heimsmeistaraeinvígi Fischers og Spasskys hér á landi. 2.10.2007 15:07 Of lítið af sérmenntuðu fólki í upplýsingatækni Geir H. Haarde forsætisráðherra ávarpaði ráðstefnuna "Upplýsingatækni - á leið úr landi?" og gerði að umtalsefni að of lítið framboð væri af sérmenntuðu fólki í upplýsingatækni hérlendis. "Staðan sem nú virðist blasa við er sú að viðvarandi skortur er á fólki með menntun á sviði upplýsingatækni og áhugi framhaldsskólanema fyrir því að sækja nám á því sviði er of lítill," segir Geir. 2.10.2007 14:59 Skilorðsbundið fangesi fyrir eignaspjöll Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt konu í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir eignaspjöll þegar hún reyndi að brjótast inn í verslun á Egilsstöðum í febrúar síðastliðnum. 2.10.2007 14:22 Bankar rukka fyrir upplýsingar um reikningsstöðu Flestir bankar hér á landi taka gjald fyrir að veita viðskiptavinum sínum upplýsingar um stöðu á reikningi þegar hringt er í þjónustuver. Gjaldið er á bilinu 100 til 65 krónur. Glitnir, einn banka, tekur ekkert gjald fyrir viðvikið. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna leggur áherslu á að gjaldtaka bankanna í tilvikum sem þessum sé í samræmi við kostnað sem hlýst af. 2.10.2007 14:17 Læknar LHS til alþjóðasveitarinnar Slysavarnafélagið Landsbjörg og Landspítali hafa gert með sér samning um þátttöku lækna LSH í starfi Íslensku alþjóðasveitarinnar. 2.10.2007 14:07 Fjórir undir áhrifum fíkniefna Fjórir ökumenn voru teknir fyrir aka undir áhrifum fíkniefna á höfuðborgarsvæðinu í gær og nótt. Tveir voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Kópavogi og Garðabæ. 2.10.2007 13:58 Íslensk stjórnvöld fordæma ofbeldisverk í Búrma Íslensk stjónvöld fordæma þau ofbeldisverk sem unnin hafa verið í Asíuríkinu Búrma á síðustu vikum til þess að bæla niður friðsamleg mótmæli í landinu. 2.10.2007 13:50 Dagur barnsins haldinn hátíðlegur ár hvert Stefnt er að því að halda Dag barnsins hátíðlegan í fyrsta sinn á Íslandi á næsta ári. Þetta er liður í auknum áherslum ríkisstjórnarinnar á málefni yngstu kynslóðarinnar. 2.10.2007 13:17 Róbert Árni á leið heim til að loka lögmannstofunni Lögmaðurinn Róbert Árni Hreiðarsson, sem dæmdur var í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum er væntanlegur til landsins á næstunni. Hann hyggst loka lögmannsstofu sinni og koma þeim málum sem hann hefur verið með yfir á aðra lögmenn. 2.10.2007 13:11 Vill fresta gildistöku vatnalaga um eitt ár Gildistöku vatnalaganna verður frestað um eitt ár ef frumvarp Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra þar að lútandi nær fram að ganga. 2.10.2007 12:55 Sættir hjá Bjarna og Elínu Bjarni Brynjólfsson, fyrrverandi ritstjóri Séð og heyrt, segir að nafn sitt hafi verið hreinsað af ásökunum um fjársvik. 2.10.2007 12:22 Haustrallið er hafið Stofnmæling botnfiska að haustlagi eða haustrallið er hafið í 12. skipti. Haustrallið er eitt umfangsmesta rannsóknaverkefni Hafrannsóknastofnunarinnar, þar sem togað er á 380 stöðvum allt í kringum landið á 28 dögum. 2.10.2007 12:18 Niðurrif í Vesturbænum Verið er að rífa hús númer 46 við Grenimel í vesturbæ Reykjavíkur. Til stendur að byggja 630 fermetra þríbýlishús á lóðinni. Húsið sem verið er að rífa er 217 fermetrar að stærð og í því voru tvær íbúðir. Það hefur staðið autt um langan tíma við litla hrifningu nágranna. 2.10.2007 12:12 Netþjónabú reist á suðvesturhorninu Netþjónafyrirtæki, sem íslenskir fjárfestar eru aðillar að, hefur þegar tryggt sér landssvæði undir netþjónabú hér á landi. Það á nú í viðræðum við Landsvirkjun, Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja um raforkukaup. 2.10.2007 12:10 Sjá næstu 50 fréttir
