Fleiri fréttir

Kynna niðurstöðu í hugmyndasamkeppni á fimmtudag

Dómnefnd sem skipuð var vegna hugmyndasamkeppni um nýtt skipulag í Kvosinni skilar tillögum sínum á fimmtudag. Þetta kom fram í máli Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, formanns skipulagsráðsráðs borgarinnar og formanns dómnefndarinnar, á fundi borgarstjórnar í dag. Þar var verið að ræða niðurrif húsanna að Laugavegi 4 og 6.

Vill aðgerðaáætlun í landgræðslu

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flutti í morgun ræðu á alþjóðlegri ráðstefnu um landgræðslu og loftslagsbreytingar sem haldin er á Selfossi. Ráðstefnan er haldin í tilefni af 100 ára afmæli Landgræðslu ríkisins og fjölmargir sérfræðingar og alþjóðlegir áhrifamenn eru meðal þátttakenda.

Auglýsing Símans er ósmekkleg - Biskupsstofa

Ný auglýsing frá Símanum hefur farið fyrir brjóstið á mörgum. Verið er að auglýsa nýjan farsíma og talað um að hann breyti gangi sögunnar. Og það er sannarlega farið inn í söguna því inn í þessa auglýsingu er skeytt síðustu kvöldmáltíðinni og samskiptum Júdasar og Krists. Auglýsingin er birt bæði í sjónvarpi og dagblöðum.

Sýknaður af því að hafa nauðgað þroskahamlaðri konu

33 ára gamall misþroska karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sýknaður af ákæru þess efnis að hann hefði nauðgað 31 árs greindarskertri konu á heimili sínu í maí á síðasta ári. Ákærði viðurkenndi að hafa haft samræði við konuna en hann bar að það hefði verið með samþykki hennar. Í dómsorði kemur fram að framburður konunnar hafi verið efnislítill og óstöðugur og það megi rekja til mikillar greindarskerðingar hennar. Því var það talið ósannað að ákærði hefði þröngvað konunni til samræðis.

Öryggismat ekki gert eftir forskrift forsetans

Ríkislögreglustjóri neitar því að öryggismat sem embættið gerði fyrir Laufásveg 72 hafi ekki verið gert eftir forskrift forseta. Húsið er gestahús forsetaembættisins en nágrannar hússins hafa ekki fengið að gera breytingar á húsum sínum á þeirri forsendu að öryggismat ríkislögreglustjóra komi í veg fyrir þær.

Tólf stútar undir stýri á sunnudag

Tólf ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu á sunnudaginn var. Alls voru sautján ölvaðir ökumenn stöðvaðir yfir helgina, ellefu í Reykjavík, fimm í Hafnarfirði og einn í Garðabæ. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að um hafi verið að ræða sextán karla á aldrinum 18 - 48 ára og eina konu á fertugsaldri.

Skora á stjórnvöld að bæta kjör öryrkja

Heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytunum hafa í dag borist tölvupóstar þar sem skorað er á íslensk stjórnvöld að leiðrétta þegar í stað kjör öryrkja og aldraðra til samræmis við íslenskan veruleika.

Verið að ganga frá skráningu starfsmanna Hunnebeck

Verið er að ganga frá því að skrá tæplega fjörutíu starfsmenn pólska fyrirtækisins Hunnebeck, sem starfsmenn Arnarfells. Starfssemi fyrirtækisins verður því ekki stöðvuð í hádeginu, eins og útlit var fyrir.

Íslandspóstur má gefa út persónuleg frímerki

Póst- og fjarskiptastofnun hefur heimilað Íslandspósti að gefa út persónuleg frímerki með áletruninni „Bréf 50 g Innanlands" í stað áletrunar um verðgildi. Íslandspóstur óskaði eftir því fyrr á árinu þar sem fyrirtækið hygðist bjóða viðskiptavinum upp á að setja eigin mynd eða velja mynd úr myndabanka á frímerki.

Danskir hermenn í hálendisferð

Hópur danskra hermanna kom með Norrænu til Seyðisfjarðar í morgun. Þeir flytja með sér vígalega herjeppa sem þeir ætla að spreyta sig á í óbyggðum á hálendi landsins næsta hálfa mánuðinn.

Íslensk rannsókn á sýklalyfjanotkun vekur athygli

Um þriðjungur íslenskra barna ber bakteríur serm eru ónæmar fyrir sýklalyfjum og geta auðveldlega smitast á milli þeirra, til dæmis á leikskólum. Þá fær þriðja hvert barn hljóðhimnurör á Íslandi í tengslum við eyrabólgu sem er algengasti sjúkdómur íslenskra barna.

Lækkuðu verð á bensíni

Stóru olíufélögin þrjú lækkuðu öll verð á bensíni um tvær krónur á lítrann síðdegis í gær, og er hækkunin frá því á föstudag því gengin til baka. Síðast í gærmorgun réttlættu talsmenn félaganna hækkunina með hækkun á heimsmarkaðsverði.

Veiðitímabilið í Norðurá lengt

Veiðitímabilið í Norðurá í Borgarfirði verður lengt um átta daga og stendur til tólfta september, en því átti að ljúka á morgun. Seldir verða stakir dagar í framlengingunni. Ástæðan er sú að laxinn gekk mun seinna í ánna en venjulega , sem einkum er rakið til vatnsleysis framan af sumri. Mjög góð veiði hefur verið í ánni síðustu daga, eða eins og hún gerist best í júlí, í venjulegu ári.

Telja óhjákvæmilegt að kæra verktakafyrirtækið Hunnebeck

Samráðsnefnd landssambanda innan Alþýðusambandsins, sem aðild eiga að virkjanasamningi, telur óhjákvæmilegt að að pólska verktakafyrirtækið Hunnebeck verði kært vegna ólögmætrar starfssemi hér á landi. Fyrirtækið er undirverktaki hjá Arnarfelli við Hraunveitu Kárahnjúkavirkjunar, en samráðsnefndin segir að félagið sé óskráð og ólöglegt hér á landi. Vinnumálastofnun framlengdi í gær frest fyrirtækisins til hádegis í dag, til að sýna fram á að kjör og tryggingar starfsmanna þess séu í lagi. Að öðrum kosti verði starfssemi þess stöðvuð.-

Aukinn bílainnflutningur í júlí

Innflutningur á bílum jókst um 80 prósent í júlí síðastliðnum samanborið við sama mánuð í fyrra og mikil aukning varð líka á innflutningi varanlegra neysluvara á borð við raftæki til heimilisnota. Þriðjungs samdráttur varð hinsvegar á innflutningi fjárfestingarvara. Þrátt fyrir það varð vöruskiptahallinn hátt í 15 milljarðar króna í júlí, sem er mesti halli í einum mánuði það sem af er árinu. Talið er að sterk staða krónunnar skýri mikinn bíla- og raftækjainnflutning.-

Vilja kæra þýskt-pólskt fyrirtæki fyrir ólögmæta starfsemi

Óhjákvæmilegt er að þýsk-pólska þjónustufyrirtækið Hunnenbeck verði kært fyrir ólögmæta starfsemi hér á landi að mati Starfsgreinasambands Íslands. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sambandinu. Gerðar eru alvarlegar ahugasemdir við samvinnu GT verktaka við fyrirtækið og því haldið fram að hér á landi séu starfandi fjöldi manns án dvalarleyfis og utan við skattar og skyldur.

Ekkert spurst til strokupilta

Lögreglunni á Húsavík hefur enn ekki borist neinar vísbendingar um piltana tvo sem struku frá meðferðarheimilinu í Aðaldal í gærkvöldi. Talið er að piltarnir hafi stolið bíl skammt frá heimilinu og hefur lögreglan lýst eftir bifreiðinni.

Strokupiltar taldir vera á stolinni bifreið

Talið er líklegt að piltarnir tveir sem struku frá meðferðarheimilinu Bergi í Aðaldali í gærkvöldi séu nú á stolnum bíl. Formlegri leit var hætt á svæðinu í kringum meðferðarheimilið síðdegis í dag eftir að sporhundur rakti slóð piltanna upp að þjóðvegi. Lögreglan lýsir eftir bifreið með númerið UT-493.

Vilja herða eftirlit til að tryggja réttindi erlenda starfsmanna

Brotalamir í framkvæmd laga um réttindi erlendra starfsmanna valda því að sum fyrirtæki koma sér hjá því að skrá erlenda verkamenn hérlendis. Um er að ræða innlend og erlend fyrirtæki og sum þeirra hafa margsinnis gerst sek um að brjóta á réttindum starfsmanna. Þverpólitísk samstaða náðist innan félags- og tryggingamálanefndar í dag um að herða eftirlit og gera lögin skilvirkari.

Dómsmálaráðuneytið bregst við frávísunardómi Hæstaréttar

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið mun í samráði við embætti ríkissaksóknara gera viðeigandi ráðstafanir til að bregðast við dómi Hæstaréttar frá því í dag vegna netbankasvindls. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu.

Á annað þúsund manns mótmæla niðurrifi Pakkhússins á Selfossi

Á annað þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til bæjaryfirvalda á Selfossi að þyrma Pakkhúsinu. Pakkhúsið, sem var reist árið 1941 af Kaupfélagi Árnesinga, á að víkja fyrir nýju skipulagi í miðbæ Selfoss. Frestur til að skila inn athugasemdum við skipulagið rann út á föstudag.

Heyrnarlausir geta loks talað í gemsa

Samfélag heyrnarlausra á Stór-Reykjavíkursvæðinu á líklega eftir að liggja í gemsanum næstu dagana. Arnar Ægisson segir að samskiptin við eiginkonuna eigi eftir að batna til muna frá og með morgundeginum.

Iðnaðarráðherra tekur vel í beiðni um hlutafélagavæðingu

Meirihluti stjórnar Orkuveitunnar ákvað í morgun að óska eftir því að fyrirtækinu verði breytt í hlutafélag. Til þess að svo geti orðið þarf iðnaðarráðherra að leggja fram frumvarp um málið. Hann segist taka slíkri beiðni vel að því gefnu að tryggt verði að Orkuveitan verði áfram í félagslegri eigu.