Smákafbátar í rannsóknum milli Íslands og Færeyja Rannsóknir með þremur fjarstýrðum smákafbátum á hafsvæðinu á milli Íslands og Færeyja ganga vel að því er fram kemur á heimasíðu færeysku hafrannsóknastofnunarinnar. Öldungadeild bandaríska þingsins lætur sig málið varða þar sem að bandaríski sjóherinn hefur fjármagnað rannsóknirnar að hluta. 3.10.2007 12:41
Ekki hægt að líða hundaárásir Nágrannakona hundamannsins, sem átti árásarhundinn umtalaða á Akranesi, segir að hundurinn hafi ekki ógnað sér. 3.10.2007 12:34
Bætur Tryggingastofnunnar hækka um fjórðung Bætur sem Tryggingastofnun greiðir út hafa í heild aukist um rúmlega fjórðung þegar borinn er saman reikningur árisins 2006 og fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár. Hækkun bóta Tryggingastofnunar ríkisins er með öðrum orðum 25,4% hærri samkvæmt fjárlagafrumvarpinu en þær voru samkvæmt reikningi ársins 2006. 3.10.2007 12:31
Lækka skatta á fólk og fyrirtæki Ríkisstjórnin hyggst lækka skatta á fólk og fyrirtæki á kjörtímabilinu. Þetta kom fram í stefnuræðu forsætisráðherra á alþingi í gærkvöldi. Persónuafslátturinn verður hækkaður og almannatryggingar endurskoðaðar til að bæta hag lágtekjufólks og millitekjufólks. Stjórnarandstaðan sagði ræðuna flata. 3.10.2007 12:15
Þjófagengi lék lausum hala í borginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu upprætti þjófagengi í borginni í gær. Sjö útlendingar voru handteknir vegna gruns um skipulagða þjófnaði úr hinum ýmsu verslunum. 3.10.2007 12:14
Samskiptaerfiðleikar ástæða þess að samningum var sagt upp Miklir samskiptaerfiðleikar urðu til þess að talmeinafræðingar hjá Talþjálfun Reykjavíkur sögðu sig af gildandi samningum við Tryggingastofnun. Það á þó ekki að koma í veg fyrir að foreldrar barna sem eru í þjálfun hjá fyrirtækinu fái styrk frá ríkinu að mati Daggar Pálsdóttur. 3.10.2007 12:06
Rætt um friðargæsluna á fundi utanríkismálanefndar Utanríkismálanefnd Alþingis kom saman til fundar í morgun þar sem málefni íslensku friðargsælunnar voru meðal annars til umræðu að beiðni Sivjar Friðleifsdóttur, fulltrúa Framsóknarflokksins, í nefndinni. 3.10.2007 12:02
Umferðartafir eftir að tengivagn valt við Bifröst Umferð um Norðurárdal stöðvaðist um tíma í morgun eftir að tengivagn losnaði aftan úr flutningabíl og valt á hliðina skammt frá Bifröst. 3.10.2007 11:54
Stal baðvigt og öðrum búnaði fyrir samtals sex milljónir króna Tuttugu og fimm ára gamall Reykvíkingur hefur verið ákærður fyrir að brjótast inn í Stima hf. í byrjun september. Hann stal baðvigt og öðru þýfi að andvirði samtals sex milljónir króna. 3.10.2007 11:52
Strokufangarnir handteknir í húsi í Vesturbænum Strokufangarnir sem struku frá fangelsinu að Litla-Hrauni voru handteknir í húsi í miðborginni nú fyrir stundu. Bifreiðin sem þeir stálu í nótt er einnig komin fram. Mennirnir veittu enga mótspyrnu við handtökuna. 3.10.2007 11:20