Rannsóknarleyfi á Gjástykkissvæði felur ekki í sér leyfi til borana

Rannsóknarleyfi á Gjástykkissvæði felur ekki í sér leyfi til rannsóknarframkvæmda á svæðinu hvort sem er yfirborðsrannsóknir eða boranir. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá iðnaðarráðuneytinu. Ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum gilda um allar framkvæmdir rannsóknarleyfishafa þrátt fyrir útgáfu rannsóknarleyfis.

Fjármálaráðherra ber ábyrgðina

Langur fundur fjárlaganefndar í morgun um Grímseyjarferju staðfesti subbuskapinn í stjórnsýslunni, að mati Bjarna Harðarsonar, þingmanns Framsóknarflokksins. Klúðrið má rekja til galopinnar heimildar fjármálaráðuneytisins, að mati Bjarna sem segir þáverandi og núverandi fjármálaráðherra bera ábyrgð á málinu.

Hæstiréttur staðfestir frávísun vegna netbankasvindls

Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag frávísun Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli gegn fjórum mönnum sem var gert að sök að hafa með sviksamlegum hætti hagnast á kerfisvillu í netbanka. Mennirnir högnuðust um tugir milljónir króna á villunni.

Rafrænir lyfseðlar í gagnið á næstu mánuðum

Stefnt er að því að rafrænir lyfseðlar verði orðnir að veruleika alls staðar á landinu á fyrstu mánuðum næsta árs en verkefni þar að lútandi var hleypt af stokkunum í dag. Það var Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra sem hóf verkefnið á Selfossi þegar hann heimsótti Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Hrein eign lífeyrissjóðanna 1500 milljarðar króna

Hrein eign lífeyrissjóða landsins nam tæplega 1500 milljörðum króna í árslok 2006 og jókst um nærri fjórðung á árinu. Þetta kemur fram í skýrslu Fjármálaeftirlitsins um ársreikninga lífeyrissjóða fyrir síðasta ár.

Vinnumálastofnun kanni samninga starfsmannaleiga og sjúkrahúsa

Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri - grænna og fulltrúi flokksins í félags- og tryggingamálanefnd, hyggst fara fram á það á fundi nefndarinnar í dag að Vinnumálastofnun kanni samninga sem heilbrigðisstofnanir hafa gert við starfsmannaleigur. Hann segist hafa séð samning hjá sjúkraliða á vegum starfsmannaleigu þar sem launin séu undir ákvæðum kjarasamninga.

Faðernismál Lúðvíks sett í dóm

Fyrirtaka í máli Lúðvíks Gizurarsonar á hendur þeim Steingrími og Pálínu Steingrímsbörnum vegna faðernismáls Lúðvíks var tekið fyrir og sett í dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Össur vill að Birkir líti í eigin barm

Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, segir að framsóknarmenn hafi sjálfir beitt því vinnulagi sem notast var við í Grímseyjarferjumálinu. Þetta kemur fram í pistli á heimasíðu Össurar en þar lýsir hann því einnig yfir að hann hyggist láta rannsaka aðkomu Birkis Jóns Jónssonar, að Byrgismálinu svokallaða.

Bjarni tekur upp hanskann fyrir Einar

Einar Hermannsson skipaverkfræðingur fól Bjarna Harðarsyni, þingmanni Framsóknarflokksins, að biðja Kristján L. Möller samgönguráðherra um rökstuðning á þeim orðum sem ráðherra hefur látið falla um Einar í tengslum við Grímseyjarferjumálið.

Forstjóri Orkuveitunnar í sjö mánaða leyfi

Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, mun taka sér leyfi frá störfum næstu sjö mánuði. Á meðan á leyfinu stendur mun Guðmundur starfa sem forstjóri Reykjavík Energy Invest. Samkvæmt heimildum Vísis hefur verið boðað til fundar starfsfólks á morgun, þriðjudag. Haukur Leósson, stjórnarformaður Orkuveitunnar, sagði í samtali við Vísi að Guðmundur hefði verið fenginn til verksins vegna yfirburða þekkingar hans á orkumálum.

Slógust við karlmann um dósir

Slagsmál um dósir voru meðal þeirra líkamsárásarmála sem komu til kasta lögreglunnar um helgina. Eftir því sem segir í frétt lögreglunnar slógust tvær konur við karl á fertugsaldri en þær ætluðu að hafa af honum tómar gosdrykkjaumbúðir sem hann hafði safnað.

Guðfríður Lilja framkvæmdastýra þingflokks VG

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdarstýra þingflokks Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Guðfríður Lilja, sem er varaþingmaður flokksins, er með BA-próf í sagnfræði og stjórnmálafræði frá Harvard-háskóla í Bandaríkjunum og meistaragráðu í hugmyndasögu og heimspeki frá Cambridge-háskóla í Bretlandi.

Vill að matsmaður meti heilaskaða

Munnlegur málflutningur var í morgun í máli Jóns Péturssonar, dæmds nauðgara, vegna þeirrar kröfu hans að kallaður verði til matsmaður til að leggja mat á sakhæfi hans.

Sjá næstu 50 fréttir