Breytir ekki skilyrðum vegna samruna á sviði fraktflutninga Samkeppniseftirlitið telur ekki forsendur fyrir því að fella niður skilyrði sem sett voru fyrir samruna Icelandair, Bláfugls og Flugflutninga árið 2005. Þetta kemur fram á vef Samkeppniseftirlitsins. Þá rannsakar eftirlitið hvort félögin hafi brotið gegn skilyrðium ákvörðunarinnar. 3.10.2007 11:17
Hörð gagnrýni á Ríkiskaup vegna sölu NATO-eigna Einar Örn Thorlacius sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar hefur sent Ríkiskaupum bréf vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á fyrrum eignum NATO í Hvalfirði. Í bréfinu koma m.a. fram alvarlegar athugsemdir við framkvæmd sölunnar þar sem þessar eignir séu ekki til í fasteignamatinu og að svæðið sé ekki til á neinu skipulagi. 3.10.2007 10:30
Nefnd geri tillögur að samstarfi við Færeyinga í heilbrigðismálum Heilbrigðisráðherrar Íslands og Færeyja, þeir Guðlaugur Þór Þórðarson og Hans Pauli Ström, hafa skipað nefnd sem á að semja tillögur um samstarf þjóðannna í lyfja- og heilbrigðismálum. 3.10.2007 10:15
Strokufangar á Skoda Fangarnir sem struku frá Litla-Hrauni í gærkvöldi eru enn ófundnir. Lögreglu hafa borist tilkynningar um innbrot í hesthús á Eyrarbakka og eru vísbendingar um að þar hafi menn dvalið um stund. Þá segir lögregla að Í Tjarnarbyggð á milli Eyrarbakka og Selfoss hafi verið brotist inn í vinnuskúr og þaðan stolið mat en engu öðru. Lögreglan telur víst að fangarnir séu komnir á Höfuðborgarsvæðið. 3.10.2007 10:09
Deildir sameinaðar í Háskólanum á Akureyri Til stendur að sameina kennaradeild og félagsvísinda- og lögfræðideild Háskólans á Akureyri undir nafninu Hug- og félagsvísindadeild frá og með næsta hausti. 3.10.2007 10:00
Kusu leiktæki fyrir róló frekar en utanlandsferð Bæjarráð Hveragerðisbæjar samþykkti á síðasta fundi sínum tillögu um að hætt verði við ferð tveggja bæjarfulltrúa til Brussel, með Sambandi íslenskra sveitarfélaga. 3.10.2007 09:58
Strokufangarnir ófundnir Lögreglan hefur enn ekki fundið fangana sem létu sig hverfa í lok AA fundar á Litla Hrauni, um klukkan níu í gærkvöldi. 3.10.2007 08:55
Geir Haarde syngur I Walk The Line á nýrri plötu Geir H. Haarde forsætisráðherra sýnir á sér nýja hlið nú í haust þar sem hann tekur lagið með hljómsveitinni South River Band á nýrri plötu sveitarinnar sem hlotið hefur nafnið Allar stúlkurnar. Lagið sem Geir valdi að syngja er hið þekkta I Walk The Line eftir Johnny Cash. 3.10.2007 08:32
Slösuðust í árekstri við rútubíl Ökumaður og farþegi í jeppa slösuðust þegar jeppinn lenti í árekstri við rútubíl á mótum Grensásvegar og Fellsmúla síðdegis í gær. 3.10.2007 07:20
Slasaðist í bílveltu Einn slasaðist en tveir sluppu ómeiddir þegar bíll valt út af þjóðveginum í Mjóafirði við Ísafjarðardjúp síðdegis í gær. 3.10.2007 07:17
Á leikskóla í 40 ár Það er gefandi að vinna á leikskóla með börnum segir Þóra María Stefánsdóttir sem í dag hélt upp á fjörutíu ára starfsafmæli sitt á leikskólanum Laugaborg. 2.10.2007 18:48
Sérstakt eftirlit með erlendu vinnuafli Í það minnsta 1700 erlendir verkamenn starfa hér á landi en eru hvergi skráðir. Sérstakt eftirlitsátak vegna erlendra starfsmanna hófst í dag og stendur næstu mánuði. 2.10.2007 18:45
Tendrun friðarsúlu Yoko Ono vekur heimsathygli Það er langur listi fyrirmenna sem fengið hefur boð um að vera við tendrun á friðarsúlu Yoko Ono í Viðey á fæðingardegi bítilsins John Lennon. Nærri öruggt þykir að Ringo Starr muni baða sig í sviðsljósinu með ekkjunum Yoko Ono og Oliviu Harrison. Ingólfur Margeirsson bítlasérfræðingur vonar að Paul McCartney mæti á svæðið. 2.10.2007 18:45
Erlendir mótorhjólamenn spóla á hálendi Íslands Á sama tíma og sjóstangveiði er að vaxa sem grein í ferðaþjónustu er önnur ný í vexti sem reyndar hefur farið fram hjá flestum. Vélhjólamenn sem vilja vaða á vegleysur inn til fjalla eru nýr hópur ferðamanna sem á eftir að láta að sér kveða í íslenskri ferðaflóru. 2.10.2007 18:45
Vilja herða viðurlög þegar börn eru tæld. Þverpólitískur vilji virðist vera fyrir því að herða viðurlög við því þegar fullorðnir reyna að tæla börn til fylgilags við sig, á Netinu og víðar. 2.10.2007 18:40
Tveir á slysadeild Klukkan 17:30 í dag rákust saman rúta og jeppi á horni Fellsmúla og Grensásvegar. Í jeppanum voru tveir farþegar og voru þeir báðir fluttir með sjúkrabíl á slysadeild. Bílstjóri og farþegar rútunnar hlutu alvarleg meiðsl. Ekki fást nánari upplýsingar um málið að svo stöddu. 2.10.2007 18:19
Tekist á í borgarstjórn Snörp orðaskipti hafa verið á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag á milli forseta borgarstjórnar, Björns Inga Hrafnssonar og oddvita Samfylkingarinnar, Dags B. Eggertssonar um málefni Sundabrautar. 2.10.2007 18:06
Notkun rítalíns á Íslandi líkt við neyslu í fátækrahverfum Bandaríkjanna Ástæðan fyrir mikilli rítalínnotkun barna hér á landi skýrist að mestu leyti af því hversu margir íslenskir læknar eru menntaðir í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í umfjöllun norska dagblaðsins Dagsavisen um rítalínnotkun í Noregi og á Norðurlöndum. 2.10.2007 16:45
Eftirlitsátaki vegna erlendra starfsmanna hleypt af stokkunum Vinnumálastofnun hleypti í dag af stokkunum sérstöku eftirlitsátaki með fyrirtækjum vegna erlendra starfsmanna. Átakið ber nafnið Allt í ljós og er unnið í samstarfi við Félagsmálaráðuneytið og ASÍ. 2.10.2007 16:10
Engar vísbendingar um að svefnlyf hafi verið notuð af nauðgurum Notkun lyfja á borð við flunitrazepam hér á landi hefur aldrei komið fram við sýnatöku hjá fórnarlöbum nauðgara hér á landi. Þetta segir landlæknir en hann lét gera athugun á málinu í kjölfar mikillar umræðu á Netinu og í fjölmiðlum. Hann segir því litla ástæðu til þess að taka flunitrazepam, sem hefur sömu innhaldsefni og rohypnol, af markaði en lyfið er vinsælt svefnlyf, sérstaklega á meðal eldra fólks. Rohypnol hefur lengi haft orð á sér að vera notað af nauðgurum til þess að sljóvga fórnarlömb sín. 2.10.2007 15:25
Leifur Örn á topp Cho Oyu Leifur Örn Svavarsson fjallaleiðsögumaður náði tindi Cho Oyu, sjötta hæsta fjalls heims, í nótt. Hann var í hópi manna sem gengu á tindinn sem er í 8201 metra hæð. 2.10.2007 15:22
Vilja heimsmeistaraeinvígi Anands og Kramniks í borgina Samþykkt var einróma á fundi borgarstjórnar í dag að leggja til að Reykjavíkurborg kanni í samvinnu við Skáksamband Íslands og jafnvel fleiri aðila hvort möguleiki sé að halda heimsmeistaraeinvígið í skák í hér á landi á næsta ári. Þá eru 35 ár frá heimsmeistaraeinvígi Fischers og Spasskys hér á landi. 2.10.2007 15:07
Of lítið af sérmenntuðu fólki í upplýsingatækni Geir H. Haarde forsætisráðherra ávarpaði ráðstefnuna "Upplýsingatækni - á leið úr landi?" og gerði að umtalsefni að of lítið framboð væri af sérmenntuðu fólki í upplýsingatækni hérlendis. "Staðan sem nú virðist blasa við er sú að viðvarandi skortur er á fólki með menntun á sviði upplýsingatækni og áhugi framhaldsskólanema fyrir því að sækja nám á því sviði er of lítill," segir Geir. 2.10.2007 14:59
Skilorðsbundið fangesi fyrir eignaspjöll Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt konu í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir eignaspjöll þegar hún reyndi að brjótast inn í verslun á Egilsstöðum í febrúar síðastliðnum. 2.10.2007 14:22
Bankar rukka fyrir upplýsingar um reikningsstöðu Flestir bankar hér á landi taka gjald fyrir að veita viðskiptavinum sínum upplýsingar um stöðu á reikningi þegar hringt er í þjónustuver. Gjaldið er á bilinu 100 til 65 krónur. Glitnir, einn banka, tekur ekkert gjald fyrir viðvikið. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna leggur áherslu á að gjaldtaka bankanna í tilvikum sem þessum sé í samræmi við kostnað sem hlýst af. 2.10.2007 14:17
Læknar LHS til alþjóðasveitarinnar Slysavarnafélagið Landsbjörg og Landspítali hafa gert með sér samning um þátttöku lækna LSH í starfi Íslensku alþjóðasveitarinnar. 2.10.2007 14:07
Fjórir undir áhrifum fíkniefna Fjórir ökumenn voru teknir fyrir aka undir áhrifum fíkniefna á höfuðborgarsvæðinu í gær og nótt. Tveir voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Kópavogi og Garðabæ. 2.10.2007 13:58
Íslensk stjórnvöld fordæma ofbeldisverk í Búrma Íslensk stjónvöld fordæma þau ofbeldisverk sem unnin hafa verið í Asíuríkinu Búrma á síðustu vikum til þess að bæla niður friðsamleg mótmæli í landinu. 2.10.2007 13:50
Dagur barnsins haldinn hátíðlegur ár hvert Stefnt er að því að halda Dag barnsins hátíðlegan í fyrsta sinn á Íslandi á næsta ári. Þetta er liður í auknum áherslum ríkisstjórnarinnar á málefni yngstu kynslóðarinnar. 2.10.2007 13:17
Róbert Árni á leið heim til að loka lögmannstofunni Lögmaðurinn Róbert Árni Hreiðarsson, sem dæmdur var í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum er væntanlegur til landsins á næstunni. Hann hyggst loka lögmannsstofu sinni og koma þeim málum sem hann hefur verið með yfir á aðra lögmenn. 2.10.2007 13:11
Vill fresta gildistöku vatnalaga um eitt ár Gildistöku vatnalaganna verður frestað um eitt ár ef frumvarp Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra þar að lútandi nær fram að ganga. 2.10.2007 12:55
Sættir hjá Bjarna og Elínu Bjarni Brynjólfsson, fyrrverandi ritstjóri Séð og heyrt, segir að nafn sitt hafi verið hreinsað af ásökunum um fjársvik. 2.10.2007 12:22
Haustrallið er hafið Stofnmæling botnfiska að haustlagi eða haustrallið er hafið í 12. skipti. Haustrallið er eitt umfangsmesta rannsóknaverkefni Hafrannsóknastofnunarinnar, þar sem togað er á 380 stöðvum allt í kringum landið á 28 dögum. 2.10.2007 12:18
Niðurrif í Vesturbænum Verið er að rífa hús númer 46 við Grenimel í vesturbæ Reykjavíkur. Til stendur að byggja 630 fermetra þríbýlishús á lóðinni. Húsið sem verið er að rífa er 217 fermetrar að stærð og í því voru tvær íbúðir. Það hefur staðið autt um langan tíma við litla hrifningu nágranna. 2.10.2007 12:12
Netþjónabú reist á suðvesturhorninu Netþjónafyrirtæki, sem íslenskir fjárfestar eru aðillar að, hefur þegar tryggt sér landssvæði undir netþjónabú hér á landi. Það á nú í viðræðum við Landsvirkjun, Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja um raforkukaup. 2.10.2007 12:10